Fleiri fréttir

Segir að um aug­ljóst brot á Ødega­ard hafi verið að ræða

Fyrrverandi knattspyrnudómarinn Dermot Gallagher starfar í dag fyrir Sky Sports á Englandi og fer þar reglulega yfir umdeildustu dómaraákvarðanir liðinnar helgar. Það var af nægu að taka í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem myndbandsdómgæslan var enn og aftur þrætueplið.

„Verð mjög hrærð yfir þessu öllu“

„Ég er full bjartsýni og hef ofurtrú á stelpunum okkar,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fyrir úrslitaleikinn í Utrecht í kvöld þar sem það ræðst hvort Holland eða Ísland kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld

„Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn.

KSÍ veitir áfengi ef vel fer í kvöld

Ef að tilefni verður til þess að opna kampavínsflösku í kvöld, til að fagna fyrsta farseðli íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á heimsmeistaramót, þá munu stelpurnar okkar mögulega gera það í boði Knattspyrnusambands Íslands.

Rekinn af velli fyrir að skvetta úr skinn­sokknum í lim­gerði

Vægast sagt stórundarlegt atvik átti sér stað í forkeppni FA bikarkeppninnar á Englandi. Connor Maseko, markvörður Blackfield & Langley, fékk nefnilega rautt spjald fyrir að létta af sér, pissa, utan í limgerði fyrir utan völlinn er boltinn hafði farið aftur fyrir.

Ólafur Davíð: „Virkuðum hræddir framan af þessum leik"

Ólafur Davíð Jóhannesson þurfti að horfa upp á fyrsta tap Valsliðsins síðan hann tók við liðinu á nýjan leik um mitt sumar þegar Hlíðarendapiltar töpuðu fyrir Breiðabliki með einu marki gegn engu í 20. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. 

Kristófer Ingi aftur til Hollands

Kristófer Ingi Kristinsson er mættur aftur til Hollands eftir að hafa leikið með SönderjyskE á síðustu leiktíð. Hann hefur samið við B-deildarlið VVV-Venlo út yfirstandandi leiktíð.

Pogba þarf að fara undir hnífinn: HM í hættu?

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba, leikmaður Juventus á Ítalíu, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á hné. Talið er að Pogba verði frá í 40 til 60 daga en aðeins eru 78 dagar þangað til Frakkland hefur leik á HM í Katar.

Atalanta á toppinn á Ítalíu

Atalanta er komið á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Serie A, þökk sé 2-0 útisigri á nýliðum Monza í kvöld.

„Þroskast og breyst mikið frá því síðast“

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir að Ísland eigi mikla möguleika á að tryggja sig inn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn á morgun, með góðum úrslitum gegn Hollandi í Utrecht.

Nökkvi Þeyr sagður á leið til Belgíu

Nökkvi Þeyr Þórisson, markahæsti leikmaður Bestu deildar karla, er á leið til Beerschot í Belgíu. Félagið mun kaupa leikmanninn af KA á Akureyri.

Þurfa að afsanna fullyrðingar Íslandsmeistaranna

Stórleikur er á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli klukkan 19:15. Blikar geta komist í vænlega stöðu á toppi deildarinnar með sigri.

Ömurlegt víti á ögurstundu

Mexíkóinn Javier Hernández var bæði hetja og skúrkur Los Angeles Galaxy í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Hann klúðraði vítaspyrnu í 2-2 jafntefli við Sporting Kansas City.

„Skiptir miklu máli að kippa henni út úr leiknum“

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í vörn íslenska landsliðsins fá afar krefjandi verkefni annað kvöld þegar þær reyna að verjast hollenska landsliðinu og þar á meðal hinni mögnuðu Vivianne Miedema.

Sjáðu vítaklúðrin hjá FH í botnslagnum

Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá FH í botnslagnum gegn Leikni í Breiðholtinu í 20. umferð Bestu deildar karla í gær. Steven Lennon skaut í slá og Viktor Freyr Sigurðsson varði svo frá Birni Daníel Sverrissyni á lokaandartökum leiksins.

Líkir Haaland við Jaws úr James Bond

Ógnvænlegur Erling Haaland mun leiða Manchester City til þriðja Englandsmeistaratitilsins í röð. Þetta segir Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports.

Úlfarnir leita til Diego Costa

Spænski sóknarmaðurinn Diego Costa gæti verið að fá óvænt tækifæri til að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Barkley mættur til Nice

Enski miðjumaðurinn Ross Barkley fékk sig lausan undan samningi við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í Englandi og er búinn að finna sér nýtt lið.

„Það væri draumur að rætast“

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar.

„Aldrei leiðinlegt að klobba og skora“

Jakob Snær Árnason sá til þess að KA fór heim til Akureyrar með eitt stig í farteskinu með því að skora jöfnunarmark liðsins gegn Fram á elleftu stundu. KA-menn lentu 2-0 undir en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma.

Umfjöllun og viðtal: Stjarnan-Keflavík 0-2 | Keflvíkingar sterkari í Garðabænum

Keflavík vann flottan 0-2 sigur á Stjörnunni í tuttugustu umferð Bestu deildarinnar í kvöld í leik sem bæði liðin þurftu að vinna. Sigurinn setur mikla pressu á Stjörnuna og KR sem sitja enn sem komið er í efri hluta deildarinnar. Frans Elvarsson og Joey Gibbs skoruðu mörkin fyrir gestina sem voru einfaldlega sterkari aðilinn í kvöld. 

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-KR 4-4 | Markaveisla á Skaganum

Erkifjendurnir ÍA og KR skildu jöfn 4-4 á Akranesvelli í dag. Gestirnir komust í 0-3 stöðu áður en hálftími var liðinn. Heimamenn minnkuðu forystuna niður í eitt mark fyrir hálfleik og jöfnuðu svo í upphafi síðari hálfleiks. Bæði lið áttu eftir að bæta við sitthvoru markinu í hreint mögnuðum leik.

Sjá næstu 50 fréttir