Fleiri fréttir

Sjúkrahús Páfagarðs býðst til að taka við langveiku barni

Mál Charlie Gard, langveiks drengs sem bíður dauðans, hefur vakið athygli um allan heim. Barnasjúkrahús í eigu Páfagarðs hefur nú boðist til að taka við drengnum til að foreldrarnir geti sjálfir ákveðið hvenær lífsbarátta hans endar.

Katarar fá gálgafrest

Sádi-Arabía, auk þriggja annarra Arabaríkja, framlengdi í gær frestinn sem Katarar hafa til þess að svara þrettán kröfum ríkjanna um breytingar á stjórnarháttum. Fresturinn átti að renna út í gær en var framlengdur um tvo sólarhringa.

Meintir einræðistilburðir Macron

Forseti Frakklands vill fækka þingmönnum. Stjórnarandstæðingar saka Macron um einræðistilburði. Fjölmiðlar líkja Macron við rómverska goðið Júpíter. Forsetinn nýtur stuðnings 64 prósenta Frakka.

Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur

Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum.

Sólfirrð náð í kvöld

Jörðin náði fjærsta punkti frá sólinni í kvöld. Sumar og vor eru aðeins lengri en haust og vetur á norðurhveli vegna þess að jörðin ferðast hægar um sólina þegar hún er sem fjærst henni.

Steig á bensíngjöfina í stað bremsunnar

Allir þeir sem slösuðust þegar leigubíl var ekið inn í hóp fólks við flugvöll í Boston eru leigubílsstjórar. Atvikið er rannsakað sem slys en ökumaður leigubílsins segist hafa stigið á bensíngjöfina þegar hann ætlaði að bremsa.

Persaflóaríkin gefa Katar tveggja daga frest

Á laugardag sagði utanríkisráðherra Katar, Sheikh Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al-Thani, að Katar hefði hafnað kröfunum en væri tilbúið til frekari samningaviðræðna við réttar kringumstæður.

Sjá næstu 50 fréttir