Fleiri fréttir Cotto sigraði á stigum Miguel Cotto vann sinn stærsta sigur á ferlinum í nótt þegar hann hafði betur gegn Shane Mosley á stigum í bardaga þeirra um WBA beltið í veltivigt sem fram fór í New York. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. 11.11.2007 12:18 Toronto burstaði Chicago Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. 11.11.2007 11:44 Fulham hékk í Liverpool í 80 mínútur Rafa Benitez tefldi fram óbreyttu liði í fyrsta skipti í meira en ár í kvöld þegar lið hans lagði Fulham 2-0 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Varamaðurinn Fernando Torres braut ísinn á 81. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak og Steven Gerrard innsiglaði sigurinn með marki úr loðinni vítaspyrnu sem dæmd var í lokin. 10.11.2007 19:17 Róbert skoraði níu mörk Róbert Gunnarsson var markahæstur í liði Gummersbach í dag þegar það gerði 35-35 jafntefli á útivelli við Veszprém frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu. Gummersbach er á toppi riðilsins með 7 stig, Veszprém 4, Celje 3 stig og Valur ekkert á botninum en Valur og Celje eiga leik til góða á morgun. 10.11.2007 19:03 Fram burstaði ÍBV Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. Fram burstaði ÍBV 38-26 á heimavelli og KA og Afturelding skildu jöfn á Akureyri 26-26. HK, Stjarnan, Fram og Haukar hafa 11 stig í efstu sætum deildarinnar en ÍBV situr á botninum án stiga. 10.11.2007 18:57 Meistararnir færðu Bayern fyrsta tapið Bayern Munchen tapaði í dag sínum fyrsta leik á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lá 3-1 fyrir meisturum Stuttgart. 10.11.2007 18:31 West Ham valtaði yfir arfaslakt lið Derby Lee Bowyer skoraði tvívegis þegar Íslendingalið West Ham burstaði hörmulegt lið Derby 5-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Derby hefur ekki skoraði mark í 521 mínútu og virðist lítið hafa lítið erindi í deild þeirra bestu á Englandi. 10.11.2007 17:08 Armréttur og Allardyce hjá Guðna á morgun Það verður mikið um að vera í þættinum 4-4-2 með Guðna Bergs og Heimi Karls á Sýn 2 á morgun. Þar þarf Guðni Bergsson að standa við gefið loforð og tekur svo símaviðtal við Sam Allardyce, stjóra Newcastle. 10.11.2007 16:55 Grótta sigraði fyrir norðan Tveimur leikjum er lokið í N-1 deild kvenna í handbolta í dag. Grótta og Fylkir unnu þar góða útisigra á Akureyri og HK. Grótta lagði Akureyri 25-18 og Fylkir gerði góða ferð í Digranesið og sigraði HK 31-27. 10.11.2007 16:42 Góður síðari hálfleikur tryggði Lemgo sigur Lemgo skaust í dag upp í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Essen á útivelli 39-31 eftir að staðan hafði verið jöfn 18-18 í hálfleik. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla. 10.11.2007 16:25 Birgir Leifur sigraði á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson kórónaði frábæran leik sinn á úrtökumótinu á Acos Gardens með því að leika lokahringinn á þremur höggum undir pari og tryggja sér sigur á mótinu. 10.11.2007 16:15 Guðmundur framlengir við Keflavík Guðmundur Steinarsson er búinn að framlengja samning sinn við knattspyrnudeild Keflavíkur um tvö ár. Guðmundur er 28 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur síðustu ár, en átti við meiðsli að stríða á síðustu leiktíð. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta í dag. 10.11.2007 15:57 Yi á eftir að verða betri en ég Kínverski risinn Yao Ming hjá Houston átti skínandi leik í nótt þegar 200 milljónir Kínverja fylgdust með liðinu sigra Milwaukee í sjónvarpi. Yao hefur tröllatrú á hinum 19 ára gamla landa sínum Yi Jianlian hjá Milwaukke. 10.11.2007 15:50 Mosley lofar flugeldasýningu í kvöld Von er á fjörugum bardaga í nótt þegar hinn ósigraði Miguel Cotto frá Portó Ríkó tekur á móti goðsögninni Shane "Sykurpúða" Mosley í veltivigt hnefaleika. