Fleiri fréttir

Gullit sagður hafa tekið við LA Galaxy

Hollenska fréttastofan NOS segir að Ruud Gullit sé búinn að ganga frá þriggja ára samningi við LA Galaxy um að taka að sér knattspyrnustjórn liðsins.

Stjarnan aftur á toppinn

Stjarnan vann nauman sigur á Val, 18-17, í N1-deild kvenna í kvöld. Florentina Grecu fór hamförum í marki Stjörnunnar og varði 28 skot.

Öruggt hjá Ciudad Real

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad unnu í kvöld sautján marka sigur á Zagliebie Lubin í Póllandi, 37-20.

Ætlum ekki að liggja í vörn

Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og verður viðureign Bayern Munchen og Bolton sýnd beint á Sýn klukkan 18:55. Þjálfarar liðanna hafa lagt línurnar fyrir einvígið í Munchen.

Birgir Leifur á meðal efstu manna

Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á úrtökumótinu á Spáni á 68 höggum í dag, fjórum undir pari. Birgir lék á pari í gær og er á meðal allra efstu manna á mótinu. Nítján efstu kylfingarnir á mótinu komast á lokaúrtökumótið fyrir Evróputúrinn í næstu viku.

Grindvíkingar styðja gott málefni

Fimm leikir verða á dagskrá í Iceland Express deildum karla og kvenna í körfubolta í kvöld. Þar af eru fjórir leikir í karlaflokki og einn í kvennaflokki.

Renault sakað um að njósna um njósnara

Forráðamönnum Renault liðsins í Formúlu 1 hefur verið gert að mæta fyrir Alþjóða Bílasambandið og svara þar fyrir ásakanir sem komnar eru fram á hendur liðinu. Það er grunað um að hafa undir höndum trúnaðarupplýsingar frá liði McLaren sem sjálft var sektað um 100 milljónir dollara fyrir svipað brot í sumar.

Gullit að taka við Beckham og félögum?

Þær sögusagnir ganga nú fjöllunum hærra á Englandi og í Bandaríkjunum að Ruud Gullit sé að taka við liði LA Galaxy í Bandaríkjunum. Forráðamenn félagsins hafa ekki fengist til að staðfesta þetta enn sem komið er, en þeir ráku þjálfara liðsins fyrir nokkrum dögum.

KR kynnir nýja leikmenn

Það var mikið að gera í herbúðum KR í hádeginu þar sem félagið samdi við þrjá nýja leikmenn og framlengdi samninga við fjóra til viðbótar.

Höfuðstöðvar McLaren rannsakaðar

Teymi sjálfstæðra tæknisérfræðinga hefur nú heimsótt höfuðstöðvar McLaren liðsins í Formúlu 1 á Englandi þar sem því var gert að fara yfir hönnun liðsins fyrir næsta tímabil.

Ég er enn mesti fanturinn í deildinni

Miðherjinn Shaquille O´Neal hefur ekki riðið feitum hesti frá fyrstu leikjum sínum með Miami í NBA það sem af er leiktíðinni. Liðið tapar hverjum leiknum á fætur öðrum og tröllið virðist ekki geta borið liðið á herðum sér án Dwyane Wade sem er meiddur.

Skotglaður Durant

Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics í NBA deildinni er ekki hræddur við að taka skotin í fyrstu leikjum sínum meðal þeirra bestu. Skotgleði hans er sú næst mesta hjá nýliða í NBA í 30 ár.

Strazdas bestur í umferðum 1-7

Handknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag úrvalslið umferða 1-7 í N-1 deild karla í handbolta. Það var Agustas Strazdas hjá HK sem var valinn besti leikmaður umferðanna.

Vidic semur við United

Serbneski landsliðsmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir út leiktíðina 2012. Varnarmaðurinn gekk í raðir United á jóladag 2005 og er orðinn einn mikilvægasti hlekkurinn í liðinu eftir frekar erfiða byrjun.

Hjálpaðu okkur, Yossi

Þeir Peter Crouch og Steven Gerrard hafa beðið félaga sinn Yossi Benayoun hjá Liverpool um að gera sitt besta til að hjálpa Ísraelum að leggja Rússa að velli á heimavelli þann 17. nóvember.

Meistaradeildin er hundleiðinleg

Harry Redknapp er ekki bara góður knattspyrnustjóri, heldur skrifar hann frábæra pistla fyrir enska blaðið Daily Mail. Hann er langt frá því að vera hræddur við að tjá skoðanir sínar og segir Meistaradeildina vera leiðinlega í nýjasta pistli sínum.

Cech missir af næstu leikjum Chelsea

Nú hefur verið staðfest að markvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea verði frá keppni allt að einn mánuð eftir að hann reif vöðva á kálfa í leiknum gegn Schalke í vikunni. Staðfest hefur verið að hann missi af leiknum við Everton um helgina en þó ber breskum miðlum ekki alveg saman um það hve alvarleg meiðsli hans eru.

