Fleiri fréttir

Högni grínast fyrir Snorra

Snorri Helgason heldur útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Upphaflega stóð til að Ríó tríóið og Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar myndu hita upp, en Sigríður forfallaðist. Þá kom félagi hennar í Hjaltalín, kammergoðið Högni Egilsson, sterkur inn og var vélaður til að hlaupa í skarðið.

Dæmd á skólabekk

Lindsay Lohan verður að sækja áfengisfræðslutíma vikulega. Leikkonan, sem er á skilorði vegna ölvunaraksturs, hefur nú verið dæmd til að sækja fræðslu um áhrif áfengis og verða fræðslutímarnir að vera algjört forgangsatriði hjá henni. Dómurinn var kveðinn upp í dómsalnum í Beverly Hills á þriðjudag og samkvæmt slúðurvefsíðunni TMZ sagði dómarinn Marsha Revel að það væri sama hvað kæmi upp hjá Lohan, hvort sem það tengdist vinnu eða ekki þá yrði hún að mæta í tímana.

Enn vinir

Leikararnir Jake Gyllenhaal og Reese Whitherspoon eru hætt saman. Tímaritið People flutti fyrst fréttir af þessu fyrir nokkrum vikum síðan en talsmenn leikaranna vísuðu á bug þeim sögusögnum. Nú hafa talsmenn þeirra þó ákveðið að þegja og þykir það staðfesta orðróminn.

Crazy er besta lagið

Nú hefur tímaritið Rolling Stone fylgt eftir lista sínum yfir bestu plötur áratugarins með lista yfir 100 bestu lögin. Ekkert íslenskt lag er á þessum lista en eins og kunnugt er voru þrjár íslenskar plötur á listanum yfir bestu plöturnar. Það er alls kyns vinsældapopp og rokkslagarar sem spekingar Rolling Stone velja á listann, en besta lagið er Crazy með Gnarls Barkley.

Tvær spila á Jólagraut

Hljómsveitirnar Hjálmar og Hjaltalín leiða sama hesta sína og fagna jólahátíðinni með tónleikum á Nasa á laugardagskvöld. Samkoman er haldin undir merkjum tónlistarveislunnar Jólagrautsins sem hefur verið haldin í kringum hátíðirnar frá árinu 2005. Þá léku Hjálmar, Mugison og Trabant á eftirminnilegum tónleikum. Hjálmar eru að fagna nýrri plötu sinni sem nefnist IV og Hjaltalín gaf á dögunum út sína aðra plötu, Terminal. Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur í forsölu en verður 2.500 krónur við hurð á tónleikadag. Miðar fást í Skífunni og á Midi.is.

Rakaði ekki fótleggina

Notebook-leikkonan Rachel McAdams er á forsíðu janúarheftis Vogue. Leikkonan þykir afskaplega jarðbundin miðað við margar aðrar Hollywood-stjörnur. Í viðtali við Vogue segist hún helst vilja eyða peningum sínum í skemmtilega lífsreynslu. „Ég er ekki gráðug. Ég kýs heldur að eyða peningum mínum í góðan mat eða skemmtileg ferðalög."

Kappar í Broken Bells

Tónlistarmennirnir Danger Mouse og James Mercer úr indípoppbandinu The Shins leiða saman hesta sína og gera saman plötuna Broken Bells. Platan á að koma út 8. mars næstkomandi en fyrsta lagið sem heyrist verður sett á heima­síðuna Brokenbells.com á mánudaginn, „The High Road“.

Ein af stjörnum 2010

Sam Worthington, sem leikur Jake Sully í Avatar, gæti hugsanlega orðið næsta stórstjarna Hollywood ef marka má árlegan lista Forbes. Bandaríska viðskiptatímaritið birti á dögunum lista yfir þá tíu leikara sem setja munu mark sitt á árið 2010 og er Worthington á honum.

Vinur rappstjarnanna heldur tónleika á Íslandi

Erlendir rapparar hafa verið sjaldséðir hér á landi frá því að 50 Cent og Snoop Dogg fylltu tónleikahallir höfuðborgarinnar. Það er því gleðiefni að bandarískur rappari ætlar að halda þrenna tónleika hér á landi.

Shakira gæðir sér á súkkulaði

Söngkonan Shakira segist vera dugleg við að stelast í súkkulaði þegar hún vill hvíla sig á stífu mataræði sínu og æfingaprógrammi. Hún telur að súkkulaðiðátið sé nauðsynlegt svona af og til.

