Fleiri fréttir

Hamilton: Stefni ekki á met Schumachers

Það hefur farið lítið fyrir Lewis Hamilton síðan hann fagnaði titlinum með McLaren liðinu í Woking á dögunum. Hann hefur haldið sér í návígi við kærustuna og fjölskylduna og safnað kröftum.

Bankamál vísir að Alonso fari til Ferrari

Santander bankinn spænski hyggst auglýsa hjá Ferrari frá árinu 2010 og margir spá í hvort það sé vísir af komu Fernando Alonso til Ferrari. Alonso er með samning við Renault til loka ársins 2010.

Red Bull í vanda vegna óhapps Webber

Fótbrot Formúlu 1 ökumannsins Mark Webber um síðustu helgi á reiðhjóli gæti haft veruleg áhrif á undirbúning Red Bull liðsins fyrir næsta tímabil.

Formúla 1 í Disneylandi ólíkleg

Bernie Ecclestone leitar logandi ljósi að réttum vettvangi fyrir Formúlu 1 í París, en áæltun hans um mótssvæði við Disneyland er trúlega fyrir bí.

Webber missir af mótinu á Wembley

Ástralinn Mark Webber átti að vera meðal keppenda í meistaramóti ökumanna Wembley 14. desember. Hann átti að vera í úrvali Formúlu 1 ökumanna í mótinu, en hann fótbrotnaði í dag í Ástralíu í þríþrautarkeppni sem hann tók þátt í. Webber lenti framan á bíl á reiðhjóli.

Hamilton í hóp ökumanna á Wembley

Bretinn Lewis Hamilton verður í hópi ökumanna sem kemur við sögu á stórmóti kappakstursökumanna á Wembley 14. desember. Þar verður keppt á malbikaðri braut sem lögð verður yfir grasvöllinn.

Valentino Rossi alsæll á Ferrari

Ítalski mótorhjólameistarinn Valentio Rossi ekur Ferrari Formúlu 1 bíl í dag á Mugello brautinni á Ítalíu. Hann fór sprett á bílnum í gær líka.

BMW ljótasti Formúlu 1 bíllinn

Christian klien, þróunarökumaður BMW er ekki hrifinn af útliti 2009 bílsins sem hefur verið prófaður á Barcelona brautinni í vikunni. Klien segir bílinn þann ljótasta sem hann hafi séð.

Sato vill sæti Rauða Tuddans

Japaninn Takuma Sato dreymir um að hann fái sæti hjá Torro Rosso liðinu eftir vel heppnaðar æfingar í Barcelona. Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma, en Sato vill einmitt verða arftaki hans, en hann er búinn að færa sig um set.

Ecclestone : Sigrar færi titil ekki stig

Bernie Ecclestone er að skoða þá hugmynd að flestir sigrar í Formúlu 1 færi mönnum meistaratitil ökumanna á næsta ári, en ekki stigasöfnun.

Rallmeistarinn snöggur í Formúlu 1

Frakkinn Sebastian Loeb, sem er fimmfaldur heimsmeistari í rallakstri æfir á Formúlu 1 bíl í Barcelona í dag og hann ók einnig í gær. Hann náði mjög frambærilegum tíma á Red Bill í samkeppni við reynda kappaksturskappa.

Stór stund Senna á Spáni

Brasilíumaðurinn Bruno Senna ók Formúlu 1 bíl í fyrsta skipti í gær. Fjölmiðlamenn biðu þess með eftirvæntingu, þar sem Bruno er frændi Ayrtons heitins Senna, sem var goðsögn í Formúlu 1.

BMW sýnir 2009 útlitið

Fjöldi Formúlu 1 liða æfir í Barcelona á Spáni næstu dagana og fyrsta æfing er í dag.

Viktori boðið í Formúlu 2

Viktori Þór Jensen hefur verið boðið að keppa í nýrri mótaröð sem verður undir merkjum FIA. Mótaröðin nefnist Formúla 2 og verður í umsjá fyrrum Formúlu 1 ökumanns.

Senna ætlar að standa undir nafni

Bruno Senna, frændi Ayrtons Senna fær tækifæri á að senna getu sína með Honda liðinu í næstu viku og gæti komið inn sem ökumaður í stað Rubens Barrichello.

Meistaramót ökumanna á Stöð 2 Sport

Fjöldi Formúlu 1 ökumanna verður í meistarakeppni kappakstursökumanna á Wembley þann 14. desember. Samningar hafa náðst um að sýna mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Massa heiðraður í heimalandinu

Brasilíumaðurinn Felipe Massa var heiðraður í heimalandi sínu fyrir árangur í Formúlu 1. Massa hlaut Gullna hjálminn sem er veittur fyrir besta árangur kappakstursökumanns í Brasilíu.

Mótssvæðið Singapúr kosið best

Flóðlýsta Formúlu 1 mótssvæðið í Singapúr var lkjörið besta mótssvæðið í akstursíþróttum á verðlaunaafhendingu fagmanna á akstursíþróttageiranum í Köln í gær.

Formúla 1 er vinsæl hjá konum

Lokamótið í Formúlu 1 á Stöð 2 Sport fékk 28% áhorf samkvæmt mælingum Capacent, en það var lokaslagurinn um meistaratitilinn á milli Lewis Hamilton og Felipe Massa.

