Fleiri fréttir

Tekur við sem for­maður SÍNE

Freyja Ingadóttir hefur verið nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Hún var kjörin á Sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór síðastliðinn laugardag, en hún tekur við formennsku af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár.

Ekkert heitt vatn í Vestur­bænum í nótt og á morgun

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur mega búa sig undir heitavatnsleysi í nótt og á morgun. Starfsfólk Veitna hefst handa í nótt við að tengja nýja hitaveitulögn fyrir Landspítala háskólasjúkrahús við stofnlögnina sem flytur heitt vatn í Vesturbæ Reykjavíkur.

Fjöldi spítala­inn­lagna aðal­á­hyggju­efnið

„Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara

Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis.

Sóttkvíarbrjótur strauk úr sóttvarnahúsi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um strok úr sóttvarnahúsi. Um var að ræða einstakling sem átti að vera í sóttkví en hann fannst skömmu síðar og var fylgt aftur í sóttvarnahús.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við íslenska stúlku sem hvetur alla til að fara í bólusetningu þó hún hafi misst alla tilfinningu fyrir neðan mitti eftir að hafa fengið örvunarskammt. Hún ætlar sér ekki að sækjast eftir bótum og segir lækna halda því fram að þetta ástand sé tímabundið.

Vitað er af einum Íslendingi í Kabúl

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í samtali við fréttastofu að vitað sé um einn íslending í Kabúl. 

Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök Sigmundar Davíðs óþolandi

Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök virkjanasinna hér á Íslandi, um að aukin álframleiðsla hér á landi minnki losun, algjörlega óþolandi. Þetta sagði framkvæmdastjórinn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði haldið þessu fram á landsfundi Miðflokksins. Þau mættust í Sprengisandi ásamt umhverfisráðherra.

Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum

Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla.

Kannast ekki við skyndi­lega lömun ungrar konu eftir bólu­setningu

Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem ung kona segir frá því að hafa lamast fyrir neðan mitti í kjölfar örvunarbólusetningar með bóluefni Moderna. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa heyrt af málinu. Tilkynning um það gæti þó átt eftir að berast.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf fjöllum við um ástandið í Afganistan, þar sem stjórnvöld landsins eiga nú í viðræðum við Talibana um friðasmaleg valdaskipti til nýrrar tímabundinnar stjórnar yfir landinu.

Minnst 64 greindust innanlands í gær

Í gær greindust að minnsta kosti 64 innanlands með Covid-19, þar af 38 utan sóttkvíar. Alls liggur 31 sjúklingur inni á Landspítala og hefur þeim því fjölgað um einn frá því í gær. Sex eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær.

Þungbúinn dagur

Það er útlit fyrir þungbúinn dag með smásúld af og til á vestanverðu landinu og einnig á Austfjörðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Lítt sést til sólar í dag ef marka má spár nema ef vera skyldi á Norðausturlandi og Suðausturlandi, þar sem gæti orðið þokkalega bjart.

Konu hrint niður stiga

Konu var hrint niður stiga á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær. Hún fékk höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar lögregla kom á vettvang, og var flutt  á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand hennar núna.

Endurnýjun á flokksforystu Sjálfstæðisflokks sé ekki ávísun á fylgisaukningu

Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur vangaveltur Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvort fullreynt sé að flokkurinn nái árangri með núverandi forystu, geta verið vísir að ákalli um að stokkað verði upp í flokksforystunni á næstu árum, en bendir á að endurnýjun á flokksforystu sé ekki ávísun á fylgisaukningu.

Gylfi Þór verður áfram laus gegn tryggingu

Gylfi Þór Sigurðsson hefur gengið laus gegn tryggingu allt frá því að hann var handtekinn í síðasta mánuði. Ákveðið hefur verið að sama fyrirkomulag muni gilda til 16. október.

Tálgað á Selfossi – kindur, kisur, karlar og fuglar

Fuglar, kindur, kisur, fiskar, slaufur og mannfólk er meðal þess sem nokkrir eldri borgarar á Selfossi tálga um leið og þau njóta félagsskaparins við hvort annað. Nú stendur yfir sýning á verkum hópsins á bókasafninu á Selfossi þar sem margt forvitnilegt er að sjá.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld er rætt við sóttvarnalækni sem ætlar að bregðast skjótt við lýsi Landspítalinn yfir neyðarástandi. Hann mun strax leggja til harðari aðgerðir, en veit þó ekki hvernig ríkisstjórnin mun bregðast við því.

Einn lagður inn á Akur­eyri með Co­vid-19

Í gær var einstaklingur lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með Covid-19 og er hann sá fyrsti til þess að vera lagður inn á sjúkrahúsið þar í þessari bylgju faraldursins.

Hátt í fjögur hundruð börn í sótt­kví eftir vikuna

Hátt í fjögur hundruð börn hafa verið send í sóttkví í þessari viku vegna leikskóla- eða frístundastarfs. Flestir leikskólar eru nýteknir til starfa á ný eftir sumarfrí. Grunnskólar hefja göngu sína á næstu dögum og má því ætla að enn fleiri börn eigi eftir að lenda í sóttkví á næstu vikum.

Kristján segir sig frá krabba­meins­skimunum

Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar.

Peninga til spítalans strax

Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september.

Dýralæknar gefast upp vegna mikils álags og hætta

Mikið álag er á dýralæknum landsins og eru margir við það að gefast upp vegna vanlíðan og streitu. Þá fást ekki dýralæknar til starfa, sem þurfa að vakta stór svæði og keyra langar vegalengdir á milli bæja.

„Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“

Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans um álagið sem þar ríkir vegna faraldursins.

Allur leik­skólinn sendur í sótt­kví

Öll börn og allt starfsfólk leikskólans Álftaborg í Safamýri í Reykjavík hafa verið send í sóttkví eftir að smit kom upp hjá einum starfsmanni leikskólans.

Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær

Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær.

Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben

Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni.

Suðurlandið sker sig úr

Veðrið ætti að vera best í kringum Kirkjubæjarklaustur í dag, þar sem búist er við að það fari upp í 22 eða 23 gráðu hita. Sömuleiðis er spáð miklum hita í Árnessýslu. Almennt ætti að sjást til sólar á sunnan- og vestanverðu landinu þegar kemur fram á daginn.

Sjá næstu 50 fréttir