Fleiri fréttir Gunnar: Mjög líklegt að ég fari í stærri keppnir Gunnar Nelson segir töluverðar líkur á því að hann reyni að taka þátt í sterkari mótum. Þetta kom fram í viðtali við hann í kvöldfréttum á Stöð 2 þar sem sýnt var frá bardaga hans í gærkvöld. 26.2.2012 22:00 Stjörnuleikur NBA í beinni á Stöð 2 sport | útsending hefst á miðnætti Stjörnuleikur NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Útsending hefst á miðnætti. Úrvalslið Vesturdeildar og Austurdeildar eigast við í þessum árlega leik sem fer fram að þessu sinni í Orlando. 26.2.2012 23:00 Mahan tryggði sér sigur á Heimsmótinu í holukeppni Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði Norður-Írann Rory McIlroy í úrslitum Heimsmótsins í holukeppni í golfi. Mahan tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hann hafði tveggja holu forskot á McIlroy. 26.2.2012 22:38 Liverpool fagnaði sigri á Wembley | myndasyrpa Liverpool hafði betur gegn Cardiff í æsispennandi úrslitaleik deildabikarkeppninnar í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og bæði liðin skoruðu mark í framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem að Liverpool hafði betur. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum Liverpool í leikslok og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta frá leiknum. 26.2.2012 21:00 Lakers bauð Bynum fyrir Howard Peter Vecsey blaðamaður á New York Post segist hafa heimildir fyrir því að Los Angeles Lakers hafi boðið miðherjan Andrew Bynum í skiptum fyrir miðherjan Dwight Howard hjá Orlando Magic en Magic hafi hafnað því og óskað eftir bæði Bynum og Pau Gasol í skiptum fyrir besta varnarmann deildarinnar undanfarin tímabil. 26.2.2012 21:00 Stórkostlegt sigurmark Messi gegn Atletico Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. 26.2.2012 20:00 Magdeburg sigraði botnliðið | Björgvin með góða innkomu Björgvin Páll Gústavsson lék seinni hálfleikinn þegar Magdeburg sigraði botnlið Eintracht Hildesheim 36-25 í dag. Magdeburg var aðeins einu marki yfir í hálfleik 17-16. Á sama tíma náði Melsungen jafntefli gegn Flensburg-Handewitt 32-32. 26.2.2012 19:15 Kuyt: Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom til Liverpool Hollendingurinn Dirk Kuyt var í skýjunum með sinn fyrsta titil hjá félaginu. Kuyt skoraði í framlengingu auk þess að nýta sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni í dramatískum sigri Liverpool 26.2.2012 19:06 Liverpool deildabikarmeistari eftir vítakeppni Liverpool tryggði sér deildabikarmeistaratitilinn með því að leggja Cardiff af velli í vítaspyrnukeppni. Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og enn var jafnt, 2-2, að lokinni framlengingu. Liverpool skoraði úr þremur af fimm vítum sínum á meðan Cardiff nýtti aðeins tvö og því var það Liverpool sem fagnaði í leikslok. 26.2.2012 18:57 Klose og Di Natele skoruðu | Enn tapar Inter Lazio og Udinese unnu bæði leiki sína í ítalska boltanum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig í 3. og 4. sæti deildarinnar í humátt á eftir AC Milan og Juventus sem verma toppsætin. 26.2.2012 21:36 Sjöundi sigur Dortmund í röð Robert Lewandowski skoraði tvisvar fyrir Dortmund sem lagði Hannover 96 í þýska boltanum í dag. Með sigrinum náði Dortmund fjögurra stiga forskoti á Bayern München sem lagði Schalke af velli fyrr í dag. 26.2.2012 20:49 Hvorki Rooney né Cleverley með Englandi gegn Hollandi Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur staðfest að hvorki Wayne Rooney né Tom Cleverley leikmenn leikmenn Manchester United verði með Englandi í vináttulandsleik gegn Hollandi á miðvikudaginn vegna meiðsla. 26.2.2012 20:30 Trausti í þriðja sæti í Danmörku | Nálægt sínu besta Trausti Stefánsson, hlaupari úr FH, hafnaði í þriðja sæti í 400 metra hlaupi á danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. Trausti hljóp á 48.27 sekúndum og var nálægt sínu besta. 