Fleiri fréttir

„Leikmennirnir sjá að þær geta spilað fótbolta“

„Þetta var góður leikur, mér fannst við vera aðeins betri en þær í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Við hefðum geta tapað leiknum í lokin en sem betur fer gerðum við vel,“ sagði Christopher Thomas Harrington þjálfari KR eftir jafntefli á móti Þór/KA á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. 

„Ég er mjög ánægður með þessi þrjú stig“

Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, var sáttur með sigurinn á móti Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sæti deildarinnar, í bili. Mark ÍBV kom undir lok fyrri hálfleiks, lokatölur 1-0. 

Vandræði Englendinga halda áfram

Enska landsliðið í knattspyrnu er enn án sigurs í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar eftir 0-4 tap gegn Ungverjum á heimavelli í kvöld.

Mourinho náði í Matic enn á ný

Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic hefur yfirgefið ensku úrvalsdeildina og skrifað undir samning til eins árs við ítalska knattspyrnufélagið Roma.

Flug KR frestast sem og leikurinn fyrir norðan

Leikur Þórs/KA og KR í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld frestast um klukkustund og hefst klukkan 19:00. Breyting verður á sýningarrás leiksins og verður hann sýndur beint á Vísi.is.

Sjáðu Hlín svara hraustlega fyrir sig í nótt eftir EM-valið

Hlín Eiríksdóttir er ein af þeim sem voru allra næst því að ná sæti í EM-hópi Íslands sem tilkynntur var síðasta laugardag en urðu að bíta í það súra epli að fá ekki sæti. Hún sendi landsliðsþjálfaranum skýr skilaboð með frammistöðu sinni í nótt.

Hinn ís­lensk-ættaði Tomas­son tekur við Black­burn

Hinn 45 ára gamli Jon Dahl Tomasson hefur tekið við þjálfun Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. Tomasson gerði Malmö FF í Svíþjóð að meisturum tvö ár í röð áður en hann sagði óvænt upp í desember á síðasta ári.

Man. Utd gerði Eriksen tilboð

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar.

Xavi sagður ósáttur við Piqué sem svarar fyrir sig

Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, er sagður íhuga að losa sig við fyrrum liðsfélaga sinn til margra ára, Gerard Piqué. Sá síðarnefndi virðist hins vegar tilbúinn að gera margt til að vera áfram.

Elvar Örn skot­fastastur í Þýska­landi

Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson, leikmaður MT Melsungen, reyndist skotfastasti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta á nýliðnu tímabili.

Stór­leikir í Laugar­dal og á Sel­fossi

Níunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Tveir stórleikir eru á dagskrá og þá verða herlegheitin gerð upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld.

Íhugar að selja Everton eftir erfiða eignartíð

Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton á Englandi, íhugar að selja félagið ef marka má breska fjölmiðla. Moshiri bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á mistökum sem hafa verið gerð í hans eigendatíð.

Flott veiði í Svartá í Skagafirði

Svartá í Skagafirði er einn af þessum gullmolum í stangveiði sem fleiri veiðimenn ættu klárlega að gefa sér tíma til að kynnast.

Kompany nýr þjálfari Jóhanns Bergs

Belginn Vincent Kompany, fyrrum varnarmaður Manchester City, er tekinn við þjálfun Burnley á Englandi. Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður félagsins, en það féll úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vor.

Lars myndi ekki spila eins og Arnar Þór

Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var sérfræðingur Viaplay á leik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli. Svínn fór yfir víðan völl er varðar landsliðið en eftir leik ræddi Lars meðal annars hvernig hann myndi spila ef hann væri við stjórnvölinn.

Víkingar myndu mæta sínum gamla þjálfara

Ef að Íslands- og bikarmeistarar Víkings komast í gegnum forkeppnina í Meistaradeild Evrópu í fótbolta bíður þeirra slagur við sænska meistaraliðið Malmö.

Loksins lax á land í Blöndu

Eftir fréttir eða öllu heldur fréttaleysi af bökkum Blöndu er vonandi loksins að lifna yfir veiði í þessari mögnuðu á.

Ólafur Andrés yfir­gefur Montpelli­er

Ólafur Andrés Guðmundsson mun ekki leika með Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð. Hann er einn fjögurra leikmanna liðsins sem fær ekki áframhaldandi samning hjá félaginu.

Mál Greenwood enn til rann­sóknar

Fyrir skemmstu fór á flug sá orðrómur á samfélagsmiðlinum Twitter að Mason Greenwood væri laus allra mála og gæti mögulega snúið aftur í leikmannahóp Manchester United á næstu leiktíð. Sá orðrómar reyndust ekki á rökum reistur.

Stríðs­mennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum.

Sjá næstu 50 fréttir