Fleiri fréttir

Sölvi sótti Haiti heim

„Þó að aðstæðurnar séu frumstæðar eru börnin bæði glöð og þakklát. En nú er svo komið að það vantar allan stöðugleika og heimilið lifir frá mánuði til mánaðar....

Geislandi í Giambattista Valli kjól

Leikkonan Michelle Williams, 31 árs, stillti sér upp á rauða dreglinum klædd í munstraðan Giambattista Valli kjól á frumsýningu kvikmyndarinnar Take This Waltz á Tribeca kvikmyndahátíðinni í New York í gær. Sagan segir að kærasti Michelle, Jason Segel, hafi mætt baksviðs til að styðja unnustu sína á frumsýningunni.

Bjuggu til teknó í frístundum

Ólafur Arnalds og Janus Rasmussen úr Bloodgroup hafa nýlokið sínu fyrsta tónleikaferðalagi með teknóhljómsveit sína, Kiasmos. Um þrenna tónleika í Þýskalandi var að ræða og gengu þeir fyrstu, sem voru í Hamborg á fimmtudaginn, mjög vel. Þeir síðustu voru í Dresden á laugardagskvöld.

Fjallað um Kríu í NY Times

Jóhanna Methúsalemsdóttir, skartgripahönnuður, sendi nýverið frá sér nýja línu sem unnin er úr þorskabeinum. NY Times Magazine fjallaði um línuna á síðum sínum í byrjun vikunnar.

Fer til New York í sumar

Gyða Katrín Guðnadóttir sigraði Eskimo/Next fyrirsætukeppnina sem haldin var í Hörpu á miðvikudaginn var. Ellefu stúlkur kepptu um titilinn og kom sigurinn Gyðu Katrínu töluvert á óvart.

Flottar fléttur

í meðfylgjandi myndasafni má sjá nokkrar flottar Hollywood stjörnur sem hafa verið með flottar fléttur í hárinu á opinberum viðburðum undanfarið.

Bieber kyssir kærustuna á tökustað

Kærustuparið Justin Bieber og Selena Gomez voru ófeimin við að tjá tilfinningar sínar er Gomez heimsótti Bieber á tökustað við gerð nýja tónlistarmyndbandsins, Boyfriend.

Lágvaxnir menn með hávöxnum konum

Pörin í Hollywood eru eins ólík og þau eru mörg en eitt einkennir þó nokkur þeirra og það er að mennirnir eru töluvert lægri en konurnar.

Spila þungarokk á skemmtiferðaskipi

"Það er óhætt að segja að þetta verður fullkominn endir á skemmtilegu ári hjá okkur,“ segir Aðalbjörn Tryggvason söngvari Sólstafa sem spila í sérstakri skemmtiferðasiglingu fyrir þungarokksaðdáendur í lok árs. Skemmtiferðasiglingin ber heitið Barge To Hell og eru Sólstafir ein af fjörutíu sveitum sem spila á skipinu. Lagt er af stað frá Míamí þann 3. desember næstkomandi, þar sem siglt er til Bahama-eyja og komið aftur til Míamí fjórum dögum síðar. "Þetta verður okkar fyrsti Ameríku-túr og hverjum hefði grunað að við mundum byrja á því að spila á skemmtiferðaskipi. Þetta verður án efa mikið ævintýri og ég veit ekki hvaða hálfvita datt í hug að skella 3.000 þungarokkurum saman á rúmsjó,“ segir Aðalbjörn, eða Addi eins og hann er kallaður, hlæjandi.

Vöðum í djúpri reggítjörn

"Þetta hefur verið dálítið langt og hægt ferli. Það má eiginlega segja að við séum eins og risaskjaldbaka," segir Arnljótur Sigurðsson, bassaleikari, söngvari, og einn lagahöfunda reggísveitarinnar Ojba Rasta, en sveitin á eitt allra vinsælasta lag landsins um þessar mundir, Baldursbrá, sem situr meðal annars í efsta sæti á vinsældalista Rásar 2. Alls eru meðlimir sveitarinnar ellefu og þar með talin þrjú systkini Arnljóts: Unnur Malín (kölluð Malla), sem leikur á barítónhorn, trommarinn Gylfi Freeland og Valgerður Freeland, sem spilar á klarínett.

