Fleiri fréttir

Spænska ríkisstjórnin fallin

Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur.

Slúðurskattur settur á notkun samfélagsmiðla í Úganda

Ríkisstjórn Úganda hefur ákveðið að leggja svokallaðan slúðurskatt á notkun samfélagsmiðla. Þeir sem nota samfélagsmiðla á borð við Facebook, WhatsApp, Viber og Twitter munu framvegis þurfa að greiða um fimm íslenskar krónur á dag til stjórnvalda.

Umfangsmesta ólöglega skógarhögg í sögu Evrópu

Rúmenskar öryggissveitir hafa stöðvað glæpagengi sem þénaði meira en þrjá milljarða króna á ári með ólöglegu skógarhöggi. Þetta er talið vera umfangsmesta ólöglega skógarhögg í sögu Evrópu.

Kim Kardashian átti frábæran fund með Donald Trump

Athafnakonan Kim Kardashian átti að sögn góðan og árangursríkan fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gærkvöld. Trump birti á Twitter mynd af þeim saman á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu og sagði fundinn frábæran.

Litháen og Rúmenía hýstu pyntingarfangelsi CIA

Evrópski mannréttindadómstóllinn hefur úrskurðað að stjórnvöld í Litháen og Rúmeníu gerðust sek um mannréttindabrot þegar þau aðstoðuðu bandarísk stjórnvöld við að pynta grunaða hryðjuverkamenn.

Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni

Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka.

Lygileg atburðarás í Kænugarði

Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi.

Verðlauna jákvæða umfjöllun um Spán

Spænska utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt um ný verðlaun sem verða veitt þeim erlenda blaðamanni sem gerir mest til þess að bæta orðspor Spánar út á við.

Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál

Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum.

Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump

Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi

Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu.

Málgagn Kim í hart við CNN og Fox News

Ríkisdagblað Norður-Kóreu er í beinni þversögn við Trump. Heldur því fram að bandarískir miðlar bulli um viðræðuferlið. Sendinefndir ríkjanna funduðu í Panmunjom um helgina. Ráðgjafi Kim ræðir við Bandaríkjamenn í New York.

Sjá næstu 50 fréttir