Fleiri fréttir

Mel B geislandi nýbökuð mamma

Nýbakaðir foreldrar, Mel B, 36 ára, og Stephen Belafonte, voru mynduð yfirgefa veitingahúsið Matsuhisa í Beverly Hills í gærkvöldi aðeins tíu dögum eftir að Mel fæddi, Madison Brown Belafonte. Madison er fyrsta barn hjónanna. Fyrir á Mel dæturnar Phoenix, 12 ára, og Angel, 4 ára, og Stephen eina stúlku, Giselle, 6 ára. Eins og sjá má í myndasafni geislar Mel B.

Eigum við eitthvað að ræða þessar stellingar?

Söngkonan Rihanna, 23 ára, er andlit eða öllu heldur líkami auglýsingaherferðar ítalska framleiðandans Emporio Armani í ár. Hún er stutthærð með aflitað hárið eins og sjá má í myndasafni. Þá vekur athygli að í auglýsingunum pósar Rihanna ýkt svöl á nærfötum í aftursæti bifreiðar og klædd í gallabuxur og brjóstahaldara þar sem hún teygir úr sér ofan á húddi.

Daðrandi á tískuviku

Svo virðist sem söngkonan vinsæla Jennifer Lopez skemmti sér vel á lausu en hún sat á fremsta bekk á tískusýningu Tommy Hilfiger ásamt leikaranum Bradley Cooper. Vel fór á með þeim tveimur og höfðu ljósmyndarar sýningarinnar meira áhuga á parinu en fatnaðinum.

Clooney féll fyrir þessari skvísu

Bandaríska fyrirsætan og leikkonan Stacy Keibler, 31 árs, er konan sem allir eru að tala um í Hollywood því hún er sú sem George Clooney féll kylliflatur fyrir í sumar. Allt, svaraði Stacy spurð hvað það væri í fari George sem henni líkaði sérstaklega vel við. Meðfylgjandi má sjá myndir af silfurrefnum og Stacy í á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina en það er fyrst núna sem þau sjást saman.

Gaukur á Stöng opnaður á ný

„Gaukurinn var hálfgerð félagsmiðstöð tónlistarmanna. Þangað komu allir sem voru að spila, hittust og ræddu um bransann,“ segir gítarleikarinn og athafnamaðurinn Franz Gunnarsson.

Dömuleg í mokkalitaðri dragt

Breska fyrirsætan og leikkonan Rosie Huntington-Whiteley, 24 ára, sem leysti Megan Fox af í aðalhlutverki í kvikmyndinni Transformers 3, stillti sér upp í mokkalitaðri Burberry dragt sem fór henni þetta líka svona vel.

Kynóður Simon Cowell

Kærasta Simons Cowell til tuttugu ára lýsir honum sem kynóðum hundi. Hann hafi oft haldið framhjá henni en aldrei viljað viðurkenna það. Ástamál Cowells eru enn og aftur í kastljósi fjölmiðla.

Lárus Welding aðstoðar kraftakarla

„Lárus hefur verið að gefa okkur góð ráð og verið okkur innan handar við samningsgerð. Hann hefur kennt okkur hvernig við eigum að bera okkur að því svona samningsmál eru hafsjór af alls konar gildrum. En hann á hins vegar engan hlut í fyrirtækinu,“ segir útvarpsmaðurinn, athafnamaðurinn og fitness-kappinn Ívar Guðmundsson.

Sígild bók Ingólfs endurútgefin

„Ég var búinn að vera í Skruddu í fimmtán ár og mig langaði til að gera eitthvað annað,“ segir Ívar Gissurarson, nú fyrrverandi forleggjari hjá Skruddu.

Paris hvað er í gangi hérna?

Paris Hilton mætti öllum að óvörum á sviðið í miðjum tónleikum í Las Vegas hjá tónlistarmanninum Joel Zimmerman, sem kemur fram undir nafninu deadmau5. Eins og myndirnar sýna mætti Paris á sviðið klædd eins og draugur, síðan dansaði hún í kjölfarið við taktfasta tónlistina. Sagan segir að Paris ætli að einbeita sér að því að þeyta skífum í framtíðinni. Þá má einnig sjá Paris á LAX flugvellinum í Los Angeles í myndasafni.

Kjóllinn er gegnsær Gaga

Söngkonan Lady Gaga, 25 ára, var mynduð í New York á laugardaginn var í svörtum gegnsæjum blúndukjól með Coco Chanel leðurbox og sólgleraugu á nefinu...

Victoria og Harper litla versla saman

Victoria Beckham, 37 ára, kom við í Prada verslun í New York í gær, sunnudag, með tveggja mánaða dóttur sína, Harper, í fanginu...

Er lýtalæknirinn fluttur inn Madonna?

Madonna, 53 ára, var stórglæsileg á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í síðustu viku en það var hinsvegar þrútið andlit söngkonunnar sem vakti athygli...

Greinilega gaman hjá þessum

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru við opnun sýningarinnar Ný list verður til og smiðjunni Sérvizka Kjarvals á Kjarvalsstöðum í gær, laugardag...