Gleðibankinn í öllum partíum

Kvikmyndagerðar- og tónlistarkonan Vera Sölvadóttir myndi vilja fá Kára Stefánsson til að búa til nýjan forseta. Leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni líst illa á kúluhatt trommara Of Monsters and Men. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar.

Útgáfu Korter fagnað í Eymundsson

Í vikunni kom út ný íslensk skáldsaga, Korter, eftir Sólveigu Jónsdóttir. Þetta er hressileg saga um fjórar dætur Reykjavíkur sem eiga fátt sameiginlegt annað en 101 Reykjavík og griðastaðinn Café Korter. Bókin fjallar um lífið, ástina og að "þetta reddist allt saman að lokum.“...

Þorsteinn eignast son

Þorsteinn M. Jónsson athafnamaður og Ingibjörg Egilsdóttir unnusta hans eignuðust son í vikunni...

Handverk í formi málverks

Helga Sigríður Valdemarsdóttir myndlistakona á Akureyri notar útsaumsmunstur kvenna í málverk og skúlptúra. „Textíll hefur alltaf hentað mér vel. Ég lauk námi úr Myndlistaskólanum á Akureyri og fann mig frekar í að setja saman liti og munstur en að mála tré og portrettmyndir," segir Helga.

Stubbur á kodda

Ragnhildur Anna Jónsdóttir vinnur barnaföt undir merkinu Jónsdóttir & co. Nýjasta varan er unnin upp úr gamalli barnasögu.

Ástríða fyrir skarti og þjóðbúningum

Hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson hafa sérhæft sig í gerð þjóðbúninga og skarts. Sjálf nota þau búningana óspart, bæði spari og vegna vinnu sinnar.

Tekst á við drykkjuna

Ítalska sjónvarpskonan Elisabetta Canalis er hætt með asnaprikinu Steve-O úr sjónvarpsþáttunum Jackass. Canalis var áður með leikaranum George Clooney í tvö ár.

Saknar sonar síns mikið

Robert Downey Jr. hefur saknað nýfædds sonar síns mikið á meðan hann hefur verið að kynna hasarmyndina The Avengers. Þar leikur hann Iron Man eins og hann hefur áður gert í tveimur myndum.

Haustlína Gucci einkennist af sjálfstrausti

Frida Giannini hönnuður Gucci lét hafa eftir sér að orðið rómantík hafi verið notað baksviðs þegar haustlína 2012 frá Gucci var frumsýnd: Haustlínan er ekki sæt-rómantísk heldur einkennist hún af sjálfstrausti...

Óþægilegt að horfa með mömmu

Leikarinn Zac Efron segir að það hafi verið óþægilegt að horfa á myndina The Lucky One með móður sinni. Í myndinni er þónokkrar djarfar senur með Efron og leikkonunni Taylor Schilling. "Mamma sat fyrir framan mig í bíóinu og ég sökk niður í sætið í hvert skipti sem ég fækkaði fötum í myndinni því ég skammaðist mín svo mikið,“ segir Efron í samtali við People eftir forsýningu myndarinnar.

Next-stúlkan valin í Hörpunni

Eskimo/Next-fyrirsætukeppnin fór fram í Hörpu á síðasta degi vetrar. Tíu stúlkur tóku þátt í keppninni og var það Gyða Katrín Guðnadóttir sem fór með sigur af hólmi.