Segja Kaka fá gullknöttinn

Ítalskir fjölmiðlar fullyrða í dag að þeir hafi öruggar heimildir fyrir því að Brasilíumaðurinn Kaka hjá AC Milan verði sæmdur gullknettinum þetta árið. Það er hið virta tímarit France Football sem veitir þessi eftirsóttu verðlaun ár hvert.

Pele kemur McClaren til varnar

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að það sé ekki bara landsliðsþjálfaranum Steve McClaren að kenna ef enska landsliðið nær ekki að tryggja sér sæti á EM á næsta ári.

Reikna með metáhorfi í Kína annað kvöld

Segja má að sannkallað NBA æði gangi nú yfir Kína. Yfir 100 milljónir manna sáu leik Milwaukee og Chicago í landinu um síðustu helgi og þeir verða væntanlega enn fleiri annað kvöld.

Stjörnuleikurinn verður í Phoenix árið 2009

Nú hefur verið staðfest að hinn árlegi stjörnuleikur í NBA deildinni fari fram í Phoenix árið 2009. Leikurinn fór síðast fram í borginni árið 1995 þegar stórskyttan Mitch Richmond var valinn verðmætasti leikmaðurinn í stórsigri vesturliðsins. Stjörnuleikurinn 2008 verður haldinn í New Orleans í febrúar.

Við söknum John Terry

Miðjumaðurinn Michael Essien hjá Chelsea segir liðið sakna John Terry sárlega í varnarleiknum þó liðið hafi ekki fengið á sig mark í sex leikjum í röð.

Wenger var sáttur við stigið

Arsene Wenger var ekki sérlega hrifinn af leik sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í gær en sagðist fyrst og fremst sáttur við að vera kominn áfram í keppninni.

Binya sér eftir tæklingunni ljótu

Agustin Binya hjá Benfica segist sjá mikið eftir ljótri tæklingu sinni á Scott Brown hjá Celtic í leik liðanna í fyrrakvöld. Brown þurfti að fara meiddur af velli eftir árásina og Binya fékk að líta beint rautt spjald fyrir verknaðinn.

Ferguson vill ná toppsætinu

Sir Alex Ferguson segir takmark Manchester United nú vera að ná efsta sætinu í F-riðli Meistaradeildarinnar eftir að liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum með 4-0 sigri á Dynamo Kiev í gær.

Berbatov: Ég fer hvergi

Framherjinn Dimitar Berbatov hjá Tottenham hefur nú ávarpað stuðningsmenn liðsins á heimasíðu félagsins og segist ekki ætla að fara frá Tottenham þrátt fyrir fréttaflutning undanfarna daga.

Boston valtaði yfir Denver

Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir.

Haukasigur í framlengingu

Haukar unnu tveggja stiga sigur á Grindavík, 88-90, í æsispennandi framlengdum leik í Grindavík í gær. Joanna Skiba fékk tækifæri til þess að tryggja Grindavík sigur á vítalínunni fimm sekúndum fyrir leikslok en klikkaði á báðum vítum sínum og það varð að framlengja.

Emil spilaði vel í nýrri stöðu á vellinum

Ítalska liðið Reggina, sem Emil Hallfreðsson spilar með, stóð í stórræðum fyrir ekki margt löngu þegar knattspyrnustjórinn Massimo Ficcadenti var rekinn eftir að liðinu mistókst að vinna einn einasta leik af fyrstu tíu leikjunum í Serie A.

GOG í þriðja sætið

GOG Svendborg vann í kvöld sigur á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta, 31-26.

Jóhannes: Mér var harkalega refsað

Jóhannes Þór Harðarson segir að sér hafi verið ansi harkalega refsað af fyrrverandi þjálfara Start, Benny Lennartsson, nú í haust.

Ármann Smári á bekknum á morgun

Ármann Smári Björnsson er með hálsbólgu og verður því ekki í byrjunarliði Brann sem mætir Rennes í UEFA-bikarkeppninni á morgun.

Kristján Örn áfram í Brann

Kristján Örn Sigurðsson segist vera ánægður í Brann og sér enga ástæðu fyrir því að fara annað.

Cudicini er besti varamarkvörðurinn

Hætt er að fari nú um stuðningsmenn Chelsea sem standa frammi fyrir því að verða jafnvel án bæði John Terry og Petr Cech þegar liðið mætir Everton á sunnudaginn. Síðast þegar þeir félagar voru frá á sama tíma, hrundi leikur liðsins eins og spilaborg.

Lahm vill fara til Barcelona

Þýski landsliðsmaðurinn Philipp Lahm hjá Bayern Munchen lét þau orð falla í viðtali við Bild í dag að hann hefði áhuga á að fara til Barcelona. Þessi 23 ára gamli bakvörður hefur verið hjá Bayern í tvö ár og sló í gegn með landsliðinu á HM í fyrrasumar.

Sjá næstu 50 fréttir