Fleiri fréttir

Þungavopnin flutt frá víglínunni

Stjórnvöld í Úkraínu og aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins hafa samþykkt að flytja þungavopn sín frá víglínunni í samræmi við vopnahlésskilmála.

Óttinn nagar á Vesturlöndum

Danskir ráðamenn andæfa gegn fordómum í kjölfar skotárásanna í Kaupmannahöfn um síðustu helgi, rétt eins og franskir ráðamenn gerðu eftir árásirnar í París. Bandaríkjaforseti talar á sömu nótum, en um leið er verið að grafa skotgrafir.

Flutu sofandi að feigðarósi

Bresk þingnefnd gagnrýnir bæði bresku stjórnina og ráðamenn Evrópusambandsins harðlega fyrir ómarkviss vinnubrögð í aðdraganda stríðsins í Úkraínu.

Ár hrútsins hóf innreið sína í gær

Ári hrútsins er fagnað víða í Kína með miklum hátíðahöldum, skrúðgöngum, flugeldum og matarveislum. Íslendingar þurfa ekki að örvænta því lítill vísir að hátíðahöldum verður hér á landi.

Fellibyljir skella á Ástralíu

Fjöldi fólks hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín og rafmagn hefur farið af á stórum svæðum á norðausturströnd Ástralíu.

Í Guantanamo án dóms og laga í sex ár

Ástralinn David Hicks var dæmdur í sjö ára skilorðsbundið fangelsi árið 2007 eftir að hann játaði fyrir herrétti að hafa liðsinnt hryðjuverkamönnum.

Heimila ekki frjálsa för að fullu

Liechtenstein uppfyllir ekki skuldbindingar sínar varðandi frjálsa för og búsetu fólks á Evrópska efnahagssvæðinu, að mati ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.

Ný tegund malaríu er ónæm fyrir lyfjum

Nýtt afbrigði af malaríu hefur fundist á landamærum Indlands og Myanmar og í fleiri löndum í suðaustur Asíu og virðist það ónæmt fyrir lyfjagjöf. Læknatímaritið Lancet greinir frá uppgötvuninni og þar segir að veikin gæti ógnað heilsu fólks um allan heim, takist ekki að finna við henni lækningu.

Reynt til þrautar að semja við Grikki

Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hittast á fundi í Brussel í dag þar sem reynt verður að leysa vanda Grikkja sem neita að standa við þá skilmála sem settir voru þegar ríkið fékk björgunarpakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir nokkrum misserum.

Fylgdust með farsímanotkun milljarða manna

Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, og sú breska, GCHQ, brutust inn í kerfi hollenska fyrirtækisins Gemalto sem er stærsti framleiðandi símkorta í heiminum.

Kínverjar flestir á faraldsfæti

Í Kína eru hundruð milljóna manna á ferðalagi þessa dagana vegna áramótanna, sem haldin eru hátíðleg víða í Asíu um þessar mundir.

Segir Bandaríkjamenn í stríði við þá sem afskræmi íslam

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að þjóð hans sé ekki í stríði við Íslamstrú, heldur séu Bandaríkjamenn í stríði við þá sem afskræma Íslam. Þetta kom fram í ræðu forsetans í gærkvöldi en hann er nú viðstaddur ráðstefnu þar sem saman kemur fólk frá um sextíu löndum og ræða öfgatrú.

Skaut fjölda skota inn í strætó

Lögreglan í Kansas í Bandaríkjunum hefur birt myndband af skotárás og biður íbúa um að bera kennsl á árásarmanninn.

Þúsundir fylgdu Dan Uzan til grafar

Uzan var öryggisvörður í bænahúsi gyðinga og annað fórnarlamb árásarmannsins í dönsku höfuðborginni um síðustu helgi.

Sjá næstu 50 fréttir