26.2.2012 18:30 Jóhanna og Árni að gera það gott Sundmennirnir Erla Dögg Haraldsdóttir, Birkir Már Jónsson, Árni Már Árnason og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir kepptu í deildarkeppnum með háskólum sínum í Bandaríkjunum nú um helgina þar sem Árni Már og Jóhanna Gerða fóru mikinn. 26.2.2012 18:30 Wenger: Allt fullkomið þrátt fyrir hræðilega byrjun Arsene Wenger var í skýjunum með endurkomu sinna manna gegn Tottenham í dag. Liðið lenti tveimur mörkum undir snemma leiks en sneri við blaðinu með fimm mörkum í röð. 26.2.2012 18:18 Kiel vann riðilinn á jafntefli í Danmörku AG Kaupmannahöfn og Kiel gerðu 24-24 jafntefli í lokaleik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í dag. Kiel vann þar með D-riðilinn með 16 stig, stigi meira en AG og fær lið sem hafnaði í fjórða sæti í riðlum A, B eða C á meðan AG þarf að mæta liði sem hafnaði í þriðja sæti. 26.2.2012 18:07 Ferguson: Norwich átti stig skilið í dag Sir Alex Ferguson var hæstánægður með sigur sinna manna á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann viðurkenndi þó að heimamenn hefðu átt skilið stig. 26.2.2012 18:05 Bæjarar með öruggan sigur á Schalke | Ribery með bæði Bayern München andar ofan í hálsmálið á Borussia Dortmund í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Bæjarar unnu þægilegan 2-0 sigur á Schalke í stórleik dagsins. Frank Ribery skoraði bæði mörk liðsins. 26.2.2012 16:22 Gunnar: Hann var fljótur að stífna upp | Myndasyrpa frá bardaganum Gunnar Nelson fór létt með Alexander Butenko í bardaga þeirra í Dublin í gærkvöld. Gunnar kom afslappaður til leiks og hafði yfirburði gegn Úkraínumanninum frá upphafi. Áður en fyrsta lotan var liðin var bardaganum lokið. 26.2.2012 16:00 Love sigraði þriggja stiga skotkeppnina Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuliðshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. 26.2.2012 15:00 Jeremy Evans vann troðslukeppnina Jeremy Evans stóð uppi sem sigurvegari í árlegri troðslukeppni NBA-deildarinnar í tengslum við Stjörnuleikshelgina vestanhafs. Evans er fyrsti leikmaður Utah Jazz sem vinnur keppnina. 26.2.2012 14:00 Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal gegn Spurs Arsenal vann magnaðan 5-2 heimasigur á Tottenham í Lundúnarslagnum í dag. Gestirnir komust tveimur mörkum yfir snemma leiks og útlitið svart hjá lærisveinum Arsene Wenger. Þeir jöfnuðu hins vegar fyrir hlé og slátruðu gestunum í síðari hálfleik. 26.2.2012 13:00 Íslendingar á bekknum eða í tapliðum í Belgíu Alfreð Finnbogason og Jón Guðni Fjóluson vermdu bekkinn þegar Lokeren og Beerschot lögðu andstæðinga sína af velli í belgíska boltanum í gær. Ólafur Ingi Skúlason og Stefán Gíslason voru í byrjunarliðum Zulte Waregem og Leuven sem töpuðu sínum leikjum. 26.2.2012 12:30 Kipyego fyrstur í mark | Vonbrigði hjá Gebrselassie Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. 26.2.2012 11:45 McIlroy mætir Westwood í undanúrslitum á Heimsmótinu Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. 26.2.2012 11:00 Ármann batt enda á 15 ára sigurgöngu Gerplu í frjálsum æfingum Lið Gerplu voru sigursæl á Bikarmóti Fimleikasambands Íslands í Versölum í Kópavogi í gær. Ármann batt enda á 15 ára sigurgöngu Gerplu í frjálsum æfingum karla. 26.2.2012 10:00 Ólafía Þórunn íþróttamaður vikunnar hjá Wake Forest háskólanum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, var valinn íþróttamaður vikunnar við Wake Forest háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. 26.2.2012 09:00 Zaccheroni valdi ellefu leikmenn sem spila í Evrópu Alberto Zaccheroni, landsliðsþjálfari Japan, valdi ellefu leikmenn frá evrópskum félögum í landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Úsbekistan í næstu viku. Japan lagði Ísland af velli í vináttulandsleik í gær 3-1. 