Þrjár plötur seljast langbest

Þrjár plötur eru áberandi söluhæstar það sem af er þessu ári. Plata Friðriks Ómars og Jógvans, Vinalög, er á toppnum með um níu þúsund eintök seld, þar af tvö þúsund í Færeyjum. Næst á eftir koma Jólatónleikaplata Björgvins Halldórssonar og fjórða plata Hjálma með í kringum sjö þúsund eintök hvor. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, er að vonum ánægður með viðtökurnar við Vinalaga-plötunni.

Frá Tiger til Puma

Vefritið TMZ hefur greint frá því að íþróttafyrirtækið Puma sé á höttunum eftir Elinu Nordegren, eiginkonu Tiger Woods, og vilji fá hana sem nýtt andlit fyrirtækisins.

Kröfuhörð kærasta

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru þau Kate Hudson og hafnaboltaleikarinn Alex Rodriguez hætt saman. Samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs batt Alex, kallaður A-Rod, enda á samband sitt við Hudson þar sem honum þótti hún of kröfuhörð þegar kom að hafnaboltaleikjum hans með New York Yankees. Þá er leikkonan sögð hafa viljað láta stríla sig upp fyrir hvern leik, heimtað sæti í fremstu röð og spókað sig fyrir framan myndavélarnar við hvert tækifæri.

Talar gegn ofbeldi

Leikkonan Halle Berry hefur unnið sem sjálfboðaliði í kvennaathvarfi í Los Angeles um nokkurt skeið. Hún hefur einnig gerst talsmaður Jenesse-samtakanna sem berjast gegn heimilisofbeldi og styrkir samtökin að auki fjárhagslega.

Lögreglan gefur út glæpasögur

Út er komin bókin Norræn sakamál 2008-2009 en það er Íþróttasamband lögreglumanna á Norðurlöndum sem gefur hana út.

Sigga Kling: Ég var jólatré í fyrra lífi

„Ég var alltaf mjög vanaföst með jólin," svarar Sigríður Klingenberg aðspurð út í jólahefðir hjá henni í gegnum tíðina á Jól.is. „Það þurfti allt að vera svo hreint og fint og mikið skreytt að Rammagerðin hefði mátt vara sig," segir Sigríður. „Ég held að ég hafi verið jólatré í fyrra lífi," bætir hún við skellihlæjandi. Viðtalið við Sigríði má sjá hér.

Harmur englanna bestur

Niðurstöður í árlegri verðlaunaveitingu starfsfólks í bókaverslunum voru tilkynntar í gær og er það í tíunda sinn sem starfsmenn bókaverslana safna saman áiti sínu um mikilvægustu útgáfuverk, ekki aðeins í einum flokki heldur sjö.

Upplífgandi skýjaborg

Nýtt lag Jóns Þórs Birgissonar, Boy Lilikoi, af væntanlegri sólóplötu hans fær mjög góða dóma á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork, eða 8 af 10 mögulegum. Laginu er líkt við tónlist úr Disney-teiknimyndum á borð við Konung ljónanna og Litlu hafmeyjuna þar sem glaðværðin ræður ríkjum.

Stefnir á eitt þúsund þætti

Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund.

Hjálpum þeim sungið á ný

Lagið Hjálpum þeim verður flutt í nýjum búning á tónlistarhátíðinni Jól Jólsson sem verður haldin á Hótel Íslandi á föstudagskvöld. Flestir söngvaranna sem koma fram á hátíðinni munu flytja lagið. Á meðal þeirra verða Daníel Ágúst, Krummi, Egill Sæbjörnsson, Rósa Birgitta Ísfeld, Lóa Hjálmtýsdóttir og Davíð Berndsen. Hjálpum þeim er eftir Axel Einarsson við texta Jóhanns G. Jóhannssonar, Gunnars Þórðarsonar og Eyþórs Gunnarssonar. Það kom fyrst út árið 1986 og var gefið út til styrktar vannærðum börnum í Afríku.

Ein stærsta sýning sögunnar

„Þetta er ein af stærstu frumsýningunum frá upphafi á Íslandi,“ segir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu.

Jólalög frá Hollywood

Leik- og söngvararnir Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson halda tónleika í Laugarneskirkju í kvöld klukkan 20.30. Þar munu þau flytja sígild jólalög með hjálp Árna Heiðars Karlssonar djasspíanista. „Þetta verða ofsalega ljúf, amerísk Hollywood-lög,“ segir Bjarni. Á tónleikunum ætla þau að feta í fótspor Bing Crosby, Judy Garland, Dean Martin og fleiri Hollywood-stjarna. „Það er til svo ofsalega mikið af fallegum jólalögum. Við ákváðum að fá góðan undirleikara með okkur og stofna til veislu.“ Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur og lofar Bjarni silkimjúkri og fallegri kvöldstund.

Love missti forræðið

Söngkonan Courtney Love, ekkja rokkarans Kurts Cobain, hefur misst forræðið yfir dóttur þeirra, Frances Bean Cobain. Dómstóll í Los Angeles úrskurðaði um þetta á dögunum. Það verður móðir Kurts, Wendy O"Connor, og systir hans, Kimberly Dawn Cobain, sem öðlast forræðið yfir Frances, sem er sautján ára. Ekki er vitað hvers vegna Love missti forræðið en undanfarin ár hefur hún átt við vímuefnavandamál að stríða. Kurt Cob­ain fyrirfór sér árið 1994 eftir að hafa nokkrum árum áður slegið í gegn með hljómsveitinni Nirvana.

Sendu dularfull póstkort í ár

Vera Sölvadóttir og Jarþrúður Karlsdóttir fengu hugmynd á kaffihúsi í sumarbyrjun 2008: Að senda ókunnugu fólki úti um allan heim póstkort, eitt á viku. Þær stóðu við hugmyndina í heilt ár og opna á morgun sýningu á verkefninu.

Guð blessi Ísland fer víða

Heimildarmynd Helga Felixsonar, Guð blessi Ísland, verður sýnd í sjónvarpi á öllum Norðurlöndunum eftir áramót. Myndin verður sýnd á RÚV 2. janúar og verður síðan sýnd með skömmu millibili á ríkissjónvarpsstöðvum hinna Norðurlandaþjóðanna. Hinn 12. janúar verður hún sýnd á hnni sænsku SVT, 17. janúar verður hún í finnska sjónvarpinu, daginn eftir er hún sýnd í danska ríkissjónvarpinu, DR, og loks á TV2 í Noregi 26. janúar. Að sögn Helga verður hún sýnd á besta tíma á öllum þessum stöðvum.

ný tímarit

Saga – tímarit Sögufélagsins er nýkomið út og efnið er fjölbreytt að vanda. Ritstjóri er Sigrún Pálsdóttir. Hvaða lærdóm má draga af hagþróun og hagstjórn á Íslandi á 20. öld, er spurning heftisins og svara henni þrettán sérfræðingar.

Langar í eiginmann

Jessicu Simpson varð um og ó þegar hún frétti af demantshring sem fyrrum kærasti hennar, íþróttakappinn Tony Romo, gaf nýju kærustu sinni, Candice Crawford. Vinir söngkonunnar segja að hún hafi fylgst með sambandi Romo og Crawford frá því að þau byrjuðu að stinga saman nefjum.

Danstónlistarfíklar ranka við sér

Annan í jólum – sem er laugardagur – verða gömlu vínyl-kassarnir dregnir fram og dansstemning frá árdögum danssenunnar 1990 til dansársins mikla 1995 rifjuð upp á Jakobsen. Kvöldið gengur undir nafninu Party Zone "95 kvöld, enda stendur samnefndur danstónlistarþáttur fyrir því.

Rændur um miðjan dag

Þjófagengi braust inn á heimili Arnars Gauta Sverrissonar, fyrrum sjónvarpsmanns og framkvæmdastjóra, í Melahvarfi á mánudag og hafði á brott með sér mikil verðmæti.

Sopranos í Hafnarborg

Sopranos verða með jólatónleika í Hafnarborg í kvöld kl. 20. Tríóið Sopranos er landsmönnum að góðu kunnugt en það skipa söngkonurnar Hörn Hrafnsdóttir, Margrét Grétarsdóttir og Svana Berglind Karlsdóttir. Á tónleikunum verður bland af hátíðlegum gullmolum og léttum og skemmtilegum jólalögum í útsetningu Sopranos og Egils Gunnarssonar og eins og stelpunum einum er lagið verður ekki langt í grínið.

Bresku tískuverð- launin afhent

Stærstu nöfnin í tískuheiminum komu saman í London í síðustu viku á tískuverðlaunahátíðinni British fashion awards. Cristopher Bailey var kjörinn hönnuður ársins og Burberry var valið hönnunarmerki ársins eftir glæsilega endurkomu á tískuvikunni í London. Georgia May Jagger var kjörin fyrirsæta ársins, en Kate Moss hlaut London 25-verðlaunin sem voru veitt einstaklingi sem fangað hefur tískuandann í London í tilefni af 25 ára afmæli tískuvikunnar þar í borg. Þá hlaut John Galliano British fashion council-verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í fatahönnun. - ag

Opnar álfakaffihús í Hellisgerði

„Ég missti vinnuna svo núna er ég bara að skapa mér atvinnutækifæri og lífga við þennan garð,“ segir Sigríður Friðriksdóttir sem opnaði um helgina Græna kaffihúsið í lystigarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði.

