Fleiri fréttir

Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings

Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og fulltrúa VR, Landssambands verslunarmanna og samflots iðnaðar- og tæknimanna lauk á fimmta tímanum í nótt án þess að samningar hefðu náðst.

Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn

Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina.

Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins

Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls.

Miklu líklegra að þau fari aftur heim og lendi í bílslysi

Eyþór Kamban Þrastarson og eiginkona hans, Emily Pylarinou komu til landsins á föstudagskvöld eftir að hafa verið bannað að fljúga með flugfélaginu SAS án fylgdar. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru að ferðast frá Grikklandi með dóttur sína sem er eins árs. Fjölskyldan býr í Grikklandi en vildi ferðast til Íslands til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu hérlendis. Eyþór segir gott að komast heim en þau séu að íhuga næstu skref í málinu. 

Öku­maður til­kynntur til barna­verndar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi, enn aðrir sviptir ökuréttindum og var eitt mál borið á borð barnaverndar. Þá olli mannlaus bifreið árekstri við Smáralind.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu síðan klukkan tíu í morgun. Tíminn vinnur ekki með samningsaðilum; VR, samfloti iðn- og tæknifólks og Samtökum atvinnulífsins, sem hafa nú verið í fjölmiðlabanni að skipan ríkissáttasemjara í meira en sólarhring. Viðræður eru á afar viðkvæmu stigi og við verðum í beinni úr Karphúsinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Skítakuldi í kortunum en sólin gleður

Það er óhætt að segja að kalt veður sé í kortunum hjá landsmönnum í flestum landshlutum nú þegar innan við tvær vikur eru til jóla. Sem betur fer ætlar sólin að kíkja reglulega í stuttar heimsóknir.

Segja óhóflegar hækkanir óásættanlegar og vilja leiguþak

Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna eru sammála um að setja þurfi á leiguþak eða grípa til sambærilegra aðgerða til að bregðast við stöðunni á leigumarkaði. Þingmaður Vinstri grænna á von á að hugað verði að því á næstunni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa getað komið í veg fyrir stöðuna en þau hafi svikið loforð um leigubremsu. 

Biðu eftir björgunarsveitum á þaki bíls í Krossá í tvo tíma

Björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út í dag eftir að tveir erlendir ferðamenn með leiðsögumanni í för festu bíl sinn í Krossá. Fólkið þurfti að bíða á þaki bílsins í tvo klukkutíma þar til hjálp bar að garði. 

Um 3.500 flóttamenn komnir til landsins

Vonast til að fleiri sveitarfélög geri samning við ríkið um móttöku flóttamanna, ekki síst stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa ekki enn þá komið að verkefninu. Nú erum komnir um 3.500 flóttamenn til landsins.

Ellefu ára rit­höfundur með sína fyrstu skáld­sögu

Þrátt fyrir að Halla María Lárusdóttir sé ekki nema 11 ára gömul þá er hún búin að gefa út sína fyrstu skáldsögu, auk þess að myndskreyta bókina. Sögupersóna bókarinnar, Kolbrún lendir í allskyns ævintýrum í sögunni þar sem hálsmen spilar stórt hlutverk.

„Ég var fokking graður og ég gat ekki stjórnað mér“

Faðir stúlku sem kærði ungan mann fyrir nauðgun segir dóttur sína upplifa að réttarkerfið hafi brugðist henni algjörlega. Maðurinn hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en vegna ungs aldurs mannsins og tafa á málsmeðferð var dómurinn skilorðsbundinn. Réttargæslumenn ýttu ítrekað á eftir lögreglu að senda málið til saksóknara.

Með hnífa að hóta dyra­vörðum

Tveir menn voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að hafa haft í hótunum við dyraverði. Mennirnir voru vopnaðir hnífum og bareflum og vistaðir í fangageymslu lögreglu. 

„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“

Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn.

Heppnin sveif yfir Sauð­ár­króki

Heppnin sveif greinilega yfir Sauðárkróki þegar lottómiði var keyptur á N1 en miðinn skilaði kaupandanum 36,5 milljónum króna í vinning.

Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ

Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð.

Eldur í ál­verinu í Straums­vík

Eldur kviknaði í vinnuvél inni í skála í álverinu í Straumsvík klukkan 18:30. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í dag hefur verið fundað stíft í Karphúsinu í kjaradeilu VR, samfloti iðn- og tæknifólks og Samtaka atvinnulífsins. Deiluaðilar voru settir í fjölmiðlabann síðdegis og viðræður virðast á viðkvæmu stigi. Við verðum í beinni úr Borgartúni og ræðum við ríkissáttasemjara um stöðuna.

Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár

Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar.

Við­skipta­vinur lagði sig í mikla hættu við álfa­veiðar

Nýr jólaálfur Kringlunnar hefur komið sér í ótrúlegustu aðstæður á hverjum degi. Viðskiptavinir eru hvattir til að finna álfinn og taka mynd af honum til að eiga möguleika á að vinna sér inn glaðning. Í dag kom viðskiptavinur sér í mikla hættu þegar hann misskildi leikreglur og hélt að ætti að ná í álfinn.

Svartsýnni nú en fyrir helgi

Formaður VR segir enn svartsýnni á árangur í kjaraviðræðum í dag en hann var í gær. Viðræður virðast hreinlega ekkert þokast. Samflot VR og iðnaðarmanna fundar nú áfram með samtökum atvinnulífsins, fundur stóð fram eftir kvöldi í gær, en helgin mun ráða úrslitum um það hvort skammtímasamningur sé mögulegur.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður VR segir enn svartsýnni á árangur í kjaraviðræðum í dag en hann var í gær. Viðræður virðist hreinlega ekkert þokast. Samflot VR og iðnaðarmanna fundar nú áfram með samtökum atvinnulífsins, fundur stóð fram eftir kvöldi í gær, en helgin mun ráða úrslitum um það hvort skammtímasamningur sé mögulegur. Við ræðum við deiluaðila í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Börn á skemmti­stað með of fáa dyra­verði

Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 

„Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“

Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali.

Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina

Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út .

Ók á veg­far­enda, hjól­reiða­mann og hund og fær fjögurra mánaða dóm

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af.

Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja

Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot.

Segir kúrekastæla Bjarna valda verulegu tjóni

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt því fram á þinginu í dag að engar viðræður stæðu yfir milli fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna um skuldir gamla Íbúðarlánasjóðsins – ÍL-sjóðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hafi farið með fleipur í þeim efnum.

Dæmd fyrir að saka mann um nauðgun í BDSM-hópi á Face­book

Kona var í dag dæmd til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa sakað hann um að hafa nauðgað vinkonu sinni. Ásökunina birti hún í færslu í Facebook-hóp fyrir meðlimi BDSM-samfélagsins. Ummælin voru dæmd ómerkt. Maðurinn höfðaði einnig mál gegn konunni sem hann er sagður hafa nauðgað en tapaði því máli. 

Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott

Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum.

Sjá næstu 50 fréttir