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan eitt í nótt. 10.11.2007 15:11 Leikmenn Tottenham fá barnamat Juande Ramos er strax farinn að setja sinn stimpil á umgjörðina hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann er nú að tryggja sér aðstoð vísindamanns frá Sevilla sem ætlað er að hressa upp á mataræði leikmanna. 10.11.2007 14:55 Jafnt í grannaslagnum Sunderland og Newcastle skildu jöfn 1-1 í grannaslag sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var mjög fjörlegur og harður eins og venja er þegar þessi lið eigast við. 10.11.2007 14:39 Fabregas hefur enga veikleika Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur nú ýtt undir orðróm um áhuga félagsins á Spánverjanum Cesc Fabregas hjá Arsenal. Rijkaard segir hinn unga miðjumann ekki hafa neina augljósa veikleika sem leikmaður. 10.11.2007 14:12 Enginn öruggur með sæti sitt þrátt fyrir 8-0 sigur Rafa Benitez er ekkert á því að breyta út af skiptistefnu sinni hjá Liverpool þrátt fyrir að lið hans hafi farið hamförum í 8-0 sigrinum í Meistaradeildinni á dögunum. Hann segist alveg eins reikna með breytingum í dag þegar lið hans mætir Fulham. 10.11.2007 14:03 Beckham fær enga sérmeðferð Ruud Gullit, nýráðinn þjálfari LA Galaxy í Bandaríkjunum, segist ekki ætla að veita ofurstjörnunni David Beckham neina sérmeðferð eftir að hann tók við liðinu. 10.11.2007 13:44 United nældi í efnilegan framherja Manchester United hafði í gærkvöld betur í kapphlaupi við Chelsea og Liverpool þegar félagið nældi í framherjann efnilega John Cofie frá Burnley. Cofie er aðeins 14 ára gamall, en sagt er að Burnley hafi neitað 250 þúsund punda tilboði Liverpool í leikmanninn í vikunni. 10.11.2007 12:57 Þrír leikir í enska í dag Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og hefjast leikar í grannaslagnum í norðri þar sem Sunderland tekur á móti Newcastle. Leikurinn hefst klukkan 12:45 og er sýndur beint á Sýn 2. 10.11.2007 12:29 Besta byrjun Boston í 20 ár Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston Celtics vann fjórða leik sinn í röð í upphafi leiktíðar og hefur ekki byrjað betur í 20 ár. Þá fór Steve Nash á kostum og tryggði Phoenix góðan útisigur á Miami sem enn hefur ekki unnið leik. 10.11.2007 11:53 Keflvíkingar enn ósigraðir Keflavík vann KR í kvöld í Iceland Express-deild karla eftir öfluga frammistöðu í síðari hálfleik. 9.11.2007 19:49 Enska bikarkeppnin komin af stað Fyrsta umferð ensku bikarkeppninnar hófst í kvöld með leik Hereford United og Leeds United. Liðin skildu jöfn, 0-0, og þurfa því að mætast á nýjan leik. 9.11.2007 22:02 Heiðmar með átta mörk Þrír leikir fóru fram í efstu tveimur deildunum í þýska handboltanum í dag. Heiðmar Felixson skoraði átta mörk fyrir Hannover-Burgdorf í kvöld. 9.11.2007 21:48 FH vann toppslaginn í 1. deildinni Toppliðin í 1. deild karla í handbolta, FH og ÍR, mættust í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn fóru með sigur af hólmi, 32-27. 9.11.2007 21:33 Terry frá í tvær vikur í viðbót John Terry verður að sögn Avram Grant frá í tvær vikur í viðbót en hann jafnar sig nú á hnéuppskurði. 9.11.2007 19:17 Vigfús Arnar til Leiknis Vigfús Arnar Jósepsson hefur gengið í raðir Leiknismanna frá KR. Hann er ekki ókunnugur Leikni þar sem hann hefur í þrígang verið lánaður þangað frá KR. 9.11.2007 18:56 Sigurður Eggertsson í Val Sigurður Eggertsson samdi í dag við Valsmenn eftir skamma dvöl hjá Skanderborg í Danmörku. 9.11.2007 18:00 Birgir Leifur í fyrsta sæti Birgir Leifur Hafþórsson er í fyrsta sæti á annars stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á næsta ári fyrir lokahringinn sem fer fram á morgun. 