Stjörnur eitt augnablik

Sýningin Stjörnur eitt augnablik, heitir eftir samnefndri myndröð ljósmyndarans Laurents Friob sem hann tók á Íslandi, nánar tiltekið af Goðafossi árið 2008. Nú opnar Friob sýningu á verkum úr röðinni á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Um sýningu og viðfangsefnið segir Friob:

Japanir svalari en við

Andri Snær Magnason hefur lifað lífi heimsborgarans á árinu og verið á stöðugu flandri undanfarna mánuði. Hann er loks kominn heim og hyggst taka sér smá frí frá ferðalögum.

Madonnu sagt upp

Madonna hefur verið andlit tískurisans Louis Vuitton undanfarið, en nú hefur tískuhúsið ákveðið að segja upp samningi sínum við söngkonuna og ráða í hennar stað yngri fyrirsætu.

Egilsstaðarokk til LA

Þungarokksveitin Bad Carburetor frá Egilsstöðum á lag á safndisknum Riot on Sunset Vol. 19 sem plötuútgáfan 272 Records í Los Angeles gefur út. Útgáfan sérhæfir sig í að finna hljómsveitir á netinu og safna saman lögum frá þeim. Áður hafa Atómstöðin og Vax, báðar frá Egilsstöðum, átt lög á diskum í röðinni sem og hljómsveitin Foreign Monkeys frá Vestmannaeyjum. Bad Carburetor skipa þeir Davíð Logi Hlynsson trommari, Hafþór Máni Valsson, söngvari og gítarleikari, og Ari Frank Inguson bassaleikari og þeir ætla sér stóra hluti í framtíðinni.

LeAnn er sár

Söngkonan LeAnn Rimes hefur baðað kærasta sinn, leikarann Eddie Cibrian, í gjöfum frá því þau tóku saman. Samkvæmt vini Rimes hefur hún keypt handa honum armbandsúr frá Hermes, armbönd, flíkur og annað slíkt til að gleðja sinn heittelskaða á erfiðum tímum. Annar vinur söngkonunnar segir sambandið ganga vel en eitt skyggi þó á gleði þeirra.

Hurt Locker best

Kvikmyndin The Hurt Locker, sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak, var kjörin besta myndin af samtökum gagnrýnenda í Los Angeles. Leikstjóri myndarinnar, Kathryn Bigelow, fékk einnig viðurkenningu. Þrátt fyrir góða dóma víðast hvar þegar myndin var sýnd í sumar fékk hún heldur dræma aðsókn og þénaði aðeins þrettán milljónir dollara vestanhafs.

Undarlegt að fá verðlaun

Hjartaknúsarinn Johnny Depp segist alltaf eiga jafn erfitt með að venjast því að fá leiklistarverðlaun. Depp fékk verðlaun fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni á Bahamaeyjum.

Tiger segir skilið við golfið í bili

Tiger Woods sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem hann viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni og segist jafnframt ætla að taka hlé frá atvinnumennsku um óákveðinn tíma svo hann geti sinnt fjölskyldu sinni betur. „Ég er meðvitaður um þann sársauka sem ég hef valdið konu minni og börnum. Mig langar að biðjast afsökunar og bið þess að mér verði fyrirgefið,“ sagði Woods.

Sjálfstæð kærasta

Hjartaknúsarinn George Clooney hefur fundið ástina í örmum hinnar ítölsku Elisabettu Canalis. Þau hafa verið saman frá því í sumar og nýlega kynnti Clooney hana fyrir móður sinni. Vinir leikarans hafa þó tekið eftir því að Elisabetta lætur Clooney ekki stjana mikið við sig.

Elskar eggjapúns

Nicole Richie frumsýndi nýja skartgripalínu sína, House of Harlow, fyrir stuttu. Á kynningarkvöldinu skartaði Richie að auki nýrri hárgreiðslu og dekkri háralit en áður.

Tjáir sig ekki við fjölmiðla

Spænska leikkonan Penelope Cruz gerir hvað hún getur til að halda fjölmiðlum fjarri ástarsambandi sínu með leikaranum Javier Bardem. Hún óttast að sambandið versni um leið og hún fer að tjá sig opinberlega.

Trúlofuð

Nýjar fregnir herma að leikarinn Orlando Bloom hafi beðið kærustu sinnar til þriggja ára. Leikarinn hefur átt í sambandi við áströlsku fyrirsætuna Miröndu Kerr undanfarin ár og á hann að hafa beðið hennar á meðan þau dvöldu í Marokkó.

Sjá næstu 50 fréttir