Fleiri fréttir

Elín Ósk í stórræðum

Það styttist í frumsýningu á samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Óperukórs Hafnarfjarðar, hinni vinsælu óperu, Cavalleria Rusticana, í Gamla bíó en æfingar eru nú á fullu og verður frumsýningin að kvöldi annars páskadags.

Ghostigital flottir í Kaupmannahöfn

Hljómsveitin Ghostigital lék á tónleikum í Loppen í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld. Vel var mætt á tónleikana, bæði af Dönum og Íslendingum sem búsettir eru í Danmörku.

Þorvaldur komst inn, Magnús ekki

Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur fengið inngöngu í hina virtu leiklistardeild Julliard-skólans í New York eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi. Eftir því sem næst verður komist er Þorvaldur fyrsti Íslendingurinn sem fer alla leið í gegnum inntökuferlið í Julliard en nokkrir hafa reynt fyrir sér hjá skólanum í stóra eplinu.

Hara og Jógvan í úrslit X-Factor

Það verða Hara-systur úr Hveragerði og Jógvan frá Færeyjum sem mætast í úrslitaþætti X-Factor á Stöð 2 um næstu helgi. Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaþáttinn á föstudagskvöld þar sem Guðbjörg var kosin út úr þættinum.

Háður Eurovision-keppninni

Peter Fenner semur textann við framlag Íslands til Eurovison-söngvakeppninnar. Peter er Eurovision-bolti, hefur mætt til hverrar keppni allt frá árinu 1997 og er mikill Íslandsvinur. „Já, ég vissi af þessum ágreiningi Kristjáns Hreinssonar og Sveins Rúnars og hef mikla samúð með Kristjáni,“ segir Peter Fenner, útvarpsmaður og söngtextaskáld.

Hákarl í dulargervi grænmetisætu

„Þetta er strangt til tekið ekki hákarl heldur svokallaður Pangasíus langfin. Hann er hins vegar kallaður hákarl út af útlitinu, er með háan bakugga og stóran kjaft,“ segir Hlynur Ingi Grétarsson, eigandi fiskverslunarinnar Fiskbaur.is.

Í ljósum kertanna

Árlegir kertaljósatónleikar söngvaskáldsins Harðar Torfasonar fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónleikar þessir njóta jafnan gífurlegra vinsælda enda hefur tónlistarmaðurinn fjölhæfi fest sig í sessi sem einn dáðustu listamanna þjóðarinnar. Sem fyrr mun Hörður leika nýtt efni í bland við gamlar perlur auk þess að segja sögur úr veröldinni eins og honum er einum lagið.

Landslið poppara útskrifast

Benedikt Hermann Hermannsson, Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós og eiginkona hans, María Huld úr Amiinu, eru á meðal þeirra sem útskrifast sem tónsmiðir úr Listaháskóla Íslands á næstunni.

Páskaleikhús á Akureyri

Leikfélag Akureyrar heldur uppteknum hætti og býður til leikhúsveislu þar nyrðra um páskana. Leikið verður á þremur stöðum í bænum og er þegar vel selt á sýningar sem í boði verða.

Vandinn við Kafka

Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og þýðandi, heldur erindi um nóvelluna Umskiptin eftir Franz Kafka í dag. Erindi sitt kallar Ástráður „„Þetta var ekki draumur“: Vandinn að skilja og þýða Umskiptin“ en verk það, ásamt skáldsögunni Réttarhöldunum, er með þekktustu verkum Kafka og jafnframt eitt frægasta sagnaverk evrópskra bókmennta á 20. öld.

Skírnir á vefnum

Hið íslenska bókmenntafélag hefur sett á stofn vefsíður fyrir sitt forna tímarit, Skírni, sem Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur ritstýrir nú um stundir: www.skirnir.is. Þar má meðal annars fylgjast með fréttum og umræðum í tengslum við efni Skírnis.

Shogun verðugir sigurvegarar

Úrslit Músíktilrauna fóru fram síðastliðið laugardagskvöld í porti Listasafns Reykjavíkur. Að lokum stóð harðkjarnasveitin Shogun uppi sem verðugur sigurvegari. Heilt yfir var keppnin flott í alla staði og úrslitakvöldið sérlega glæsilegt.

Þrír sumarsmellir

Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu.

Sprækt og við góða heilsu

Knattspyrnusamband Íslands er sextíu ára á þessu ári. „Ég held að hreyfingin sé mjög spræk þótt hún sé orðin sextug, og við góða heilsu. Ég held að starfsemin hafi aldrei verið meiri en í dag,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.