26.2.2012 07:00 Gerrard: Síðasti úrslitaleikur var martröð Steven Gerrard mun fara fyrir Liverpool sem mætir Cardiff í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley í dag. Gerrard skoraði sjálfsmark síðast þegar liðið lék til úrslita og leikurinn tapaðist. 26.2.2012 06:00 Ronaldo með eina markið í sigri Real Madrid Portúgalinn Cristiano Ronaldo var enn einu sinni hetja Real Madrid sem vann 1-0 útisigur á grönnum sínum í Rayo Vallecano í dag. 26.2.2012 00:01 Tvö skallamörk tryggðu Stoke sigur á Swansea Stoke vann 2-0 sigur á Swansea í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn með Swansea. 26.2.2012 00:01 United fylgir City eins og skugginn Manchester United sigraði Norwich 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ryan Giggs tryggði Manchester United sigurinn með marki í uppbótartíma. 26.2.2012 00:01 Gunnar kláraði Butenko í fyrstu lotu Það tók Gunnar Nelson aðeins fjóra og hálfa mínútu að leggja Alexander Butenko af velli. Gunnar hafði Butenko með armlás strax í fyrstu lotu. 25.2.2012 22:35 Gebrselassie klár í slaginn í Tókíó Hlaupagoðsögnin Haile Gebrselassie er klár í slaginn fyrir Tókíó-maraþonið sem fram fer á morgun. Flestir af bestu maraþonhlaupurum heims eru mættir og veðurspá eins og hún gerist best. 25.2.2012 21:00 AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25.2.2012 17:23 Man City með yfirburði gegn Blackburn Manchester City lagði Blackburn af velli í síðdegisleiknum í enska boltanum í dag. Mario Balotelli, Sergio Aguero og Edin Dzeko voru allir á skotskónum í 3-0 sigri heimamanna. 25.2.2012 00:01 Fallegasta mark ársins? Pólverjinn Marek Zienczuk skoraði stórkostlegt mark úr aukaspyrnu í 3-0 sigri Ruch Chorzow á Lech Poznan í pólsku deildinni á föstudagskvöldið. 25.2.2012 23:00 Kristinn langt frá sínu besta | Þreyttur eftir mikið álag Kristinn Torfason, langstökkvari úr FH, var langt frá sínu besta á danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag. Kristinn stökk lengst 6,90 metra í sinni fyrstu tilraun. 25.2.2012 20:30 Keflavík lagði Stjörnuna (sjáið mörkin) | Skaginn sigraði ÍBV Keflvíkingar lögðu Stjörnuna af velli 3-2 í Reykjaneshöll í dag. Þá unnu Skagamenn góðan sigur á ÍBV á Akranesi og Breiðablik rúllaði upp BÍ/Bolungarvík. Leikið var í öllum riðlum keppninnar í dag. 25.2.2012 20:30 Irving bestur í leik hinna rísandi stjarna Ungar stjörnur NBA körfuboltans mættust í Orlando í nótt en leikurinn er hluti af hinni árlegu Stjörnuleikshelginni. Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers, var valinn maður leiksins. 25.2.2012 20:00 Haukar bikarmeistarar árið 2012 | Myndasyrpa úr Laugardalshöll Haukar urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik karla eftir öruggan átta marka sigur á Fram. Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi og áttu Framarar engin svör. 25.2.2012 18:18 Þórir og félagar áfram í Meistaradeildinni | Upp fyrir Füchse Berlín Þórir Ólafsson og félagar hans í pólska liðinu Kielce eru komnir í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn Medvedi frá Rússlandi 26-26. 25.2.2012 17:48 Lambert með þrennu og Southampton í toppsætið Rickie Lambert var hetja Southampton þegar liðið vann 3-0 útisigur á Watford í Championship-deildinni í dag. Með sigrinum komust Dýrlingarnir í toppsæti deildarinnar á kostnað West Ham sem gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace fyrr í dag. 25.2.2012 17:13 Kári spilaði allan leikinn í jafntefli Aberdeen Landsliðsmaðurinn Kári Árnason spilaði allan leikinn með Aberdeen sem gerði 1-1 jafntefli við St. Mirren á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í dag. 25.2.2012 16:30 Valskonur höfðu betur gegn Eyjakonum | Myndasyrpa úr Laugardalshöll Valskonur urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik þegar þær lögðu Eyjakonur að velli 18-27. Sigur Valskvenna var öruggur og langþráður en liðið hafði ekki unnið bikarinn í tólf ár. 25.2.2012 16:11 Sjá næstu 50 fréttir
Gunnar: Mjög líklegt að ég fari í stærri keppnir Gunnar Nelson segir töluverðar líkur á því að hann reyni að taka þátt í sterkari mótum. Þetta kom fram í viðtali við hann í kvöldfréttum á Stöð 2 þar sem sýnt var frá bardaga hans í gærkvöld. 26.2.2012 22:00
Stjörnuleikur NBA í beinni á Stöð 2 sport | útsending hefst á miðnætti Stjörnuleikur NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Útsending hefst á miðnætti. Úrvalslið Vesturdeildar og Austurdeildar eigast við í þessum árlega leik sem fer fram að þessu sinni í Orlando. 26.2.2012 23:00
Mahan tryggði sér sigur á Heimsmótinu í holukeppni Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði Norður-Írann Rory McIlroy í úrslitum Heimsmótsins í holukeppni í golfi. Mahan tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hann hafði tveggja holu forskot á McIlroy. 26.2.2012 22:38
Liverpool fagnaði sigri á Wembley | myndasyrpa Liverpool hafði betur gegn Cardiff í æsispennandi úrslitaleik deildabikarkeppninnar í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og bæði liðin skoruðu mark í framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem að Liverpool hafði betur. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum Liverpool í leikslok og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta frá leiknum. 26.2.2012 21:00
Lakers bauð Bynum fyrir Howard Peter Vecsey blaðamaður á New York Post segist hafa heimildir fyrir því að Los Angeles Lakers hafi boðið miðherjan Andrew Bynum í skiptum fyrir miðherjan Dwight Howard hjá Orlando Magic en Magic hafi hafnað því og óskað eftir bæði Bynum og Pau Gasol í skiptum fyrir besta varnarmann deildarinnar undanfarin tímabil. 26.2.2012 21:00
Stórkostlegt sigurmark Messi gegn Atletico Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. 26.2.2012 20:00
Magdeburg sigraði botnliðið | Björgvin með góða innkomu Björgvin Páll Gústavsson lék seinni hálfleikinn þegar Magdeburg sigraði botnlið Eintracht Hildesheim 36-25 í dag. Magdeburg var aðeins einu marki yfir í hálfleik 17-16. Á sama tíma náði Melsungen jafntefli gegn Flensburg-Handewitt 32-32. 26.2.2012 19:15
Kuyt: Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom til Liverpool Hollendingurinn Dirk Kuyt var í skýjunum með sinn fyrsta titil hjá félaginu. Kuyt skoraði í framlengingu auk þess að nýta sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni í dramatískum sigri Liverpool 26.2.2012 19:06
Liverpool deildabikarmeistari eftir vítakeppni Liverpool tryggði sér deildabikarmeistaratitilinn með því að leggja Cardiff af velli í vítaspyrnukeppni. Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og enn var jafnt, 2-2, að lokinni framlengingu. Liverpool skoraði úr þremur af fimm vítum sínum á meðan Cardiff nýtti aðeins tvö og því var það Liverpool sem fagnaði í leikslok. 26.2.2012 18:57
Klose og Di Natele skoruðu | Enn tapar Inter Lazio og Udinese unnu bæði leiki sína í ítalska boltanum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig í 3. og 4. sæti deildarinnar í humátt á eftir AC Milan og Juventus sem verma toppsætin. 26.2.2012 21:36
Sjöundi sigur Dortmund í röð Robert Lewandowski skoraði tvisvar fyrir Dortmund sem lagði Hannover 96 í þýska boltanum í dag. Með sigrinum náði Dortmund fjögurra stiga forskoti á Bayern München sem lagði Schalke af velli fyrr í dag. 26.2.2012 20:49
Hvorki Rooney né Cleverley með Englandi gegn Hollandi Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur staðfest að hvorki Wayne Rooney né Tom Cleverley leikmenn leikmenn Manchester United verði með Englandi í vináttulandsleik gegn Hollandi á miðvikudaginn vegna meiðsla. 26.2.2012 20:30
Trausti í þriðja sæti í Danmörku | Nálægt sínu besta Trausti Stefánsson, hlaupari úr FH, hafnaði í þriðja sæti í 400 metra hlaupi á danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. Trausti hljóp á 48.27 sekúndum og var nálægt sínu besta. 26.2.2012 18:30
