Fleiri fréttir

Cotto sigraði á stigum

Miguel Cotto vann sinn stærsta sigur á ferlinum í nótt þegar hann hafði betur gegn Shane Mosley á stigum í bardaga þeirra um WBA beltið í veltivigt sem fram fór í New York. Bardaginn var sýndur beint á Sýn.

Toronto burstaði Chicago

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto.

Fulham hékk í Liverpool í 80 mínútur

Rafa Benitez tefldi fram óbreyttu liði í fyrsta skipti í meira en ár í kvöld þegar lið hans lagði Fulham 2-0 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Varamaðurinn Fernando Torres braut ísinn á 81. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak og Steven Gerrard innsiglaði sigurinn með marki úr loðinni vítaspyrnu sem dæmd var í lokin.

Róbert skoraði níu mörk

Róbert Gunnarsson var markahæstur í liði Gummersbach í dag þegar það gerði 35-35 jafntefli á útivelli við Veszprém frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu. Gummersbach er á toppi riðilsins með 7 stig, Veszprém 4, Celje 3 stig og Valur ekkert á botninum en Valur og Celje eiga leik til góða á morgun.

Fram burstaði ÍBV

Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. Fram burstaði ÍBV 38-26 á heimavelli og KA og Afturelding skildu jöfn á Akureyri 26-26. HK, Stjarnan, Fram og Haukar hafa 11 stig í efstu sætum deildarinnar en ÍBV situr á botninum án stiga.

Meistararnir færðu Bayern fyrsta tapið

Bayern Munchen tapaði í dag sínum fyrsta leik á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lá 3-1 fyrir meisturum Stuttgart.

West Ham valtaði yfir arfaslakt lið Derby

Lee Bowyer skoraði tvívegis þegar Íslendingalið West Ham burstaði hörmulegt lið Derby 5-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Derby hefur ekki skoraði mark í 521 mínútu og virðist lítið hafa lítið erindi í deild þeirra bestu á Englandi.

Armréttur og Allardyce hjá Guðna á morgun

Það verður mikið um að vera í þættinum 4-4-2 með Guðna Bergs og Heimi Karls á Sýn 2 á morgun. Þar þarf Guðni Bergsson að standa við gefið loforð og tekur svo símaviðtal við Sam Allardyce, stjóra Newcastle.

Grótta sigraði fyrir norðan

Tveimur leikjum er lokið í N-1 deild kvenna í handbolta í dag. Grótta og Fylkir unnu þar góða útisigra á Akureyri og HK. Grótta lagði Akureyri 25-18 og Fylkir gerði góða ferð í Digranesið og sigraði HK 31-27.

Góður síðari hálfleikur tryggði Lemgo sigur

Lemgo skaust í dag upp í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Essen á útivelli 39-31 eftir að staðan hafði verið jöfn 18-18 í hálfleik. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla.

Birgir Leifur sigraði á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson kórónaði frábæran leik sinn á úrtökumótinu á Acos Gardens með því að leika lokahringinn á þremur höggum undir pari og tryggja sér sigur á mótinu.

Guðmundur framlengir við Keflavík

Guðmundur Steinarsson er búinn að framlengja samning sinn við knattspyrnudeild Keflavíkur um tvö ár. Guðmundur er 28 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur síðustu ár, en átti við meiðsli að stríða á síðustu leiktíð. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta í dag.

Yi á eftir að verða betri en ég

Kínverski risinn Yao Ming hjá Houston átti skínandi leik í nótt þegar 200 milljónir Kínverja fylgdust með liðinu sigra Milwaukee í sjónvarpi. Yao hefur tröllatrú á hinum 19 ára gamla landa sínum Yi Jianlian hjá Milwaukke.

Mosley lofar flugeldasýningu í kvöld

Von er á fjörugum bardaga í nótt þegar hinn ósigraði Miguel Cotto frá Portó Ríkó tekur á móti goðsögninni Shane "Sykurpúða" Mosley í veltivigt hnefaleika. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan eitt í nótt.

Leikmenn Tottenham fá barnamat

Juande Ramos er strax farinn að setja sinn stimpil á umgjörðina hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann er nú að tryggja sér aðstoð vísindamanns frá Sevilla sem ætlað er að hressa upp á mataræði leikmanna.

Jafnt í grannaslagnum

Sunderland og Newcastle skildu jöfn 1-1 í grannaslag sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var mjög fjörlegur og harður eins og venja er þegar þessi lið eigast við.

Fabregas hefur enga veikleika

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur nú ýtt undir orðróm um áhuga félagsins á Spánverjanum Cesc Fabregas hjá Arsenal. Rijkaard segir hinn unga miðjumann ekki hafa neina augljósa veikleika sem leikmaður.

Enginn öruggur með sæti sitt þrátt fyrir 8-0 sigur

Rafa Benitez er ekkert á því að breyta út af skiptistefnu sinni hjá Liverpool þrátt fyrir að lið hans hafi farið hamförum í 8-0 sigrinum í Meistaradeildinni á dögunum. Hann segist alveg eins reikna með breytingum í dag þegar lið hans mætir Fulham.

Beckham fær enga sérmeðferð

Ruud Gullit, nýráðinn þjálfari LA Galaxy í Bandaríkjunum, segist ekki ætla að veita ofurstjörnunni David Beckham neina sérmeðferð eftir að hann tók við liðinu.

United nældi í efnilegan framherja

Manchester United hafði í gærkvöld betur í kapphlaupi við Chelsea og Liverpool þegar félagið nældi í framherjann efnilega John Cofie frá Burnley. Cofie er aðeins 14 ára gamall, en sagt er að Burnley hafi neitað 250 þúsund punda tilboði Liverpool í leikmanninn í vikunni.