9.11.2007 17:26 Þessi leikur hefur allt til að bera Sjöttu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Stórleikur umferðarinnar verður í Keflavík þar sem ósigraðir heimamenn taka á móti Íslandsmeisturum KR. Þá mætast botnlið Þórs og Hamars á Akureyri. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. 9.11.2007 16:14 Rooney frá keppni í mánuð Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United getur ekki leikið með liðinu næstu fjórar vikurnar eða svo eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu með liðinu í dag. 9.11.2007 15:45 Stoudemire ætlar að spila í kvöld Leikur Miami Heat og Phoenix Suns verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Miðherjinn Amare Stoudemire snýr aftur með liði Phoenix eftir meiðsli og Miami reynir að afstýra tapi í 18. leiknum í röð í öllum keppnum. 9.11.2007 15:28 Skrautlegur eigandi Newcastle Eigandi Newcastle ætlar að mæta á grannaslag liðsins gegn Sunderland á útivelli á morgun eins og flesta leiki liðsins. Hann verður þó ekki í heiðursstúkunni eins og venja er með eigendur, heldur verður hann í stúkunni með stuðningsmönnum Newcastle. 9.11.2007 14:59 Gazza undir hnífinn Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne er á leið í aðgerð eftir að hafa klárað á sér hægri mjöðmina í góðgerðaleik á dögunum. 9.11.2007 14:31 Adriano verður lánaður í janúar Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan verður að öllum líkindum lánaður frá liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann hefur alls ekki náð sér á strik með liðinu undanfarið og þjáist af þunglyndi. 9.11.2007 14:00 Aragones velur hóp Spánverja Luis Aragones landsliðsþjálfari Spánverja hefur valið hópinn sem mætir Svíum og Norður-Írum í lokaleikjunum í undankeppni EM. Spánverjum dugar að vinna sigur í öðrum leiknum til að tryggja sér sæti á EM. 9.11.2007 13:52 Nei, nei, ekki um jólin Manchester United hefur neitað sjónvarpsstöðinni Setana að spila leik sinn við Everton í ensku úrvalsdeildinni á aðfangadagskvöld. Leikurinn fer þess í stað fram á hádegi á Þorláksmessu. 9.11.2007 13:17 Yfir 200 milljónir horfa í kvöld Fastlega er gert ráð fyrir að yfir 200 milljónir Kínverja muni í nótt fylgjast með leik Houston og Milwaukee í NBA deildinni þar sem tvær helstu körfuboltastjörnur landsins leiða saman hesta sína. 9.11.2007 13:08 Beckham í enska landsliðshópnum Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga hefur valið hóp sinn sem mætir Austurríki í vináttuleik og svo Króötum í lokaleik sínum í undankeppni EM. 9.11.2007 12:51 Mourinho í handalögmálum við 12 ára dreng Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho slapp með viðvörun eftir að hann lenti í handalögmálum við 12 ára gamlan dreng í Portúgal. 9.11.2007 11:24 Fulham er besta liðið í úrvalsdeildinni í fyrri hálfleik Lawrie Sanchez og lærisveinar hans í Fulham eru aðeins fjórum stigum frá fallsvæðinu í úrvalsdeildinni og allir hjá liðinu eru sammála um að laga þurfi hugarfarið í herbúðum liðsins. 9.11.2007 11:02 Richards ætlaði að taka nærbuxnafagnið með Ireland Enski landsliðsmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City segist vonsvikinn með þau neikvæðu viðbrögð sem ofurmennisnærbuxur Stephen Ireland fengu í vikunni. Ireland fagnaði sigurmarki sínu gegn Sunderland með því að leysa niður um sig stuttbuxurnar og sýna súpermannnærfötin sín. 9.11.2007 10:36 Ekki reka McClaren Terry Venables, aðstoðarmaður Steve McClaren hjá enska landsliðinu, segir að það yrðu mistök að reka McClaren úr starfi jafnvel þó liðið næði ekki að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. 9.11.2007 10:22 Gullit ráðinn þjálfari LA Galaxy Eins og fram kom hér á Vísi í gær reyndist sá orðrómur réttur að Hollendingurinn Ruud Gullit væri að taka við liði David Beckham í Bandaríkjunum. Gullit hefur skrifað undir þriggja ára samning við LA Galaxy skv bandarískum miðlum. 9.11.2007 10:10 Sjá næstu 50 fréttir
