Fleiri fréttir

Shell hættir olíuleit við Alaska

Bresk-hollenska olíufyrirtækið Shell hefur hætt olíu- og gasleit út af ströndum Alaska. Fyrirtækið segir ekki nóg hafa fundist þar í borunum til þess að áframhaldandi vinna borgi sig.

Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu

Vladimír Pútín segir einu lausnina í Sýrlandi felast í því að styrkja Assad Sýrlandsforseta, en Barack Obama stendur fast á því að samvinna við Assad komi ekki til greina. Hins vegar er Obama reiðubúinn að vinna með Rússum og Írönum

Er búið að finna vatn á Mars?

NASA heldur blaðamannafund í dag þar sem þeir segjast ætla að tilkynna mikilvæga uppgötvun á rauðu plánetunni.

Ræða áætlun undir hatti AGS

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), fundaði um helgina með Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands. Þau fóru yfir efnahagsástandið í landinu og ræddu möguleikana á að koma á fót umbótaáætlun með stuðningi AGS.

Páfi segir Guð gráta þjáningar barna

Frans páfi hitti í heimsókn sinni til Bandaríkjanna í gær fimm einstaklinga, þrjár konur og tvo karla, sem í æsku voru beittir kynferðisofbeldi. Ekki er vitað hversu stór hluti þeirra var misnotaður af prestum, en á fréttavef Breska ríkisútvarpsins, BBC, er páfi sagður hafa sagt þeim að kirkjufólk og biskupar sem beittu slíku ofbeldi eða létu hjá líða að vernda börn, þyrftu að svara fyrir gjörðir sínar.

Obama og Xi boða loftslagsaðgerðir

Leiðtogar Bandaríkjanna og Kína taka höndum saman um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mikilvæg forsenda þess að árangur náist á loftslagsráðstefnu í París í desember.

Vírusakóngur vill í Hvíta húsið

Vírusvarnafrömuðurinn John McAfee tilkynnti í gær um framboð sitt fyrir hönd nýstofnaðs flokks síns, Netflokksins, til forseta Bandaríkjanna. McAfee fann upp fyrsta vírusvarnaforritið.

Páfi gagnrýnir bandaríska þingmenn

Frans páfi kom inn á fjölmörg umdeild pólitísk stórmál í ávarpi sínu á Bandaríkjaþingi í gær, þar sem hann hvatti meðal annars þingið til að afnema dauðarefsingu.

Konungurinn fer fram á öryggisúttekt

Konungur Sádí Arabíu hefur farið fram á að gerð verði öryggisúttekt á Hajj, trúarhátíð múslima í Mekka, þar sem að minnsta kosti 717 pílagrímar létu lífið í troðningi í dag.

Sjá næstu 50 fréttir