Vill Hendrix og Gaye líka

Rapparinn og upptökustjórinn Dr. Dre er afar stoltur af því að hafa ásamt Snoop Dogg látið heilmynd af hinum sáluga Tupac Shakur stíga á svið á Coachella-hátíðinni. Hann vonast til að aðrir fylgi fordæmi þeirra og vekji goðsagnir á borð við Marvin Gaye og Jimi Hendrix aftur til lífsins. „Vonandi eiga aðrir listamenn eftir að koma sínum uppáhaldstónlistarmönnum upp á svið. Vonandi getum við séð Jimi Hendrix og Marvin Gaye. Við sjáum hvað setur,“ sagði Dre og útilokar ekki að fara með Tupac-heilmyndina á tónleikaferðalag.

Lohan varð fyrir árás

Lindsay Lohan meiddist lítillega þegar hún fékk glas í sig á skemmtistaðnum Smoke and Mirrors í Los Angeles.

Vilja sjá íslensku norðurljósin

„Þeir vilja fara í Bláa lónið og svo vilja þeir sjá norðurljósin,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um meðlimi hljómsveitarinnar 10cc. „Ég sagði við þá að ég myndi keyra þá út í náttmyrkrið og athuga hvort við sæjum eitthvað.“

Leita að húsi

Svo virðist sem alvara sé að færast í leikinn hjá skötuhjúunum Ryan Reynolds og Blake Lively.

Keypti sér mótorhjól

Justin Bieber reiddi á dögunum fram um tvær og hálfa milljón fyrir nýtt mótorhjól. Hjólið var framleitt í takmörkuðu upplagi og er af gerðinni Ducati. Það var vinur hans, söngvarinn Usher, sem mælti með hjólinu við hann en Usher á sjálfur sams konar hjól. Hinn átján ára Bieber stendur þó frammi fyrir einu vandamáli því hann er ekki með mótorhjólapróf en mun vafalítið bæta úr því fljótlega. Popparinn á einnig margar glæsibifreiðir og ætti því að geta komist leiðar sinnar á næstu árum án nokkurra vandkvæða.

Í eina sæng með Mac

Snyrtivöruframleiðandinn Mac mun senda frá sér nýja línu í haust sem unnin er í samstarfi við Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstýru franska Vogue. Fyrirtækið hefur áður unnið með konum á borð við Iris Apfel, Beth Ditto og Miss Piggy úr Prúðuleikunum.

Í blíðu og stríðu fyrir Eurovision

„FÁSES er fyrir Eurovision svipað og félagið Í blíðu og stríðu er fyrir handboltann. Það skapast oft leiðinleg umræða í kringum framlagið okkar og keppendunum veitir ekki af stuðningsneti sem stendur við bakið á þeim í blíðu og stríðu,“ segir Eyrún Elly Valsdóttir, formaður Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES.

Elskar Ósló

Grínistinn Ricky Gervais er staddur í Ósló þessa helgina til halda sýningar í leikhúsinu Folketeatret. Gervais segist elska borgina á Twitter-síðu sinni en með honum í för er kærasta hans til 30 ára, Jane Fallon. „Ég elska Ósló hingað til. Falleg borg í fallegu landi. Fyrsta uppistandið í kvöld. Get ekki beðið,“ skrifar Gervais á föstudaginn en hann nýtir tímann á milli sýninga til að skoða borgina.

Dugleg á Facebook og Twitter

Victoria Beckham vonast til að Twitter- og Facebook-síður sínar muni sýna aðdáendum sínum hvernig manneskja hún er í raun og veru. „Ég held að vinir mínir og viðskiptavinir fái gott tækifæri til að kynnast mér og mínu skopskyni í gegnum tístin mín á Twitter. Þar getur fólk séð hvernig ég er í raun og veru,“ sagði Kryddpían fyrrverandi, sem hefur haslað sér völl sem fatahönnuður að undanförnu. Hún er þessa dagana í Kína og hefur verið dugleg að tísta frá gangi mála.