Mótorhjólameistarinn Rossi prófar Ferrari

Ferrari staðfesti í dag að Ítalinn Valentino Rossi, margfaldur meistari í mótorhjólakappakstri mun prófa Ferrari Formulu 1 bíl í tvo daga í nóvember.

Miðasala tífaldast á Silverstone

Aðstandendur Silverstone kappakstursins í Bretlandi hafa tilkynnt gríðarlega aukningu á miðasölu á kappakstur næsta árs í kjölfar þess að Lewis Hamilton varð heimsmeistari á dögunum.

Forseti Ferrari stútaði sjónvarpinu

Luca Montezemolo forseti Ferrari stútaði sjónvarpinu í stofunni þegar ljóst varð að Felipe Massa varð ekki meistari í Brasilíu á dögunum. Hann taldi eins og flestir að Massa hefði orðið meistari í dramatískum endasprett.

Force India hættir með Ferrari

Milljarðamæringurinn Vijay Mallay sem á Force India liðið hefur ákveðið að slíta samstarfi við Ferrari og mun Force India liðið nota búnað frá Mercedes á næsta ári.

Kapphlaup um sæti hjá Honda

Sannkallað einvígi verður um ökumannssæti hjá Honda á næsta ári í nóvember. Honda tilkynnti í dag að Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi komi til með að prófa bíl liðsins, en fyrr í vikunni var sagt frá því að Bruno Senna frá sama landi mun prófa bíl liðsins.

Hamilton: Kynþáttahatur er ekki grín

Lewis Hamilton er ekki sammála ummælum Bernie Ecclestone þess efnis að gert hafi verið of mikið úr atvikum sem telja verður kynþáttahatur í garð Hamiltons og þetta væri bara grín.

Örlög að Hamilton vann titilinn

Bretinn Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Honda segir að hann hafi ekki upplifað jafn magnþrunginn endasprett og í Brasilíu um síðustu helgi. Brawn var aðal tæknistjórinn á bakvið sjö titla Michael Schumacher á hans ferli.

Alonso og Piquet áfram hjá Renault

Fernando Alonso og Nelson Piquet voru í dag tilkynntir sem ökumenn Renault á næsta ári og Alonso gerði tveggja ára samning við Renault

Hamilton: Ekki markmið að slá Schumacher við

Lewis Hamilton segist ekki stefna sérstaklega á að slá met Michael Schumacher hvað flesta titla í Formúlu 1 varðar. Schumacher vann sjö titla á ferlinum, en Hamilton vill þó vinna þrjá til að fá draumabílinn upp í hendurnar.

Bruno Senna prófar Honda

Frændi hins fræga Ayrton Senna, Bruno Senna mun prófa Honda Formúlu 1 bíl á æfingum um miðjan nóvember. Hann á möguleika á sæti hjá liðinu 2009.

Ferrari stjórinn stoltur af Massa

Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni.

Glock: Ég ók eins hratt og ég gat

Þýski ökuþórinn Timo Glock hjá Toyota er næstvinsælasti Formúlukappinn í Bretlandi í dag eftir að hafa hleypti Lewis Hamilton framúr sér í síðustu beygjunni í Brasilíukappakstrinum í gær.

Hamilton hrósað í hástert

Breski forsætisráðherran Gordon Brown er á meðal þeirra sem hafa hrósað landa sínum Lewis Hamilton í hvívetna eftir að hann fagnaði meistaratitilinum í Formúlu 1 í gær.

Hamilton: Ég er orðlaus

Lewis Hamilton átti ekki til orð eftir dramatískan Brasilíukappaksturinn í dag þar sem hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir ótrúlega dramatíska keppni.

Hamilton tryggði sér titilinn á síðustu metrunum

Lewis Hamilton hjá McLaren varð í dag yngsti ökumaðurinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann náði fimmta sætinu í Brasilíukappakstrinum. Heimamaðurinn Felipe Massa kom fyrstur í mark, en það nægði honum ekki til sigurs í stigakeppninni.

Svanasöngur Coulthards í úrslitamótinu

Þó mest athygli sé á titilslag Lewis Hamilton og Felipe Massa í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í dag, þá fær Skotinn David Coulthard sinn skerf af athygli. Hann ekur í sínu síðasta Formúlu 1 móti eftir fjórtán ár í íþróttinni.

Alonso: Hamilton er í góðri stöðu

Fernando Alonso er tvöfaldur meistari og þekkir meistarabaráttuna í lokamótinu vel . Hann varð meistari 2005 og 2006 í Brasilíu. Hann hefur gefið það út að hann vilji sjá Felipe Massa sem meistari eftir mótið á morgun og hann ræsir fyrir aftan Lewis Hamilton og við hlið Heikki Kovalainen.

Massa fremstur á ráslínu á heimavelli

Felipe Massa á Ferrari náði besta tíma í síðustu tímatöku ársins og er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn á morgun. Lewis Hamilton varð fjórði í tímatökunni og er á eftir Jarno Trulli og Kimi Raikkönen.

Sjá næstu 50 fréttir