Fleiri fréttir

Mörg andlit Milu Kunis

Leikkonan Mila Kunis, 28 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum á föstudaginn, tók á því í líkamskræktinni á laugardag og á sunnudag mátti sjá hana á LAX flugvellinum...

Desperate Housewives leikarar koma saman

Leikkonurnar glæsilegu Felicity Huffman, Brenda Strong, Vanessa Williams og Eva Longoria komu saman ásamt fleiri leikurum sjónvarpsþáttanna Desperate Housewives í Hollywood um helgina.

Tara hættir ekki djamminu

Tara Reid er orðin þekktari fyrir skemmtanalíf sitt en leikhæfileika og segir hún það hafa slæmar afleiðingar fyrir vinnu sína.

Music Mess í annað sinn

Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess verður haldin í annað sinn helgina 25. til 27. maí á Faktorý Bar og Kex Hosteli. Meðal þeirra sem koma fram eru Benni Hemm Hemm, Snorri Helgason, Jarse frá Finnlandi, My Bubba & Mi frá Danmörku, Cheek Mountain Thief, Legend, Úlfur og fleiri. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn síðasta vor og komu þá fram Deerhunter, Mugison, Lower Dens, Sin Fang og Nive Nielsen. Miðasala hefst 4. maí á Midi.is. Frítt verður inn á þá viðburði sem haldnir verða á Kex Hosteli.

Framleiða glerlíffæri Siggu Heimis

Hið heimsþekkta Corning glerlistasafn í New York hefur hafið framleiðslu á glerlíffærum úr smiðju Siggu Heimis iðnhönnuðar.

Danir elska íslenska hönnun

Guðbjörg Heiða Sigurðardóttir rekur verslunina Dalíu í Kaupmannahöfn. Verslunin var opnuð í byrjun mars og selur meðal annars íslenska hönnun sem fellur vel í kramið hjá dönskum frændum okkar.

Best klæddu konur Bretlands

Victoria Beckham, Naomi Campbell, Kate Middleton og systir hennar Pippa eiga það allar sameiginlegt að vera á lista yfir best klæddu konur Bretlands.

Mariah hamingjusöm mamma

Mariah Carey og eiginmaður hennar Nick Cannon yfirgáfu Plaza Athenee hótelið í New York ásamt tvíburunum Monroe og Moroccan Scott sem fæddust 30. apríl í fyrra. Eins og sjá má brosti Mariah blítt og eiginmaður hennar að sama skapi.

Barnshafandi Kourtney

Barnshafandi Kourtney Kardashian og eiginmaður hennar Scott Disick voru mynduð á götum New York borgar í gærdag með son þeirra, Mason í fanginu...

Óaðfinnanleg Kate Middleton

Breska pressan er yfir sig ánægð með Kate Middleton sem og flestir aðrir en nú er liðið ár frá konunglega brúðkaupi hennar og Vilhjálms prins.

Fjör á frumsýningu

Leikritið Svar við bréfi Helgu var frumsýnt með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið. Leikritið er gert eftir samnefndri skáldsögu Bergsveins Birgissonar sem var ein vinsælasta bók ársins 2010. Það er Kristín Eysteinsdóttir sem leikstýrir verkinu en Ólafur Egill Egilsson sá um leikgerðina. Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson fara með aðalhlutverkin. Það var ekki annað að sjá en að frumsýningargestir væru glaðir á leið sinni inn í salinn en þar mátti meðal annars sjá Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóra, Geir H. Haarde fyrrum ráðherra og eiginkonu hans Ingu Jónu Þórðardóttur.

Litagleði í Hollywood

Leikkonan Jessica Alba og söngkonan Gwen Stefani eru litaglaðar þegar kemur að klæðaburði nú þegar sumarið er gengið í garð. Eins og sjá má eru þær klæddar í appelsínugulan og bleikan jakka. Stjörnurnar hafa nóg að gera með börnin sín en eins og sjá má var Gwen með Zuma Rossdale son sinn og Jessica með dóttur sína Honor Warren.

Sækist ekki eftir frægð og frama

Tónlistarmaðurinn 7oi, sem heitir réttu nafni Jóhann Friðgeir Jóhannsson, er á leið í sína fyrstu tónleikaferð. Hún hefst í Póllandi í byrjun maí og spilar hann þar fimm sinnum á jafnmörgum dögum.

