Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fundur fjárlaganefndar með fulltrúum Bankasýslunnar sem fram fór í morgun verður fyrirferðarmikill í hádegisfréttum okkar.

Arnar biðst af­sökunar eftir Vikuna með Gísla Marteini

„Þó ég sé vel vanur að koma fram í sjónvarpi þá er ég ekki vanur umræðu á opinberum vettvangi um málefni er varðar kynþáttamisrétti og svör mín gætu hafa komið þannig út eins og ég væri ekki alveg í takt við raunveruleikann.“

Þykir leitt að eineltisskýrslu hafi verið lekið

Formanni Félags grunnskólakennara þykir það leitt að samskiptaskýrsla, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, hafi lekið. Báðir aðilar málsins vilja bæta samskipti sín.

„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“

Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna.

Þörf á endurskoðun laga um klám og vændi í þágu þolenda

Íslensk löggjöf um klám og vændi þjónar ekki tilgangi sínum að mati þingmanns Pírata sem telur þörf á heildarendurskoðun. Hún telur klámbann byggt á úreltum siðferðislegum viðhorfum og að til greina geti komið að afglæpavæða vændi.

Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði

Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar.

Léttir að yfirvöld viðurkenni að brotið var á þeim

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Nú þegar liggi fyrir nægar sannanir um að þau hafi verið beitt þar gríðarlegu ranglæti. Maður sem dvaldi á Hjalteyri ásamt systkinum sínum segist klökkur, léttir sé að stjórnvöld hafi ákveðið að hlusta.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Hann segir nú þegar liggja fyrir nægar sannanir um að fólkið hafi verið beitt gríðarlegu ranglæti. Við ræðum við karlmann sem beittur var ofbeldi á barnaheimilinu í fréttatímanum.

Ný sam­tök bera nafn ís­­lenskrar bar­áttu­­konu: „Hún kjarnar allt það sem skaða­­minnkun gengur út á“

Ný samtök um skaðaminnkun verða formlega stofnuð á morgun en samtökin heita í höfuðið á íslenskri baráttukonu sem hefur verið brautryðjandi í skaðaminnkun í áratugi. Sérfræðingur í skaðaminnkun og einn stofnaðili samtakanna segir mikilvægt að halda áfram þeirri vegferð og framþróun sem hefur verið í gangi undanfarin ár hér á landi.

Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaða­bætur vegna ferða­gjafarinnar

Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað.

Hjalt­eyrar­börnin fá greiddar sann­girnis­bætur frá ríkinu

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu  ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um bankasöluna umdeildu en tekist var á um málið á þingi langt fram á nótt.

„Það er skelfilegt að sjá þetta“

Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip.

Þing­menn ræddu banka­sölu langt fram á nótt

Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú.

Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag

Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 

Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið

Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 

„Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu

Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk

Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum.

Fuglar um allt land detta dauðir niður

Fuglaflensa hefur nú greinst í að minnsta kosti tólf villtum fuglum víða um landið og ljóst er að þessi skæði sjúkdómur er nú orðinn útbreiddur og smithætta fyrir alifugla er  mikil. Viðbúnaðarstig verður hækkað í rautt þegar sjúkdómurinn greinist í alifuglum og þurfa bændur að gæta sín vel. 

Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð.

844 frá Úkraínu sótt um al­þjóð­lega vernd

Alls hafa 844 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að stríðið hófst í landinu þann 24. febrúar. Hópurinn skiptist í 449 konur, 234 börn og 161 karl.

Útrýma þurfi gráu svæðunum þar sem fólk lendir á milli úrræða

Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að efla þurfi söfnun upplýsinga, meðferð gagna og aðgengi að þeim þegar geðheilbrigðisþjónusta er annars vegar. Eyða þurfi lagalegri óvissu um skil á gögnum til embættis landlæknis og halda betur utan um upplýsingar um tíðni óvæntra atvika í geðheilbrigðisþjónustu og kvartanir henni tengdri.

Sjá næstu 50 fréttir