Kremaður kjóll Keiru stelur senunni

Breska leikkonan Keira Knightley, 26 ára og danski-ameríski leikarinn Viggo Mortensen, 52 ára, stilltu sér upp á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gær. Þau leika saman í kvikmyndinni A Dangerous Method - sjá nánar hér. Eins og meðfylgjandi myndir sýna fer kremaði kjóllinn Keiru afskaplega vel.

Þessir eru stórhættulegir Victoria

Meðfylgjandi myndir voru teknar í New York af Victoriu Beckham, 37 ára, og dóttur hennar, Harper, sem kom í heiminn fyrir aðeins tveimur mánuðum. Eins og sjá má á myndunum vafði Victoria barnið í ljósgrátt teppi en hún sjálf var klædd í áberandi háa hælaskó sem þarfnast eflaust stöðugleika af hennar hálfu upp á jafnvægið að gera. Þá má sjá mæðgurnar yfirgefa Plaza hótel fyrr í vikunni.

Mikið rétt sætu stelpurnar voru þarna

Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningu leikverksins Uppnám í Þjóðleikhúskjallaranum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum mættu sætu stelpurnar og skemmtu sér þetta líka stórvel. Um er að ræða tvöfalda síðkvölds-skemmtun með Pörupiltum og Viggó og Víólettu. - Sjá viðtal við Viggó og Víólettu hér. Uppnám á Facebook.

Metropolitan-safnið keypti listaverk Katrínar Sigurðar

"Þetta er mikill heiður,“ segir myndlistarmaðurinn Katrín Sigurðardóttir. Metropolitan-safnið í New York hefur keypt listaverk hennar Boiserie sem var sett þar upp á síðasta ári. Metropolitan er eitt stærsta listasafn heims og því um mikla upphefð fyrir Katrínu að ræða. Ekki er vitað til þess að safnið hafi áður keypt verk eftir Íslending.

Baktal, rifrildi... nefndu það bara!

Við erum að baktala hvorn annan svolítið, segja mennirnir á bak við Spaugstofuna, ástsælasta sjónvarpsþátt þjóðarinnar síðustu 20 árin...

Gagnrýnir hefðarfólk

Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er lítið hrifinn af tískustraumum þeim sem viðgangast meðal bresks hefðarfólks. Hann segir fötin óklæðileg og ósmekkleg.

Týnda kynslóðin fundin

„Þetta er þá bara þáttur sem stendur undir nafni, týnda kynslóðin er þá bara fundin,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla.

Barneignir fá að bíða

Tímaritið Star Magazine greindi frá því fyrir helgi að Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Kate, ættu von á tvíburum innan skamms. Talsmaður konungshallarinnar vísar þó þessum fréttum á bug.

Erfitt að kveðja Georg

Elisabetta Canalis, fyrrverandi kærasta George Clooney, sagði í viðtali við ítalska tímaritið Chi að sambandsslit fengju mikið á hana. „Mér finnst alltaf að mér hafi mistekist þegar sambönd mín ganga ekki upp. Það er ekkert fallegt við það að kveðja ástina sína,“ sagði Canalis, en hún var í sambandi með Clooney í tæp tvö ár. „Ég er svolítil strákastelpa í mér en þegar ástin er annars vegar læt ég vaða yfir mig. Ég er að leita að manni sem getur fært mér öryggi.“

Flugur eru eins og tófú

Villi, Gói og Sveppi eru bestu vinir í alvöru, en líka bestu vinir barnanna. Þeir lentu í skuggalegum ævintýrum við gerð Algjörs Sveppa og töfraskápsins. Hér svara þeir mjög mikilvægum spurningum.

Fann ástina á ný

Leikkonan Eva Longoria er trúlofuð kærasta sínum, Eduardo Cruz, eftir aðeins sex mánaða samband. Eduardo þessi er yngsti bróðir leikkonunnar Penelope Cruz. Cruz bað sinnar heittelskuðu í júlí er þau voru í fríi á Marbella á Spáni ásamt systur hans og eiginmanni hennar, Javier Bardem. Samkvæmt heimildarmönnum er fyrirhugað brúðkaup síðar á árinu. „Eftir bónorðið stukku þau í saman í sjóinn. Þau voru mjög hamingjusöm. Þau hafa fundið sálufélaga sinn hvort í öðru,“ var haft eftir innanbúðarmanni.

Stjörnufans á haustkynningu Stöðvar 2

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hörpu á árvissri haustkynningu Stöðvar 2 í kvöld. Mikið hefur verið vel lagt í þennan rómaða viðburð en aldrei eins og nú enda fagnaði sjónvarpsstöðin 25 ára afmælinu sínu í ár. Gestum var boðið upp á veitingar frá öllum heimshornum og skothelda skemmtun. Eins og sjá má á myndunum skemmtu sjónvarpsstjörnurnar og aðrir gestir sér þetta líka rosalega vel.