Vill verða strangari móðir

Poppdrottningin Madonna segir að sér hafi brugðið er hún sá myndir af 15 ára dóttur sinni reykja sígarettu með vinum sínum í New York. Aldurtaksmarkið fyrir sígarettur eru 18 ár í Bandaríkjunum og viðurkennir Madonna að hún verði að vera strangari í móðurhlutverkinu. „Ég varð ekki glöð þegar ég sá myndirnar. Ég er ekki jafn ströng og ég ætti að vera, svo ég þarf að verða harðari. Ég hef enga þolinmæði fyrir reykingum,“ segir Madonna í viðtali við Today Entertainment.

Landsbyggðarskólar kvarta yfir Söngkeppninni

"Þetta þyrfti að vera þannig að allir ættu að fá sama tækifæri í sjónvarpi og allir framhaldsskólanemendur ættu að fá tækifæri til að hvetja sína keppendur áfram. Annars er þetta keppni nokkurra skóla en ekki allra,“ segir Pálmi Geir Jónsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Segel segir ekkert um sambandið við Michelle Williams

Gamanleikarinn Jason Segel hefur verið að slá sér upp með leikkonunni Michelle Williams undanfarnar vikur. Parið hefur nokkrum sinnum verið myndað á gangi í New York í fylgd með dóttur Williams.

Fæ loksins að standa á sviðinu

„Þetta leggst rosalega vel í mig og verður mjög gaman,“ segir útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir sem, ásamt Vilhelm Antoni Jónssyni, sér um að kynna Söngkeppni framhaldsskólanna í ár.

Lea Michele kát með Glee-kærastann

Lea Michele úr sjónvarpsþáttunum Glee var ánægð að sjá kærasta sinn og mótleikara, Cory Monteith, í veislu á vegum Lacoste um helgina. Monteith var hálftíma of seinn í veisluna og hafði Michele þá beðið hans í ofvæni.

Demi brosir á ný eftir meðferðina

Leikkonan Demi Moore mætti brosandi í opnunarpartí fyrir sjónvarpsþátt vinkonu sinnar, Amöndu de Cadenet, á dögunum. Moore hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðan í janúar en hún er nýkomin úr meðferð.

Fljúgandi fjölmiðlakona

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir einn af umsjónarmönnum Íslands í dag á Stöð 2 hefur setið sveitt við prófalestur fyrir bóklegt einkaflugmannspróf í flugklúbbnum Geirfugli undanfarnar vikur samhliða sjónvarsstarfinu.

True Blood-parið á von á barni í haust

Anna Paquin og Stephen Moyer eiga von á sínu fyrsta barni saman. Moyer á fyrir tvö börn frá fyrra hjónabandi. Paquin og Moyer kynntust við tökur á sjónvarpsþáttunum vinsælu, True Blood, og giftu sig í Malibu árið 2010.

Fjör í óvæntu fimmtugsafmæli

Meðfylgjandi myndir voru teknar í óvæntu fimmtugsafmælisboði sem haldið var fyrir Þór Freysson sjónvarpsframleiðanda hjá Sagafilm en hann á að baki seríur á borð við Idol, X-factor, Bandið hans Bubba, Dans, dans, dans, Loga í beinni, Meistarann, Spaugstofuna, Viltu vinna milljón og Spurningabombuna...

Skálkar á skólabekk

Mátulegur skammtur af formúluskopi. Allt gott og blessað. Þessi ágæti grínhasar krefst engrar þekkingar á sjónvarpsþáttunum gömlu, og þrátt fyrir skort á stjórnlausum hlátrasköllum má vel hafa gaman af 21 Jump Street.

Svartur hitti í mark í Hong Kong

„Þetta gekk mjög vel. Það var mikil stemning og það var gaman að koma þarna,“ segir Óskar Þór Axelsson, leikstjóri Svartur á leik. Hann er nýkominn heim frá Hong Kong í Kína þar sem myndin var sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð. Hún er ein af þremur stærstu hátíðunum í Asíu.

Sjá næstu 50 fréttir