Tólf hjúkrunarfræðinemar til Kenýa

"Við förum inn í fátækustu hverfin rétt fyrir utan höfuðborg Kenýa, Nairobi, og störfum með fólkinu þar,“ segir Steinunn Helga Sigurðardóttir hjúkrunarfræðinemi.

Finnst Lohan hæfileikarík

Gamanleikkonan Rosie O‘Donnell gagnrýndi nýverið valið á Lindsay Lohan í hlutverk Elizabeth Taylor og taldi að leikkonan unga væri ekki í ástandi til að vinna. Lohan var fljót að svara og nú hefur O‘Donnell útskýrt ummæli sín frekar.

Rykiel með Parkinson

Fatahönnuðurinn frægi Sonia Rykiel þjáðist af sjúkdómnum Parkinson. Þetta kemur fram í bók hönnuðarins, Oubliez Pas Que Je Joue eða Ekki gleyma að þetta er leikur, þar sem Rykiel talar í fyrsta sinn um sjúkdóminn sem hefur plagað hana í meira en tíu ár.

Skálmöld þakkar fyrir sig

Lag rokkaranna í Skálmöld, Árás, var notað við frumsýningu á nýju vopnakerfi fyrir tölvuleikinn Eve Online á Fanfest-hátíðinni í Hörpu á dögunum.

Leður fyrir hádegi - síðkjóll seinnipart

Kim Kardashian, 31 árs, var klædd í leðurbuxur og strigaskó með hárið tekið aftur í tagl í New York. Síðar sama dag var hún í glæsilegum dökkgrænum flauelskjól með hárið tekið í snúð. Skoða má myndirnar af Kim í meðfylgjandi myndasafni.

Hversdagsleg Jennifer Lopez

Jennifer Lopez hefur svo sannarlega verið áberandi undanfarið sem dómari í þáttunum American Idol, ekki síst fyrir áberandi fataval sitt og himinháa hæla.

Fagnaði með handspritti

Leikarinn John Cusack var gestur í spjallþætti grínistans Jimmy Kimmel í vikunni og ræddi þar á meðal stjörnuna sem hann hafði hlotið í The Hollywood Walk of Fame fyrr um daginn. Til að fagna þessum áfanga drukku þeir félagar sopa af handspritti, en slíkt hefur verið vinsælt meðal bandarískra ungmenna undanfarið.

Benni B-Ruff heldur upp á 15 ára starfsafmæli

"Ég held þessu áfram þar til börnin mín fara að heimsækja mig á skemmtistaðina, þá er þetta komið gott," segir Benedikt Freyr Jónsson, eða DJ Benni B-Ruff, sem fagnar 15 ára ferli sínum sem plötusnúður um þessar mundir.

Þreytt á að tala um kynþokka

Scarlett Johansson er orðin þreytt á því að tala um kynþokka sinn. Hún segir að útlit sitt tengist því hversu mjúkar línur hún er með.

Vill hefja sambúð

Leikkonan Jennifer Lawrence fær ekki leyfi frá móður sinni til að fara að búa með kærastanum sínum, breska leikaranum Nicholas Hoult. Lawrence óttast að þetta muni hafa slæm áhrif á sambandið ef marka má frétt The Enquirer.

Stuttskífa frá Sin Fang

Stuttskífan Half Dream með Sin Fang kemur út á 12 tommu vínyl á vegum þýsku útgáfunnar Morr Music í lok maí. Þar verða fimm lög sem segja má að séu hálfgerður eftirmáli síðustu plötu hans, Summer Echoes, og formáli að þeirri næstu sem mun heita Flowers og kemur út á næsta ári.

Springsteen fær þriðjung

Bruce Springsteen fær í laun næstum þriðjung af því sem kostar að halda Hróarskelduhátíðina í Danmörku fyrir að stíga þar á svið í fyrsta sinn. Þetta kemur fram í blaðinu Berlinske Tidende.

Rósótt þema í tískupartýi

Tribeca-kvikmyndahátíðin stendur þessa dagana yfir í New York en margmenni er statt í borginni af því tilefni. Ýmiss konar boð eru víðs vegar um New York en partý á vegum tískuhússins Chanel var stjörnum prýtt. Rósir settu skemmtilegan svip á gleðskapinn þar sem leikarar, fyrirsætur og tískufyrirmyndir brostu breitt.

