Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Þór 4-5 | Þór sló Fjölni út í vítaspyrnukeppni

Það var loksins leikið í góðu veðri í dag þegar Fjölnir og Þór mættust í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Extra-vellinum í kvöld. Fjölnismenn hafa farið vel af stað í Pepsi deildinni og sitja í fimmta sæti með 9 stig eftir sex leiki á meðan Þór situr í fimmta sæti í Inkasso deildinni með sjö stig eftir fjóra leiki.

Framarar neituðu að ræða við fjölmiðla

Fram datt í kvöld úr leik í Mjólkurbikar karla eftir 1-0 tap á heimavelli gegn Víkingi Ólafsvík. Engir fulltrúar Fram urðu við því að ræða við fjölmiðla að leik loknum.

John Terry kveður Aston Villa

John Terry og Birkir Bjarnason verða ekki samherjar á næsta tímabili en Terry yfirgaf Aston Villa í dag. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Heimir með annan fótinn í bikarúrslitum

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB Þórshöfn eru komnir með annan fótinn í úrslit færeysku bikarkeppninnar eftir sigur á AB í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í dag.

„Þetta var nú ekki erfið ákvörðun“

Stuðningsmenn Huddersfield Town fögnuðu vel þegar liðið hélt sér í ensku úrvalsdeildinni á dögunum og ekki mikið minna eftir fréttir dagsins. Knattspyrnustjórinn David Wagner hefur framlengt samning sinn um þrjú ár.

Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila

Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum.

Lewandowski vill fara frá Bayern

Robert Lewandowski, framherji Bayern München, hefur sagt félaginu frá því að hann vilji nýja áskorun. Þetta kemur fram í máli umboðsmanns Pólverjans.

Breiðablik með fullt hús eftir sigur á KR

Þrír leikir fóru fram í fimmtu umferð Pepsi deildar kvenna í kvöld. Breiðablik jafnaði Þór/KA að stigum á toppi deildarinnar en bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Grindavík lyfti sér upp úr fallsætinu og Stjarnan hafði betur gegn HK/Víkingi.

Ólafur Ingi: Heima er alltaf best

Ólafur Ingi Skúlason mun ganga til liðs við Fylki að loknu HM í Rússlandi en tilkynnt var um félagskiptin í gær með stórskemmtilegu myndbandi. Myndbandið var unnið í samvinnu við Björn Braga Arnarsson.

Reyna að bjarga HM-draumi Mohamed Salah á Spáni

Egyptinn Mohamed Salah er í kapphlaupi við tímann eftir að hafa meiðst illa á öxl í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um síðustu helgi. Læknar Liverpool gera allt til að hjálpa hoonum að ná HM.

Olivier Giroud búinn að ná Zidane

Olivier Giroud getur ekki hætt að skora með franska landsliðinu og hann var á skotskónum í sigri á Írum í vináttulandsleik í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir