Fleiri fréttir

Fyrstu ósigrar Miami og Oklahoma | Ginobili meiddur

Miami Heat og Oklahoma Thunder urðu loks að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Meistarar Dallas lögðu Oklahoma en Atlanta, með Tracy McGrady af öllum mönnum í broddi fylkingar, sá um að leggja Miami af velli.

Var fljótur að grípa tækifærið

Eins og kunnugt er þá er landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á leið í enska boltann á nýjan leik. Félag hans, Hoffenheim, hefur lánað Gylfa til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea út leiktíðina. Hjá Swansea hittir Gylfi fyrir stjórann Brendan Rodgers sem gaf honum tækifæri hjá Reading á sínum tíma.

13 dagar til EM í Serbíu

Svíar hafa oftast allra orðið Evrópumeistarar í handbolta karla en þeir unnu gull á fjórum af fyrstu fimm Evrópukeppnunum þar af unnu Svíar þrjár keppnir í röð frá 1998 til 2002.

Balotelli getur ekkert í pílukasti

Bretar eru gríðarlegir áhugamenn um pílukast og er hálfgert píluæði í Bretlandi um þessar mundir þar sem HM stendur sem hæst.

Aston Villa vill fá Robbie Keane

Írinn Robbie Keane gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik. Aston Villa hefur nefnilega áhuga á því að fá leikmanninn lánaðan í tvo mánuði.

Bobby Zamora tryggði Fulham sigurinn í uppbótartíma

Fulham skoraði tvö mörk á lokamínútum á móti tíu mönnum Arsenal og tryggði sér 2-1 sigur á Craven Cottage í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea náði þar með fjórða sætinu af Arsenal eftir leiki dagsins.

Gary Ablett er látinn

Gary Ablett, fyrrum leikmaður Liverpool og Everton, lést í gær aðeins 46 ára gamall eftir baráttu við krabbamein.

Kári tryggði Aberdeen mikilvægan útisigur

Kári Árnason var hetja Aberdeen þegar liðið vann 2-1 útisigur á Dundee United í skosku úrvalsdeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur og kemur Aberdeen-liðinu af mesta fallsætinu.

Aron Einar skoraði og Cardiff vann

Aron Einar Gunnarsson skoraði eitt marka Cardiff í 3-1 sigri á Reading í ensku b-deildinni í dag. Þetta var annar sigur Cardiff-liðsins á þremur dögum og liðið komst fyrir vikið upp í 3. sæti deildarinnar.

Sunnudagsmessan: Eggert hefur tröllatrú á Torres

Eggert Magnússon var gestur Guðmundar Benediktssonar í Sunnudagsmessunni í gær á Stöð 2 sport. Þar ræddi Eggert um ýmislegt sem tengist ensku knattspyrnunni en Eggert var á sínum tíma stjórnarformaður West Ham á meðan liðið var í eigu Björgólfs Guðmundssonar.

Van Persie hæstánægður með að fá Henry

Robin van Persie segist vera hæstánægður með að Thierry Henry sé aftur á leið til Arsenal. "Hann hefur ekkert að sanna hér,“ sagði hann við enska fjölmiðla.

Öll mörkin úr enska boltanum á Vísi

Það var mikið um að vera í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á gamlárs - og nýársdag. Toppliðin frá Manchester töpuðu bæði leikjum sínum og óvænt úrslit litu dagsins ljós. Að venju er hægt að skoða samantektir úr öllum leikjum síðustu umferðar á Vísi. Að auki eru ýmis önnur atvik úr síðustu umferð til sýnis á sjónvarpshlutanum á Vísi.

Lampard: Ætlum okkur aftur í toppbaráttuna

Frank Lampard skoraði afar mikilvægt mark í dag sem tryggði Chelsea þrjú stig á útivelli gegn Chelsea. Gengi Lundúnaliðsins ekki verið gott og þetta aðeins fyrsti sigur liðsins í síðustu fimm leikjum þess.

Ekkert ósætti á milli Rooney og Ferguson

Enskir fjölmiðlar fjalla áfram um meint agabann Wayne Rooney hjá Manchester United. Félagið hefur ekkert vilja staðfesta um þetta en heimildamenn innan félagsins segja að Rooney hafi verið settur í agabann en að málinu sé þó lokið.

Macheda kominn til QPR

Heiðar Helguson hefur fengið aukna samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu því Manchester United hefur staðfest að Ítalinn Federico macheda hafi verið lánaður til QPR.

Heiðar á varamannabekknum í Norðurlandaúrvali VG

Norska dagblaðið Verdens Gang hefur valið "Stjörnulið“ í fótbolta sem skipað er leikmönnum frá Norðurlöndunum. Grétar Rafn Steinsson leikmaður Bolton var í þessu liði fyrir ári síðan en hann kemst ekki í liðið að þessu sinni. Heiðar Helguson, framherji QPR í ensku úrvalsdeildinni, er eini íslenski leikmaðurinn sem kemst í 16 manna leikmannahóp "Stjörnuliðsins“.

Gylfi Þór til liðs við Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson gengur á morgun til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Swansea á lánssamningi frá þýska félaginu Hoffenheim. Samningur Gylfa mun ná til loka leiktíðarinnar. Þetta staðfesti Gylfi Þór í samtali við mbl.is fyrr í kvöld.

Hamilton á sér leynda tónlistardrauma

Ökuþórinn og Formúlu 1-kappinn Lewis Hamilton er í enskum fjölmiðlum í dag sagður hafa varið frítíma sínum í að taka upp frumsamin lög í hljóðveri í Englandi.

Zlatan myndi fagna komu Tevez

Svíinn Zlatan Ibrahimovic myndi fagna komu Carlos Tevez til AC Milan en sá síðarnefndi hefur mikið verið orðaður við ítalska stórveldið síðustu vikur og mánuði.

O'Neill: Ótrúleg byrjun á árinu

Martin O'Neill var í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna í Sunderland á Manchester City í dag. Sigurmark Sunderland kom úr skyndisókn á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins.

Liverpool hvatt til að áfrýja ekki

Samtök sem berjast gegn kynþáttafordómum í evrópskri knattspyrnu hafa hvatt Liverpool til að áfrýja ekki átta leikja banninu sem Luis Suarez var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu.

Dalglish sagður hafa augastað á Bent

Enska dagblaðið Sunday Mirror staðhæfir í dag að Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafi áhuga á að fá sóknarmanninn Darren Bent til félagsins nú í janúar.

Daily Mail: Ferguson setti Rooney í agabann

Enska götublaðið Daily Mail heldur því fram í dag að Wayne Rooney hafi ekki spilað með Manchester United gegn Blackburn í gær þar sem að hann hafi verið í agabanni.

Aðgerð Vidic gekk vel

Nemanja Vidic er búinn að gangast undir aðgerð á hné en hann sleit þrjú liðbönd í hné, þar á meðal krossband, í leik Manchester United gegn Basel fyrr í haust.

Sjá næstu 50 fréttir