Jóhanna og Árni að gera það gott Sundmennirnir Erla Dögg Haraldsdóttir, Birkir Már Jónsson, Árni Már Árnason og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir kepptu í deildarkeppnum með háskólum sínum í Bandaríkjunum nú um helgina þar sem Árni Már og Jóhanna Gerða fóru mikinn. 26.2.2012 18:30
Wenger: Allt fullkomið þrátt fyrir hræðilega byrjun Arsene Wenger var í skýjunum með endurkomu sinna manna gegn Tottenham í dag. Liðið lenti tveimur mörkum undir snemma leiks en sneri við blaðinu með fimm mörkum í röð. 26.2.2012 18:18
Kiel vann riðilinn á jafntefli í Danmörku AG Kaupmannahöfn og Kiel gerðu 24-24 jafntefli í lokaleik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta í dag. Kiel vann þar með D-riðilinn með 16 stig, stigi meira en AG og fær lið sem hafnaði í fjórða sæti í riðlum A, B eða C á meðan AG þarf að mæta liði sem hafnaði í þriðja sæti. 26.2.2012 18:07
Ferguson: Norwich átti stig skilið í dag Sir Alex Ferguson var hæstánægður með sigur sinna manna á Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann viðurkenndi þó að heimamenn hefðu átt skilið stig. 26.2.2012 18:05
Bæjarar með öruggan sigur á Schalke | Ribery með bæði Bayern München andar ofan í hálsmálið á Borussia Dortmund í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Bæjarar unnu þægilegan 2-0 sigur á Schalke í stórleik dagsins. Frank Ribery skoraði bæði mörk liðsins. 26.2.2012 16:22
Gunnar: Hann var fljótur að stífna upp | Myndasyrpa frá bardaganum Gunnar Nelson fór létt með Alexander Butenko í bardaga þeirra í Dublin í gærkvöld. Gunnar kom afslappaður til leiks og hafði yfirburði gegn Úkraínumanninum frá upphafi. Áður en fyrsta lotan var liðin var bardaganum lokið. 26.2.2012 16:00
Love sigraði þriggja stiga skotkeppnina Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuliðshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum. 26.2.2012 15:00
Jeremy Evans vann troðslukeppnina Jeremy Evans stóð uppi sem sigurvegari í árlegri troðslukeppni NBA-deildarinnar í tengslum við Stjörnuleikshelgina vestanhafs. Evans er fyrsti leikmaður Utah Jazz sem vinnur keppnina. 26.2.2012 14:00
Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal gegn Spurs Arsenal vann magnaðan 5-2 heimasigur á Tottenham í Lundúnarslagnum í dag. Gestirnir komust tveimur mörkum yfir snemma leiks og útlitið svart hjá lærisveinum Arsene Wenger. Þeir jöfnuðu hins vegar fyrir hlé og slátruðu gestunum í síðari hálfleik. 26.2.2012 13:00
Íslendingar á bekknum eða í tapliðum í Belgíu Alfreð Finnbogason og Jón Guðni Fjóluson vermdu bekkinn þegar Lokeren og Beerschot lögðu andstæðinga sína af velli í belgíska boltanum í gær. Ólafur Ingi Skúlason og Stefán Gíslason voru í byrjunarliðum Zulte Waregem og Leuven sem töpuðu sínum leikjum. 26.2.2012 12:30
Kipyego fyrstur í mark | Vonbrigði hjá Gebrselassie Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. 26.2.2012 11:45
McIlroy mætir Westwood í undanúrslitum á Heimsmótinu Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. 26.2.2012 11:00
Ármann batt enda á 15 ára sigurgöngu Gerplu í frjálsum æfingum Lið Gerplu voru sigursæl á Bikarmóti Fimleikasambands Íslands í Versölum í Kópavogi í gær. Ármann batt enda á 15 ára sigurgöngu Gerplu í frjálsum æfingum karla. 26.2.2012 10:00
Ólafía Þórunn íþróttamaður vikunnar hjá Wake Forest háskólanum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, var valinn íþróttamaður vikunnar við Wake Forest háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. 26.2.2012 09:00
Zaccheroni valdi ellefu leikmenn sem spila í Evrópu Alberto Zaccheroni, landsliðsþjálfari Japan, valdi ellefu leikmenn frá evrópskum félögum í landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Úsbekistan í næstu viku. Japan lagði Ísland af velli í vináttulandsleik í gær 3-1. 26.2.2012 07:00
Gerrard: Síðasti úrslitaleikur var martröð Steven Gerrard mun fara fyrir Liverpool sem mætir Cardiff í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley í dag. Gerrard skoraði sjálfsmark síðast þegar liðið lék til úrslita og leikurinn tapaðist. 26.2.2012 06:00
