Fleiri fréttir

Júlíu Skripal dreymir um Rússland

Júlía Skripal, dóttir Sergei Skripal njósnarans fyrrverandi, segir í samtali við Reuters fréttastofuna að hana langi að snúa aftur til Rússlands einhvern tímann í framtíðinni.

Árásin í Parkland breytti litlu

Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign.

Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag

Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng.

Spá verulegum vatnsskorti í Bretlandi

Umhverfismálastofnun Bretlands segir viðbúið að vatnsskortur verði í landinu fyrir árið 2050. Í nýrri skýrslu segir að lekar í vatnslögnum valdi því að gríðarlega mikið ferskvatn fari til spillis, sóunin nemi vatnsnotkun tuttugu milljón manna á dag.

Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum

Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014.

Philip Roth látinn

Bandaríski rithöfundurinn Philip Roth er látinn, áttatíu og fimm ára að aldri.

Segja þvinganirnar glæp

Viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin innleiddu gegn Venesúelamönnum í kjölfar forsetakosninga helgarinnar eru "glæpur gegn mannkyninu“.

Menntun Conte véfengd

Um leið og Fimm stjörnu hreyfingin og Bandalagið, popúlistaflokkarnir sem náð hafa samkomulagi um ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu, tilkynntu að þeir vildu gera lítt þekkta lögfræðinginn Giuseppe Conte að forsætisráðherra voru stór spurningarmerki sett við menntun Conte.

Tóku sekki af seðlum

Maðurinn sem stýrir rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu er snúinn aftur eftir að hann flúði land vegna hótana.

Zuckerberg kemur fyrir Evrópuþing

Zuckerberg verður gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica.

Svíar búnir undir stríð í fyrsta sinn frá kalda stríði

Sænsk stjórnvöld hafa endurútgefið bækling með upplýsingum fyrir almenning um hvernig bregðast skuli við stríðsástandi. Bæklingnum hefur ekki verið dreift síðan í kalda stríðinu en var uppfærður á dögunum vegna þeirrar spennu sem ríkir í heiminum um þessar mundir.

Risasalamandran nánast útdauð

Vísindamenn telja að stærsta froskdýr jarðarinnar, hin kínverska risasalamandra, finnist vart lengur í náttúrunni.

Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu

Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar.

Ók yfir fjölskyldu sína

Maður ók á fjölskyldu sína með þeim afleiðingum að tveir létust og þrír slösuðust alvarlega.

Sjá næstu 50 fréttir