Fleiri fréttir

Adele aflýsir tónleikum á Wembley

Söngkonan Adele fann sig tilneydda til að aflýsa tveimur tónleikum sem áttu að fara fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum vegna raddleysis. Þetta hefðu orðið síðustu tveir tónleikarnir á tónleikaferðalagi söngkonunnar. Læknir Adele ráðlagði henni að aflýsa tónleikunum því hún væri með sködduð raddbönd.

Ástin tapaði í Texas

Hæstiréttur í Texas komst í gær að einróma niðurstöðu þess efnis að samkynja hjónabönd skuli undanskilin lagalegum réttindabótum úr almannatryggingakerfinu. Þetta er mikið áfall fyrir Réttindahópa LGBT-fólks og aðra sem hlynntir eru jafnrétti á þessu sviði. Stuðningsmenn um jöfn réttindi hafa heitið því berjast gegn ákvörðuninni. Reuters greinir frá þessu.

Umdeild saga Lýðræðislega sambandsflokksins

Lýðræðislegi sambandsflokkurinn styður minnihlutastjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi. Norður-Írar fá milljarð punda fyrir stuðninginn. Saga flokksins og stefna er skrautleg og auðkennist af mikilli íhaldssemi.

Ban Ki-moon sameinast áhrifahópi fyrrum leiðtoga

Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er nýr meðlimur í hópi fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kallar sig öldungahópinn eða „The Elders“. Sjálfur segir Ban Ki-moon að það sé honum heiður að fá að starfa með þessum virðulega hópi. Hann hafi fylgst með honum að störfum í áraraðir með mikilli aðdáun. Þá segir Ban Ki-moon það vera sérstaklega ánægjulegt að standa við hlið forvera síns hjá Sameinuðu þjóðunum, Kofi Annan. Hann segir Sameinuðu þjóðirnar og áhrifahópinn eiga margt sameinilegt. Hóparnir brenni fyrir réttlæti, samstöðu, friði og mannréttindum.

Bæta heilsu karla í Köben

Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins hefur átakið gengið vel þar sem óbreyttir borgarar í hverfum karlanna hafa kennt þeim að gera skynsamleg innkaup og elda hollan mat.

Le Pen rannsökuð fyrir fjármálamisferli

Fjármálamisferlið er tengt Evrópuþinginu en þingið grunar að um fimm milljónir evra hafi verið greiddar aðstoðarmönnum Þjóðfylkingarinnar, stjórnmálaflokks Le Pen.

Lögreglusveitir Duterte nota sjúkrahús til að fela morðin

Reuters-fréttastofan fullyrðir að lögreglumenn á Filippseyjum hafi flutt grunaða glæpamenn sem þeir hafa skotið til bana á sjúkrahús til að eyða sönnunargögnum og fela aftökurnar. Þúsundir manna hafa verið myrtir í stríði Duterte forseta gegn fíkniefnum.

Merkel setur loftslagsbreytingar á oddinn fyrir fund G20

Kanslari Þýskalands gerir ráð fyrir erfiðum viðræðum á G20-fundinum í næstu viku vegna ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar annars vegar og leiðtoga annarra iðnríkja hins vegar á loftslagsvandann. Merkel segir að loftslagsbreytingar verði í brennidepli á fundinum.

Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi

Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag.

Youtube-brella endaði með dauða kærastans

Nítján ára stúlka í Minnesota hefur verið ákærð fyrir manndráp eftir að Youtube-myndband sem hún og kærasti hennar ætluðu að gera fór hræðilega úrskeiðis. Stúlkan skaut manninn af stuttu færi með öflugri skammbyssu í gegnum bók hann sem hann hélt fyrir brjóstinu.

Djákni sektaður fyrir að sameina flóttafjölskyldu

Þýskur djákni, Arne Bölt, var í undirrétti í Malmö dæmdur til að greiða 50 dagsektir fyrir að aka sýrlenskri konu og tveimur ungum börnum hennar frá Þýskalandi til Svíþjóðar til að hún gæti sameinast fjölskyldu sinni þar, eiginmanni og tveimur öðrum börnum þeirra hjóna.

Sjá næstu 50 fréttir