Cotto sigraði á stigum Miguel Cotto vann sinn stærsta sigur á ferlinum í nótt þegar hann hafði betur gegn Shane Mosley á stigum í bardaga þeirra um WBA beltið í veltivigt sem fram fór í New York. Bardaginn var sýndur beint á Sýn. 11.11.2007 12:18
Toronto burstaði Chicago Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. 11.11.2007 11:44
Fulham hékk í Liverpool í 80 mínútur Rafa Benitez tefldi fram óbreyttu liði í fyrsta skipti í meira en ár í kvöld þegar lið hans lagði Fulham 2-0 í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Varamaðurinn Fernando Torres braut ísinn á 81. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak og Steven Gerrard innsiglaði sigurinn með marki úr loðinni vítaspyrnu sem dæmd var í lokin. 10.11.2007 19:17
Róbert skoraði níu mörk Róbert Gunnarsson var markahæstur í liði Gummersbach í dag þegar það gerði 35-35 jafntefli á útivelli við Veszprém frá Ungverjalandi í Meistaradeild Evrópu. Gummersbach er á toppi riðilsins með 7 stig, Veszprém 4, Celje 3 stig og Valur ekkert á botninum en Valur og Celje eiga leik til góða á morgun. 10.11.2007 19:03
Fram burstaði ÍBV Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. Fram burstaði ÍBV 38-26 á heimavelli og KA og Afturelding skildu jöfn á Akureyri 26-26. HK, Stjarnan, Fram og Haukar hafa 11 stig í efstu sætum deildarinnar en ÍBV situr á botninum án stiga. 10.11.2007 18:57
Meistararnir færðu Bayern fyrsta tapið Bayern Munchen tapaði í dag sínum fyrsta leik á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lá 3-1 fyrir meisturum Stuttgart. 10.11.2007 18:31
West Ham valtaði yfir arfaslakt lið Derby Lee Bowyer skoraði tvívegis þegar Íslendingalið West Ham burstaði hörmulegt lið Derby 5-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Derby hefur ekki skoraði mark í 521 mínútu og virðist lítið hafa lítið erindi í deild þeirra bestu á Englandi. 10.11.2007 17:08
Armréttur og Allardyce hjá Guðna á morgun Það verður mikið um að vera í þættinum 4-4-2 með Guðna Bergs og Heimi Karls á Sýn 2 á morgun. Þar þarf Guðni Bergsson að standa við gefið loforð og tekur svo símaviðtal við Sam Allardyce, stjóra Newcastle. 10.11.2007 16:55
Grótta sigraði fyrir norðan Tveimur leikjum er lokið í N-1 deild kvenna í handbolta í dag. Grótta og Fylkir unnu þar góða útisigra á Akureyri og HK. Grótta lagði Akureyri 25-18 og Fylkir gerði góða ferð í Digranesið og sigraði HK 31-27. 10.11.2007 16:42
Góður síðari hálfleikur tryggði Lemgo sigur Lemgo skaust í dag upp í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Essen á útivelli 39-31 eftir að staðan hafði verið jöfn 18-18 í hálfleik. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla. 10.11.2007 16:25
Birgir Leifur sigraði á Spáni Birgir Leifur Hafþórsson kórónaði frábæran leik sinn á úrtökumótinu á Acos Gardens með því að leika lokahringinn á þremur höggum undir pari og tryggja sér sigur á mótinu. 10.11.2007 16:15
Guðmundur framlengir við Keflavík Guðmundur Steinarsson er búinn að framlengja samning sinn við knattspyrnudeild Keflavíkur um tvö ár. Guðmundur er 28 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Keflavíkur síðustu ár, en átti við meiðsli að stríða á síðustu leiktíð. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta í dag. 10.11.2007 15:57
Yi á eftir að verða betri en ég Kínverski risinn Yao Ming hjá Houston átti skínandi leik í nótt þegar 200 milljónir Kínverja fylgdust með liðinu sigra Milwaukee í sjónvarpi. Yao hefur tröllatrú á hinum 19 ára gamla landa sínum Yi Jianlian hjá Milwaukke. 10.11.2007 15:50
Mosley lofar flugeldasýningu í kvöld Von er á fjörugum bardaga í nótt þegar hinn ósigraði Miguel Cotto frá Portó Ríkó tekur á móti goðsögninni Shane "Sykurpúða" Mosley í veltivigt hnefaleika. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan eitt í nótt. 10.11.2007 15:11