Skúli á basssann með Blonde Redhead

Skúli Sverrisson hyggst rífa fram bassann og stíga á stokk með hljómsveitinni Blonde Redhead. Skúli hefur starfað með sveitinni um árabil og hefur meðal annars leikið inná þrjár plötur en samkvæmt fréttatilkynningu frá tónleikahaldaranum Grími Atlasyni er ákaflega sjaldgæft að hann sé með Blonde Redhead á sviðinu. „Hann gerði það reyndar í Austurbæjarbíó 2004 á mjög eftirminnilegum tónleikum,“ segir Grímur.

Músin á toppinn

Nýjasta plata bandarísku hljómsveitarinnar Modest Mouse, We Were Dead Before the Ship Even Sank, fór beint á topp sölulistans í Bandaríkjnum. Hún kom út þar á bæ þann 20. mars en í Evrópu kemur hún út 2. apríl.

Frá Guðrúnu til Aþenu

Í nokkur hundruð ár hét einn fimmti þjóðarinnar annað hvort Gunna eða Jón. Týnd börn á 17. Júní eru í dag þó sjaldnar kölluð upp eftir þeim nöfnum. Mun líklegra er að í hátalarakerfinu sé auglýst eftir eftir Andra Snæ, Jasmín Dúfu eða Aroni Inga.

Hið smæsta í hinu stærsta

Þriggja gljúfra stíflan sem verið er að reisa austur í Kína er verkfræðiundur á skala sem fæstir geta ímyndað sér. Uppistöðulónið sem verður til við framkvæmdirnar þar mun drekkja heimilum yfir milljón manna auk fjölda sögufrægra minja. Áhrifasvæði stíflunnar er sögusvið tveggja kvikmynda sem Fjalakötturinn sýnir í kvöld kl. 20 og 22.

Fremur sjálfsvíg

Elísabet Englandsdrottning fremur sjálfsvíg í nýjum þætti bandarísku teiknimyndaseríunnar South Park. Í þættinum er gert grín að spennumyndaflokknum 24, þar sem Bretar eru sagðir standa á bak við áform um að taka yfir Bandaríkin. Þegar áformin ganga úr skaftinu stingur drottningin byssu í munninn á sér og skýtur sig.

David Bowie stjórnar listahátíð

Grínistinn Ricky Gervais og kanadíska hljómsveitin The Arcade Fire eru á meðal þeirra sem munu koma fram á listahátíðinni High Line Festival sem verður haldin á Manhattan í New York dagana 9. til 19. maí.

Bandaríkjamenn sýna Heru áhuga

Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda.

Löghlýðnasta nemendafélag landsins

„Þetta er nú ekkert í líkingu við lífið í Police Academy enda bjuggu þau öll á heimavist," segir Óli Ásgeir Hermannsson, nemi í Lögregluskóla ríkisins. Fréttablaðið komst á snoðir um heimasíðu svokallaðs nemendafélags skólans þar sem sjá mátti myndir úr starfi skólans og þótt Óli Ásgeir vilji síður en svo kalla þetta „formlegt" nemendafélag er ljóst að nemendur skólans halda hópinn fyrir utan strangt og stíft nám.

Eigum besta ríka fólk í heimi

Þorsteinn Guðmundsson segir að flestir þeir frægu sem hann heilsi heilsi sér til baka. Brynja Björk Garðarsdóttir segir Björgvin Halldórsson vera merkilegasta fræga einstakling sem hún hafi hitt.

Marglytta skekur kvikmyndaheiminn

Leikurunum Kate Hudson og Matthew McConaughey var skipað að fara af tökustað nýrrar kvikmyndar þeirra, Fools Gold, þegar bannvæn marglytta fannst á tökustaðnum.

Heather Mills stressuð fyrir næstu viku

Fyrirsætan Heather Mills, sem tekur þátt í raunveruleikaþættinum Dansað með stjörnunum eins og áður hefur komið fram, kveðst vera stressuð fyrir keppninni í næstu viku. Þá eigi að dansa djæf. Djæf, eða jive, er mjög hraður dans og mikið hoppað í honum. Heather kvíðir því að taka djæfsporin þar sem hún er með gervifót.

Úrslit í kvöld

Lokahnykkur hinna árlegu og veigamiklu Músíktilrauna fer fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Eftir fimm undanúrslitakvöld í síðustu viku standa ellefu hljómsveitir eftir og munu þær berjast í kvöld. Þetta eru hljómsveitirnar

Velkomin til... hérna, Kabúl

Blaðamaður Fréttablaðsins, Klemens Ólafur Þrastarson, heimsótti Íslensku friðargæsluna í Kabúl í Afganistan á dögunum. Margt bar fyrir augu og birtast hér brot úr dagbókum hans.

