Fleiri fréttir

Formúlu 1 uppgjör á Stöð 2 Sport

Stöð 2 Sport sýnir klukkutíma langan þátt um öll helstu atvikin í Formúlu 1 mótum ársins kl. 11.20 í dag. Þá er rætt við Lewis Hamilton um lokamótið í Formúlu 1, sem var mest spennandi Formúlu 1 mótið í manna minnum. Hamilton varð meistari með eins stigs mun og tryggði titilinn í síðustu beygju mótsins.

Alonso í stað Raikkönen 2011

Spánverjinn Fernando Alonso hefur að sögn dagblaðsins Gazetta dello Sport gert 4 ára samning við Ferrari frá árinu 2011.

Kaupir sá brottrekni lið Honda?

Þrír mismunandi aðilar hafa sýnt því áhuga á að lkaupa búnað Honda Formúlu 1 liðsins sem ákvað að draga sig í hlé. Allri starfsemi liðsins verður hætt eftir 2 mánuði ef kaupandi finnst ekki.

Lögsæki rassinn undan forstjóranum

Bernie Ecclestone er bálreiður forstjóra Ferrari fyrir ummæli sem hann lét falla á fundi með fréttamönnum í vikunni. Á fundinum sagði Montezemolo að Ecclestone ætti að láta keppnisliðin fái auknar tekjur af sjónvarpsréttinum en nú er.

Ferrari vill losna undan einræði Ecclestone

Forseti Ferrari, Ítalinn Luca Montezemolo vill meira gegnsæi í málefnum Formúlu 1 og vill að Bernie Ecclestone losi um leyndardómanna sem fylgja rekstri íþróttarinnar á heimsvísu.

Skerðing launa ökumanna möguleg

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari telur að laun allra Formúlu 1 ökumanna gætu lækkað fyrir næsta keppnistímabil. Ferrari er með launahæsta ökumanninn, Finnan Kimi Raikkönen. Talið er að hann sé með um 40 miljónir dala í árslaun hjá Ferrari.

Force India staðfestir ökumenn

Vijay Mallay hefur staðfest að Giancarlo Fisichella og Adrian Sutil verði áfram ökumenn Force India liðsins á næsta ári.

Loeb meistari meistaranna

Frakkinn Sebastian Loeb varð meistari meistaranna í keppni ökumanna á Wembley í dag. Hann vann David Coulthard 2-1 í úrslitum mótsins, þar sem keppt var í flokki einstaklinga og þjóða.

Stjörnuslagur á Wembley í dag

Fjöldi þekkta kappakstursökumanna og nýkrýndir meistara í akstursíþróttum takast á í kappakstri í Wembley í dag. Meistaramót ökumanna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Hamilton fékk titilinn í hendurnar

Bretinn Lewis Hamilton tók á móti meistaratitili ökumanna í gærkvöldi. FIA hélt hóf til heiðurs meisturum í akstursíþróttum í Mónakó.

Pastrana forfallast vegna meiðsla

Frægur bandarískur ökumaður, Travis Pastrana getur ekki keppt í meistaramóti ökumanna á Wembley á sunnudaginn vegna meiðsla sem hann hlaut á mótorhjóli í vikunni. Pastrana er þekktur fyrir áhættusöm atriði á mótorhjólum, en hefur keppt í rallakstri í Bandaríkjunum að undanförnu.

Róttækar breytingar á Formúlu 1

FIA tilkynnti í dag róttækar breytingar á Formúlu 1 á næstu árum, sem spara á keppnisliðum 30% á næsta ári og enn meira árin þar á eftir.

Slagur um sæti Torro Rosso

Tvö sæti er laust í Formúlu 1 á næsta ári. Bæði hjá Torro Rosso. Allt að því fimm ökumenn gætu verið í baráttunni um það.

Wembley orðið að kappakstursvelli

Wembley er sögufrægt nafn í knattspynuheiminum, bæði nýji og gamli völlurinn eru heimsfræg fyrir fjölmarga landsleiki og úrslitaleiki. En í dag er búið að breyta grasinu í kappakstursvöll á nýja Wembley vellinum.

Ólympíumeistari keppir við Hamilton á Wembley

Þrefaldur Olympíumeistari í hjólreiðum, Bretinn Chris Hoy mun prófa kappaksttursbrautina sem verið er að leggja á Wembley í dag, en hann mætir Lewis Hamilton á 670 hestafla Mercedes Benz í sýningaratriði í upphafi mótsins Race of Champions á sunnudag.

Schumacher hlakkar til meistaramótsins

Þjóðverjianum Michael Schumacher hlakkar til að takast á við marga af bestu ökumönnum heims á Wembley um næstu helgi. Frá því hann keppti í Formúlu 1 hefur hann tekið þátt í mótinu, sem kallast Race of Champions, auk þess að keppa í mótorhjólakappakstri annað slagið.

Brotthvarf Honda öðrum viðvörun

David Richards fyrrum framkvæmdarstjóri BAR Honda liðsins segir brotthvarf Honda úr Formúlu 1 öðrum liðum viðvörun. Richards var á sínum tíma bolað frá starfi sínu og eftir það gekk hvorki né rak hjá BAR Honda sem breyttist í lið í eigu Honda.

Bruno í kappakstur á Wembley

Boxararnir Frank Bruno, David Haye, Amir Khan og Enzo Maccarinelli mun aka á Wembley um næstu helgi þegar meistarakeppni ökumanna fer fram á malbikaðri samhliða braut.

Hamilton heiðraður í Bretlandi

Lewis Hamilton var valinn besti alþjóðlegi ökumaðurinn í kappakstri á sérstakri hátíð Autosport tímaritsins í Bretlandi á sunnudagskvöld.

Formúla 1 mun lifa efnahagskreppuna

Bernie Ecclestone segir að þrátt fyrir tilkynnigu Honda þess efnis í morgun að fyrirtækið sé hætt í Formúlu 1, þá muni íþróttin lifa efnahagskreppuna af.

Honda að hætta á morgun?

Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld.

Íslendingar fjölmenna á Wembley

Fjölmargir Íslendingar verða á keppni meistaranna á Wembley um aðra helgi, en þá keppa margir af bestu ökumönnum heims á malbikaðri samhliða braut. Meðal keppenda er Michael Schumacher og Lewis Hamilton verður með sérstakt sýningaratriði.

Torro Rosso prófar Sato aftur

Japaninn Takuma Sato hefur verið kallaður til æfingar hjá Torro Rosso á ný. Það gæti bent til þess að hann fá annað af tveimur lausum sætum hjá liðinu á næsta ári.

Hamilton æfir í finnskri vetrarhörku

Lewis Hamilton og Hekki Kovalainen verða næstu 10 daga í sérstökum æfingabúðum í Finnlandi, til að koma þeim í rétta gírinn fyrir næsta keppnistímabil.

McLaren frumsýnir með pompi og prakt

McLaren liðið mun frumsýna 2009 keppnisbíl sinn 14. janúar á næsta ári í höfuðstöðvum liðsins í Woking I Surrey í Bretlandi.

Barrichello vann kartmót stjarnanna

Mikill áhugi er á kappakstri í Brasilíu og til marks um það var kart mót með fjölmörgum kappakstursstjörnum í gangi þessa helgi

Formúla 1 á Hockenheim í hættu

Mótshald í Formúlu 1 í Þýskalandi gæti verið í hættu að mati Karl Josef Schmidt, nema Bernie Eccleostne lækki gjöld sem hann rukkar mótshaldara um.

Sjá næstu 50 fréttir