Ronaldo með eina markið í sigri Real Madrid Portúgalinn Cristiano Ronaldo var enn einu sinni hetja Real Madrid sem vann 1-0 útisigur á grönnum sínum í Rayo Vallecano í dag. 26.2.2012 00:01
Tvö skallamörk tryggðu Stoke sigur á Swansea Stoke vann 2-0 sigur á Swansea í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn með Swansea. 26.2.2012 00:01
United fylgir City eins og skugginn Manchester United sigraði Norwich 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ryan Giggs tryggði Manchester United sigurinn með marki í uppbótartíma. 26.2.2012 00:01
Gunnar kláraði Butenko í fyrstu lotu Það tók Gunnar Nelson aðeins fjóra og hálfa mínútu að leggja Alexander Butenko af velli. Gunnar hafði Butenko með armlás strax í fyrstu lotu. 25.2.2012 22:35
Gebrselassie klár í slaginn í Tókíó Hlaupagoðsögnin Haile Gebrselassie er klár í slaginn fyrir Tókíó-maraþonið sem fram fer á morgun. Flestir af bestu maraþonhlaupurum heims eru mættir og veðurspá eins og hún gerist best. 25.2.2012 21:00
AC Milan og Juventus skildu jöfn í toppslagnum AC Milan heldur eins stigs forskoti á Juventus á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-1 jafntefli liðanna á Guiseppe Meazza vellinum í Mílanó í kvöld. 25.2.2012 17:23
Man City með yfirburði gegn Blackburn Manchester City lagði Blackburn af velli í síðdegisleiknum í enska boltanum í dag. Mario Balotelli, Sergio Aguero og Edin Dzeko voru allir á skotskónum í 3-0 sigri heimamanna. 25.2.2012 00:01
Fallegasta mark ársins? Pólverjinn Marek Zienczuk skoraði stórkostlegt mark úr aukaspyrnu í 3-0 sigri Ruch Chorzow á Lech Poznan í pólsku deildinni á föstudagskvöldið. 25.2.2012 23:00
Kristinn langt frá sínu besta | Þreyttur eftir mikið álag Kristinn Torfason, langstökkvari úr FH, var langt frá sínu besta á danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag. Kristinn stökk lengst 6,90 metra í sinni fyrstu tilraun. 25.2.2012 20:30
Keflavík lagði Stjörnuna (sjáið mörkin) | Skaginn sigraði ÍBV Keflvíkingar lögðu Stjörnuna af velli 3-2 í Reykjaneshöll í dag. Þá unnu Skagamenn góðan sigur á ÍBV á Akranesi og Breiðablik rúllaði upp BÍ/Bolungarvík. Leikið var í öllum riðlum keppninnar í dag. 25.2.2012 20:30
Irving bestur í leik hinna rísandi stjarna Ungar stjörnur NBA körfuboltans mættust í Orlando í nótt en leikurinn er hluti af hinni árlegu Stjörnuleikshelginni. Kyrie Irving, leikstjórnandi Cleveland Cavaliers, var valinn maður leiksins. 25.2.2012 20:00
Haukar bikarmeistarar árið 2012 | Myndasyrpa úr Laugardalshöll Haukar urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik karla eftir öruggan átta marka sigur á Fram. Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi og áttu Framarar engin svör. 25.2.2012 18:18
Þórir og félagar áfram í Meistaradeildinni | Upp fyrir Füchse Berlín Þórir Ólafsson og félagar hans í pólska liðinu Kielce eru komnir í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn Medvedi frá Rússlandi 26-26. 25.2.2012 17:48
Lambert með þrennu og Southampton í toppsætið Rickie Lambert var hetja Southampton þegar liðið vann 3-0 útisigur á Watford í Championship-deildinni í dag. Með sigrinum komust Dýrlingarnir í toppsæti deildarinnar á kostnað West Ham sem gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace fyrr í dag. 25.2.2012 17:13
Kári spilaði allan leikinn í jafntefli Aberdeen Landsliðsmaðurinn Kári Árnason spilaði allan leikinn með Aberdeen sem gerði 1-1 jafntefli við St. Mirren á útivelli í skosku úrvalsdeildinni í dag. 25.2.2012 16:30
Valskonur höfðu betur gegn Eyjakonum | Myndasyrpa úr Laugardalshöll Valskonur urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik þegar þær lögðu Eyjakonur að velli 18-27. Sigur Valskvenna var öruggur og langþráður en liðið hafði ekki unnið bikarinn í tólf ár. 25.2.2012 16:11