Paltrow í söngleik

Gwyneth Paltrow er í viðræðum um að leika í nýrri söngleikjauppfærslu á kvikmyndinni Finding Neverland sem kom út 2004. Paltrow á að leika Sylviu Llewelyn David, fjögurra barna móður sem vingast við rithöfundinn J. M. Barrie. Þessi vinskapur veitti honum innblástur til að skrifa ævintýrið um Pétur Pan. Með aðalhlutverkin í myndinni fóru Kate Winslet og Johnny Depp.

Plötusnúðar keppa

„Þetta verður svakaleg stemning. Það eru mjög góðir keppendur og það verður hart barist,“ segir plötusnúðurinn Addi Exos.

Nektarmynd af Madonnu boðin upp

Áður óbirt nektarmynd af tónlistarkonunni Madonnu verður boðin upp í næsta mánuði. Um er að ræða mynd sem stjörnuljósmyndarinn Steven Meizel tók af Madonnu fyrir bók hennar Sex árið 1990. Á myndinni má sjá söngkonuna liggja í rúmi með sígarettu og hvítt lak fyrir sínu allra heilagasta.

Myndar allt fyrir danska hönnuðinn Henrik Vibskov

"Þetta er mjög gaman og ég er umvafinn jákvæðu og listrænu fólki hérna,“ segir ljósmyndarinn og grafíski hönnuðurinn Hörður Ellert Ólafsson sem starfar sem eins konar hirðljósmyndari hjá danska hönnuðinum Henrik Vibskov.

Freyja í 2. sæti á European Cup

Freyja Sigurðardóttir fitnessdrottning með meiru og þriggja barna móðir landaði 2. sæti í Fitnessmótinu European Cup sem fram fór í Madríd á Spáni í dag. Freyja keppti í opnun flokki burtséð frá hæð keppenda. Freyja sigraði á Íslandsmótinu í Fitness 2012 á föstudaginn langa í Háskólabíói í fitnessflokki + 163 cm. Ég er búin að vera að keppa síðan árið 1999 en ég tek það samt fram að ég er bara 30 ára gömul. Veistu, þetta er svo mikið adrenalín-kikk að mæta á sviðið og alltaf að reyna að komast í betra og betra form. Að keppa er bara eitthvað sem ég fæ ekki nóg af, lét Freyja hafa eftir sér þegar Lífið ræddi við hana rétt fyrir páska.

McCregor dæmir

Skoski leikarinn Ewan McGregor, Alexander Payne, leikstjóri The Descendants, og þýska leikkonan Diane Kruger eru hluti af níu manna dómnefnd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes sem hefst 16. maí.

Lágstemmd og leyndardómsfull

Sigur Rós fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum í breska tónlistartímaritinu Q fyrir plötuna Valtara.

Kviknaktir á umslagi fyrstu plötunnar

„Við erum allir mjög spenntir fyrir útgáfunni, næstum eins og krakkar að bíða eftir jólunum,“ segir Víðir Björnsson, gítarleikari Kiriyama Family, um fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem kemur út þann 7. maí. Platan hefur hlotið nafnið Kiriyama Family og mynd af kviknöktum meðlimum sveitarinnar prýðir plötuumslagið.

Dylan fær Frelsisorðu

Bob Dylan verður heiðraður af forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í á næstunni. Hann fær afhenta æðstu orðu sem almennum borgara getur hlotnast í landinu, Frelsisorðuna.

Clooney alveg sama

Stacy Keibler segir kærastanum, leikaranum George Clooney, vera alveg sama þótt hún klæðist íþróttafötum þegar þau fara út úr húsi.

Bomban í myndinni hans Balta

Leikkonan Paula Patton leikur undir stjórn kvikmyndaleikstjórans Baltasars Kormáks í myndinni 2 Guns ásamt Mark Wahlberg og Denzel Washington. Patton er rísandi stjarna í Hollywood og þykir með fegurstu konum í heimi.

Áttunda Bræðslan

Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri fer fram í áttunda skiptið í sumar, helgina 26.-29. júlí. Fram koma Mugison, Valgeir Guðjónsson, Fjallabræður og Contalgen Funeral.

Clooney og Crawford góðir vinir

George Clooney, 50 ára, og kærastan hans Stacy Keibler, 32 ára, voru mynduð þegar þau yfirgáfu veitingahús í Hollywood ásamt fyrirsætunni Cindy Crawford og eiginmanni hennar, Rande Gerber...

Sjá næstu 50 fréttir