Þrír leikir í enska í dag

Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og hefjast leikar í grannaslagnum í norðri þar sem Sunderland tekur á móti Newcastle. Leikurinn hefst klukkan 12:45 og er sýndur beint á Sýn 2.

Besta byrjun Boston í 20 ár

Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston Celtics vann fjórða leik sinn í röð í upphafi leiktíðar og hefur ekki byrjað betur í 20 ár. Þá fór Steve Nash á kostum og tryggði Phoenix góðan útisigur á Miami sem enn hefur ekki unnið leik.

Keflvíkingar enn ósigraðir

Keflavík vann KR í kvöld í Iceland Express-deild karla eftir öfluga frammistöðu í síðari hálfleik.

Enska bikarkeppnin komin af stað

Fyrsta umferð ensku bikarkeppninnar hófst í kvöld með leik Hereford United og Leeds United. Liðin skildu jöfn, 0-0, og þurfa því að mætast á nýjan leik.

Heiðmar með átta mörk

Þrír leikir fóru fram í efstu tveimur deildunum í þýska handboltanum í dag. Heiðmar Felixson skoraði átta mörk fyrir Hannover-Burgdorf í kvöld.

FH vann toppslaginn í 1. deildinni

Toppliðin í 1. deild karla í handbolta, FH og ÍR, mættust í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn fóru með sigur af hólmi, 32-27.

Vigfús Arnar til Leiknis

Vigfús Arnar Jósepsson hefur gengið í raðir Leiknismanna frá KR. Hann er ekki ókunnugur Leikni þar sem hann hefur í þrígang verið lánaður þangað frá KR.

Sigurður Eggertsson í Val

Sigurður Eggertsson samdi í dag við Valsmenn eftir skamma dvöl hjá Skanderborg í Danmörku.

Birgir Leifur í fyrsta sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í fyrsta sæti á annars stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á næsta ári fyrir lokahringinn sem fer fram á morgun.

Þessi leikur hefur allt til að bera

Sjöttu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Stórleikur umferðarinnar verður í Keflavík þar sem ósigraðir heimamenn taka á móti Íslandsmeisturum KR. Þá mætast botnlið Þórs og Hamars á Akureyri. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Rooney frá keppni í mánuð

Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United getur ekki leikið með liðinu næstu fjórar vikurnar eða svo eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu með liðinu í dag.

Stoudemire ætlar að spila í kvöld

Leikur Miami Heat og Phoenix Suns verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Miðherjinn Amare Stoudemire snýr aftur með liði Phoenix eftir meiðsli og Miami reynir að afstýra tapi í 18. leiknum í röð í öllum keppnum.

Skrautlegur eigandi Newcastle

Eigandi Newcastle ætlar að mæta á grannaslag liðsins gegn Sunderland á útivelli á morgun eins og flesta leiki liðsins. Hann verður þó ekki í heiðursstúkunni eins og venja er með eigendur, heldur verður hann í stúkunni með stuðningsmönnum Newcastle.

Gazza undir hnífinn

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne er á leið í aðgerð eftir að hafa klárað á sér hægri mjöðmina í góðgerðaleik á dögunum.

Adriano verður lánaður í janúar

Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan verður að öllum líkindum lánaður frá liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann hefur alls ekki náð sér á strik með liðinu undanfarið og þjáist af þunglyndi.

Aragones velur hóp Spánverja

Luis Aragones landsliðsþjálfari Spánverja hefur valið hópinn sem mætir Svíum og Norður-Írum í lokaleikjunum í undankeppni EM. Spánverjum dugar að vinna sigur í öðrum leiknum til að tryggja sér sæti á EM.

Nei, nei, ekki um jólin

Manchester United hefur neitað sjónvarpsstöðinni Setana að spila leik sinn við Everton í ensku úrvalsdeildinni á aðfangadagskvöld. Leikurinn fer þess í stað fram á hádegi á Þorláksmessu.

Yfir 200 milljónir horfa í kvöld

Fastlega er gert ráð fyrir að yfir 200 milljónir Kínverja muni í nótt fylgjast með leik Houston og Milwaukee í NBA deildinni þar sem tvær helstu körfuboltastjörnur landsins leiða saman hesta sína.

Beckham í enska landsliðshópnum

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga hefur valið hóp sinn sem mætir Austurríki í vináttuleik og svo Króötum í lokaleik sínum í undankeppni EM.

Richards ætlaði að taka nærbuxnafagnið með Ireland

Enski landsliðsmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City segist vonsvikinn með þau neikvæðu viðbrögð sem ofurmennisnærbuxur Stephen Ireland fengu í vikunni. Ireland fagnaði sigurmarki sínu gegn Sunderland með því að leysa niður um sig stuttbuxurnar og sýna súpermannnærfötin sín.

Ekki reka McClaren

Terry Venables, aðstoðarmaður Steve McClaren hjá enska landsliðinu, segir að það yrðu mistök að reka McClaren úr starfi jafnvel þó liðið næði ekki að tryggja sér sæti á EM næsta sumar.

Gullit ráðinn þjálfari LA Galaxy

Eins og fram kom hér á Vísi í gær reyndist sá orðrómur réttur að Hollendingurinn Ruud Gullit væri að taka við liði David Beckham í Bandaríkjunum. Gullit hefur skrifað undir þriggja ára samning við LA Galaxy skv bandarískum miðlum.

Sjá næstu 50 fréttir