Leikmenn Tottenham fá barnamat Juande Ramos er strax farinn að setja sinn stimpil á umgjörðina hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann er nú að tryggja sér aðstoð vísindamanns frá Sevilla sem ætlað er að hressa upp á mataræði leikmanna. 10.11.2007 14:55
Jafnt í grannaslagnum Sunderland og Newcastle skildu jöfn 1-1 í grannaslag sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var mjög fjörlegur og harður eins og venja er þegar þessi lið eigast við. 10.11.2007 14:39
Fabregas hefur enga veikleika Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur nú ýtt undir orðróm um áhuga félagsins á Spánverjanum Cesc Fabregas hjá Arsenal. Rijkaard segir hinn unga miðjumann ekki hafa neina augljósa veikleika sem leikmaður. 10.11.2007 14:12
Enginn öruggur með sæti sitt þrátt fyrir 8-0 sigur Rafa Benitez er ekkert á því að breyta út af skiptistefnu sinni hjá Liverpool þrátt fyrir að lið hans hafi farið hamförum í 8-0 sigrinum í Meistaradeildinni á dögunum. Hann segist alveg eins reikna með breytingum í dag þegar lið hans mætir Fulham. 10.11.2007 14:03
Beckham fær enga sérmeðferð Ruud Gullit, nýráðinn þjálfari LA Galaxy í Bandaríkjunum, segist ekki ætla að veita ofurstjörnunni David Beckham neina sérmeðferð eftir að hann tók við liðinu. 10.11.2007 13:44
United nældi í efnilegan framherja Manchester United hafði í gærkvöld betur í kapphlaupi við Chelsea og Liverpool þegar félagið nældi í framherjann efnilega John Cofie frá Burnley. Cofie er aðeins 14 ára gamall, en sagt er að Burnley hafi neitað 250 þúsund punda tilboði Liverpool í leikmanninn í vikunni. 10.11.2007 12:57
Þrír leikir í enska í dag Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og hefjast leikar í grannaslagnum í norðri þar sem Sunderland tekur á móti Newcastle. Leikurinn hefst klukkan 12:45 og er sýndur beint á Sýn 2. 10.11.2007 12:29
Besta byrjun Boston í 20 ár Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston Celtics vann fjórða leik sinn í röð í upphafi leiktíðar og hefur ekki byrjað betur í 20 ár. Þá fór Steve Nash á kostum og tryggði Phoenix góðan útisigur á Miami sem enn hefur ekki unnið leik. 10.11.2007 11:53
Keflvíkingar enn ósigraðir Keflavík vann KR í kvöld í Iceland Express-deild karla eftir öfluga frammistöðu í síðari hálfleik. 9.11.2007 19:49
Enska bikarkeppnin komin af stað Fyrsta umferð ensku bikarkeppninnar hófst í kvöld með leik Hereford United og Leeds United. Liðin skildu jöfn, 0-0, og þurfa því að mætast á nýjan leik. 9.11.2007 22:02
Heiðmar með átta mörk Þrír leikir fóru fram í efstu tveimur deildunum í þýska handboltanum í dag. Heiðmar Felixson skoraði átta mörk fyrir Hannover-Burgdorf í kvöld. 9.11.2007 21:48
FH vann toppslaginn í 1. deildinni Toppliðin í 1. deild karla í handbolta, FH og ÍR, mættust í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn fóru með sigur af hólmi, 32-27. 9.11.2007 21:33
Terry frá í tvær vikur í viðbót John Terry verður að sögn Avram Grant frá í tvær vikur í viðbót en hann jafnar sig nú á hnéuppskurði. 9.11.2007 19:17
Vigfús Arnar til Leiknis Vigfús Arnar Jósepsson hefur gengið í raðir Leiknismanna frá KR. Hann er ekki ókunnugur Leikni þar sem hann hefur í þrígang verið lánaður þangað frá KR. 9.11.2007 18:56
Sigurður Eggertsson í Val Sigurður Eggertsson samdi í dag við Valsmenn eftir skamma dvöl hjá Skanderborg í Danmörku. 9.11.2007 18:00
Birgir Leifur í fyrsta sæti Birgir Leifur Hafþórsson er í fyrsta sæti á annars stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á næsta ári fyrir lokahringinn sem fer fram á morgun. 9.11.2007 17:26