Norrænt samstarf

Fyrstu skref að sameiningu Íslands og Færeyja hafa verið stigin að sögn félaga í tríóinu TRISFO.

X-ið fékk reykvískt páskaegg frá Alcan

„Þeir styðja augljóslega stækkun álversins en hafa aðrar röksemdafærslur en við. Og við í Alcan vildum bara þakka þeim fyrir stuðninginn,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík sem mætti í höfustöðvar X-ins 977 í Skaftahlíð í gærmorgun og afhenti forsvarsmönnum útvarpsstöðvarinnar forláta páskaegg númer 7 frá Nóa Siríus.

U2 byrjuð á næstu plötu

Írska hljómsveitin U2 hefur hafið upptökur á sinni næstu plötu, sem mun fylgja eftir How to Dismantle an Atomic Bomb sem kom út 2004. Upptökustjóri verður Rick Rubin, sem hefur unnið með Red Hot Chili Pepper, Johnny Cash, System of a Down, Weezer og nú síðast, Metallica.

Volta Bjarkar komin á netið

„Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið.

Tónlistarkransakaka á Barnum

Uffie er 18 ára bandarísk/frönsk söngkona sem hefur verið að ná töluverðum vinsældum hér á landi og víðar á síðustu misserum. Hún verður með tónleika á Barnum á Laugavegi 22 í kvöld. Uffie er þekkt fyrir opinskáa textagerð og afar líflega sviðsframkomu. Tónlistin sem hún spilar er einhverskonar rafmagnaður hiphop bræðingur sem er mjög hressandi.

Tilþrif á TÍBRÁ

Þýska tríóið Hyperion heldur tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Tónleikar tríósins eru liður í TÍBRÁR-tónleikaröðinni. Tríóið skipa þau píanóleikarinn Hagen Schwarzrock, Oliver Klipp fiðluleikari og Katarina Troe sellóleikari.

Magni hitar upp fyrir Aerosmith í Las Vegas

"Já, þetta er komið nokkurn veginn á hreint. Ég verð þarna sem gítarleikari og spila með Dilönu á tónleikum sem verða haldnir 28. apríl. Já, við erum upphitunarnúmer fyrir Aerosmith," segir tónlistarmaðurinn Magni.

Þriðja barn Snipes

Hasarmyndaleikarinn Wesley Snipes eignaðist son með eiginkonu sinni Nakyung „Nikki“ Park á dögunum. Hefur hann fengið nafnið Alimayu Moa-T. Þetta er annað barn Snipes og Park, sem er kóresk listakona. Eignuðust þau dótturina Iset árið 2001.

Lög um einmanaleikann

Tónlistarmaðurinn Teitur er meðal þeirra sem koma fram á færeyskum degi á Nasa í kvöld. Teitur, sem hefur verið að gera það gott í Danmörku, hlakkar mikið til tónleikanna. Freyr Bjarnason spjallaði við þennan hæfileikaríka pilt.

Jógvan og Hara í úrslit X-factor

Guðbjörg var send heim í gær í næst síðasta þætti X-factor. Það er því ljóst að það verða Jógvan og Hara sem mætast í úrslitum í Vetrargarðinum í Smáralind eftir viku. Hara eru í hópi Páls Óskars en Jógvan í hópi Einars Bárðarsonar.

Gunni Helga fastur í ljótustu borg Póllands

„Mér var sagt af pólskri starfstúlku í mötuneyti Þjóðleikhússins að Chorzow væri ljótasta borg Póllands,“ segir leikstjórinn Gunnar Helgason en hann er að setja upp finnska söngleikinn SPIN í Rozrywki-leikhúsinu.

Í stuði með guði

Flestum finnst gaman að blanda geði við ættingja og vini í fermingarveislum og fólk sem sjaldan hittist nýtur þess yfirleitt að skrafa saman yfir kræsingunum. En þegar allir eru orðnir mettir er líka gaman að brjóta upp hið hefðbundna fermingarveisluform, syngja, dansa eða fara í leiki. Slíkt er þó betra að undirbúa fyrirfram svo kannski ættu nánustu vinir fermingarbarnsins að taka sig til og skipuleggja smá stuð. Hér koma nokkrar tillögur.

Dansa við lifandi tónlist

Fjórir nemendur Listdansskóla Íslands halda til Turku í Finnlandi í byrjun apríl. Þar munu þeir sýna verk eftir Elli Laukkanen, sem hefur verið gestakennari við skólann frá því í janúar.

Sjá næstu 50 fréttir