Þrjú tonn af lóðum til landsins

Skip lagði í gær af stað frá Bandaríkjunum til Íslands með þrjú tonn af lyftingalóðum. Lóðin, ásamt lyftingatækjum sem koma með flugi, verða til sýnis í Bíó Paradís í tengslum við sýningu heimildarmyndarinnar ChallengingImpossibility á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF.

Sean Penn og nýja kærastan

Sean Penn, 51 árs, sem átti vingott við Scarlett Johansson, 26 ára, er kominn með nýja kærustu, Shannon Costello, 26 ára, sem hefur unnið fyrir Sean undanfarið. Madonnu, sem var gift Sean árin 1985 - 1989, lét hafa eftir sér: Ég hrífst af sköpunarglöðum einstaklingum eins og Sean Penn og Guy Ritche. Þeir eru báðir hæfileikaríkir einstaklingar sem hafa haft áhrif á mig þegar kemur að því hvernig ég leikstýri.

Fyrrverandi Gogga í Hollywood

Fyrrverandi kærasta George Clooney, ítalska sjónvarpsstjarnan Elisabetta Canalis, 32 ára, var mynduð eftir dansæfingu í Los Angeles. Um var að ræða æfingu fyrir raunveruleikaþáttinn Dancing with the stars þar sem Elisabetta keppir í dansi ásamt fleiri stjörnum eins og Chaz Bono, Kristin Cavallari, Cheryl Burke, Mark Ballas og Lacey Schwimmer.

Vilja búa til fleiri Mjaðmarbörn

Knattspyrnufélagið Mjöðm, sem er skipað ýmsum listaspírum, blæs til skemmtunarinnar Bjúddarinn á Faktorý í kvöld, annað árið í röð. „Við hvetjum alla til að mæta, þótt það væri ekki nema bara til að kynna sér starfið hjá Mjöðminni. Þetta er líka kjörinn vettvangur til að búa til fleiri Mjaðmarbörn,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, formaður djammnefndar.

Vill giftast aftur

Elin Nordegren sér fram á bjartari tíma, en hún hyggst gifta sig aftur eftir skilnaðinn við golfarann Tiger Woods. Samkvæmt heimildum National Enquirer ætlar Nordegren að ganga upp að altarinu með kærasta sínum, milljónamæringnum Jamie Dingman, á næstunni og Woods er ekki sáttur.

Trúðurinn Casper kominn á fast

Casper Christensen er kominn með nýja dömu upp á arminn. Hún heitir Isabel Friis-Mikkelsen og er 25 ára. Og þar af leiðandi átján árum yngri en danski grínistinn. Isabel hefur verið persónuleg aðstoðarkona leikarans undanfarin ár og nú virðist sem þau hafi tekið það starf með sér heim. Casper harðneitaði reyndar að viðurkenna að það væri eitthvað þeirra á milli í júlí á þessu ári en þá voru þau nýkomin heim úr vikuferð frá

Hundrað myndir á 11 dögum

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í áttunda sinn eftir tvær vikur. Um eitt hundrað myndir verða í boði og ættu gestir því að finna eitthvað við sitt hæfi. Áttunda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, Riff, fer fram 22. september til 2. október.

Dama í gær drusluleg í dag

Kelly Osbourne, 26 ára, var mynduð yfirgefa almenningssalerni í gærdag með eldrauðan varalit í magabol. Þá má sjá hana stilla sér upp með hárið tekið í tagl á frumsýningu myndarinnar um pabba hennar, God Bless Ozzy Osbourne, og klædda í buxnadragt á LAX flugvellinum. Ég spyr fólk aldrei hvað það er gamalt. Aldurinn skiptir alls engu máli, sagði Kelly.

Heimsmeistari og leikari í dómarasætinu

„Ég var strax mjög spennt fyrir þessu og það er gaman að vera með,“ segir Karen Björk Björgvinsdóttir dansþjálfari, en hún þreytir frumraun sína í sjónvarpi þegar hún sest í dómarasætið í nýjum dansþætti á RÚV.

Schwarzenegger fær stærra hlutverk

Arnold Schwarzenegger og Bruce Willis fá stærri hlutverk í The Expendables 2. Þetta staðfestir einn af framleiðendum myndarinnar í samtali við bandaríska vefsíðu, en tökur á myndinni hefjast í Búlgaríu í næstu viku. Fyrsta myndin vakti gríðarlega kátínu hjá aðdáendum gamaldags hasarmynda og naut töluverðra vinsælda í kvikmyndahúsum.

Die Hard 5 verður til

Die Hard 5 verður að veruleika og leikstjórinn John Moore hefur verið ráðinn til að leikstýra myndinni. Þetta kemur fram á vefsíðunni Deadline.com.

Keith Richards höfundur ársins hjá GQ

Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, komst að því að hann var miklu andstyggilegri en hann hélt þegar hann byrjaði að skrifa sjálfsævisögu sína, Life. Hann var nýlega kjörinn rithöfundur ársins af karlatímaritinu GQ á verðlaunaafhendingu þess í London.

Sjá næstu 50 fréttir