Þessi leikur hefur allt til að bera Sjöttu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Stórleikur umferðarinnar verður í Keflavík þar sem ósigraðir heimamenn taka á móti Íslandsmeisturum KR. Þá mætast botnlið Þórs og Hamars á Akureyri. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. 9.11.2007 16:14
Rooney frá keppni í mánuð Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United getur ekki leikið með liðinu næstu fjórar vikurnar eða svo eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu með liðinu í dag. 9.11.2007 15:45
Stoudemire ætlar að spila í kvöld Leikur Miami Heat og Phoenix Suns verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Miðherjinn Amare Stoudemire snýr aftur með liði Phoenix eftir meiðsli og Miami reynir að afstýra tapi í 18. leiknum í röð í öllum keppnum. 9.11.2007 15:28
Skrautlegur eigandi Newcastle Eigandi Newcastle ætlar að mæta á grannaslag liðsins gegn Sunderland á útivelli á morgun eins og flesta leiki liðsins. Hann verður þó ekki í heiðursstúkunni eins og venja er með eigendur, heldur verður hann í stúkunni með stuðningsmönnum Newcastle. 9.11.2007 14:59
Gazza undir hnífinn Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne er á leið í aðgerð eftir að hafa klárað á sér hægri mjöðmina í góðgerðaleik á dögunum. 9.11.2007 14:31
Adriano verður lánaður í janúar Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan verður að öllum líkindum lánaður frá liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Hann hefur alls ekki náð sér á strik með liðinu undanfarið og þjáist af þunglyndi. 9.11.2007 14:00
Aragones velur hóp Spánverja Luis Aragones landsliðsþjálfari Spánverja hefur valið hópinn sem mætir Svíum og Norður-Írum í lokaleikjunum í undankeppni EM. Spánverjum dugar að vinna sigur í öðrum leiknum til að tryggja sér sæti á EM. 9.11.2007 13:52
Nei, nei, ekki um jólin Manchester United hefur neitað sjónvarpsstöðinni Setana að spila leik sinn við Everton í ensku úrvalsdeildinni á aðfangadagskvöld. Leikurinn fer þess í stað fram á hádegi á Þorláksmessu. 9.11.2007 13:17
Yfir 200 milljónir horfa í kvöld Fastlega er gert ráð fyrir að yfir 200 milljónir Kínverja muni í nótt fylgjast með leik Houston og Milwaukee í NBA deildinni þar sem tvær helstu körfuboltastjörnur landsins leiða saman hesta sína. 9.11.2007 13:08
Beckham í enska landsliðshópnum Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga hefur valið hóp sinn sem mætir Austurríki í vináttuleik og svo Króötum í lokaleik sínum í undankeppni EM. 9.11.2007 12:51
Mourinho í handalögmálum við 12 ára dreng Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho slapp með viðvörun eftir að hann lenti í handalögmálum við 12 ára gamlan dreng í Portúgal. 9.11.2007 11:24
Fulham er besta liðið í úrvalsdeildinni í fyrri hálfleik Lawrie Sanchez og lærisveinar hans í Fulham eru aðeins fjórum stigum frá fallsvæðinu í úrvalsdeildinni og allir hjá liðinu eru sammála um að laga þurfi hugarfarið í herbúðum liðsins. 9.11.2007 11:02
Richards ætlaði að taka nærbuxnafagnið með Ireland Enski landsliðsmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City segist vonsvikinn með þau neikvæðu viðbrögð sem ofurmennisnærbuxur Stephen Ireland fengu í vikunni. Ireland fagnaði sigurmarki sínu gegn Sunderland með því að leysa niður um sig stuttbuxurnar og sýna súpermannnærfötin sín. 9.11.2007 10:36
Ekki reka McClaren Terry Venables, aðstoðarmaður Steve McClaren hjá enska landsliðinu, segir að það yrðu mistök að reka McClaren úr starfi jafnvel þó liðið næði ekki að tryggja sér sæti á EM næsta sumar. 9.11.2007 10:22
Gullit ráðinn þjálfari LA Galaxy Eins og fram kom hér á Vísi í gær reyndist sá orðrómur réttur að Hollendingurinn Ruud Gullit væri að taka við liði David Beckham í Bandaríkjunum. Gullit hefur skrifað undir þriggja ára samning við LA Galaxy skv bandarískum miðlum. 9.11.2007 10:10