Fleiri fréttir

MMA bardagakappi lést eftir bardaga

MMA bardagakappinn Booto Guylain lést í bardaga eftir að hafa hlotið slæmt höfuðhögg frá andstæðingi sínum í hringnum.

Týnd flugvél reyndi að snúa við

Ný gögn benda til þess að farþegaþota Malaysian Airlines sem hvarf í gærkvöldi hafi reynt að snúa við áður en hún hvarf.

Eldur kom upp í þotu

Talið er að kviknað hafi í lendingarbúnaði vélarinnar eftir að hjólbarðar vélarinnar sprungu.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.

Fyrstu viku réttarhaldanna yfir Pistorius lokið

Pistorius er ákærður fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, en hann skaut hana í gegnum lokaða baðherbergishurð á heimili sínu í Pretoríu í Suður-Afríku í febrúar á síðasta ári. Hann segist hafa haldið að hún væri innbrotsþjófur.

Farþegaþota hvarf af radar

Vélin er á vegum Malaysian Airlines en í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að vélin hafi horfið af radar á sjöunda tímanum í gær, nokkrum klukkustundum eftir flugtak.

Ríkisstjórn með tengsl við öfgahópa

Forseti Rússlands heldur því fram að nýfasískir öfgahópar séu að taka völdin í Úkraínu. Evrópuþingið hefur gagnrýnt hægriöfgaflokkinn Svoboda sem fer með umtalsverð völd í nýju ríkisstjórninni.

Forsetafrúin taldi laun forsetans of lág

Einn af nánustu ráðgjöfum Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseta, hleraði samtöl forsetans. Samkvæmt upptökunum, sem meðal annars voru birtar á fréttavefnum Atlantico í fyrradag, kvartaði forsetafrúin, Carla Bruni, undan lélegum launum eiginmannsins sem hún taldi að væru hærri.

Krefjast svara frá stjórnvöldum

Sex sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa krafist svara frá stjórnvöldum í Venesúela vegna harðra viðbragða þeirra við mótmælunum sem hafa verið í landinu.

Fyrir rétt í Texas vegna glæps í æsku

Karlmaður frá Texas sem var sakaður um að hafa skvett bensíni á dreng og kveikt í honum þegar hann var á unglingsaldri gæti átt dóm sem fullorðinn einstaklingur yfir höfði sér.

Kjósa um að slíta tengsl við Úkraínu

Atkvæðagreiðsla verður haldin á Krímskaga sextánda mars þar sem íbúar geta kosið um hvort þeir vilja slíta tengslum sínum við Úkraínu og sameinast Rússlandi.

Fólk dragi úr sykuráti

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að dagleg sykurneysla almennings eigi að vera fimm prósent af heildarfjölda hitaeininga sem hann innbyrðir.

Drápu hermenn fyrir mistök

Fimm afganskir hermenn voru fyrir mistök drepnir í loftárás Nató í héraðinu Logar í austurhluta Afganistan. Átta hermenn til viðbótar særðust.

Svona hafa stríð áhrif á börn

Barnahjálpasamtökin Save the Children hafa sent frá sér myndband þar sem sjá má hvernig stríð hefur áhrif á líf barna í heiminum.

Flutningaskip án áhafnar

Ómönnuð flutningaskip gætu orðið að veruleika innan áratugar, samkvæmt framleiðandanum Rolls-Royce. ESB ætlar að setja 3,5 milljónir evra í verkefnið.

Lavrov hunsaði kollega frá Úkraínu

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, vildi ekki ræða við kollega sína frá Úkraínu á fundi í París í gær. ESB hefur boðið Úkraínu fimmtán milljarða evra.

Snowden á SXSW-ráðstefnunni

Uppljóstrarinn Edward Snowden verður einn af fyrirlesurum á South by Southwest Interactive-hátíðinni sem hefst á föstudaginn í Austin í Texas.

Kosningar á Indlandi í apríl

Þingkosningar hefjast á Indlandi 7. apríl og standa yfir til 12. maí. Margir sérfræðingar telja að kosningarnar verði þær mikilvægustu í rúm þrjátíu ár í þessu fjölmennasta lýðveldi heimsins.

Samræður aldraðra bæta andlega og líkamlega heilsu

Samkomur aldraðra, þar sem menn ræða um það sem fylgir því að eldast, og heimsóknir frá heimaþjónustu geta komið í veg fyrir heilsuvandamál hjá þeim sem eru eldri en 80 ára. Þetta eru niðurstöður rannsókna við Háskólann í Gautaborg.

Clinton líkir Pútín við Adolf Hitler

"Ef þetta hljómar kunnuglega þá er þetta það sem Adolf Hitler gerði á fjórða áratugnum,“ sagði Clinton á fjáröflunarsamkomu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir