Fleiri fréttir

Tónlistarveisla á Hellissandi

Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldið í Berlín síðastliðið sumar við frábærar undirtektir.

Fara á tuttugu og fimm kílómetra hraða umhverfis landið.

Karl Friðriksson og Grétar Gústavsson rúlla af stað hringinn í kringum landið á traktorum. Þeir gera ráð fyrir að ferðin taki tólf til fjórtán daga, en þeir komast í besta falli upp í tuttugu og fimm kílómetra hraða.

Töfrar í hverdagslegum upplifunum

Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona segir mikilvægt að vera jákvæð í lífinu og vinna af einlægni og heiðarleika. Lykilinn að lífshamingju felst í að rækta sitt innra barn.

Júlíspá Siggu Kling - Fiskur: Ekki láta streituna yfirbuga þig

Elsku meðvirki fiskur. Ég hef stúderað þig lengi og meðvirkasta fólk í heimi er í þínu merki. Þú ert alltof góður, gefur alltof mikið og svo getur þú orðið innanpirraður. Það er allt í lagi að láta fjúka í sig, vera leiður og fara stundum í fýlu. Þú getur ekki alltaf verið uppistandarinn í partýinu.

Júlíspá Siggu Kling - Tvíburi: Slepptu örygginu um stund

Elsku fallegi tvíburi. Það virðist margt hafa verið að gerast hjá þér. Þú vilt breytingar í líf þitt og það eru mörg tákn búin að vera uppi síðustu tvo mánuði sem sýna þér að það gætu mjög góðir hlutir verið á leið inn í líf þitt.

Júlíspá Siggu Kling - Bogmaður: Nýttu þér heppnina þína

Besti, besti bogmaður. Þú hefur svo sterkan kjarna og þú veist alltaf hvað þú ætlar að gera. Þú þarft að gera allt svo vel að maður öfundar þig stundum. Happdrætti Háskóla Íslands sagði að bogmaðurinn og vogin væru heppnustu merkin, miðað við þá sem hafa fengið þar vinninga. Þessu trúi ég. Þú átt að nýta þér að það er yfir þér sérstök heppni.

Júlíspá Siggu Kling - Sporðdreki: Vanilla gerir þér gott

Elsku fagri sporðdrekinn minn. Þú ert gæddur svo góðri eftirtekt að það virðist ekkert fram hjá þér fara. Þú hefur svo mikinn áhuga á fólki og það er eins og þú vitir hvað er að fara að gerast hjá sumum. Þú þarft að efla þennan kraft hjá þér og muna að fyrsta hugsunin er sú rétta.

Júlíspá Siggu Kling - Vog: Með friðinn að leiðarljósi

Varkára en samt öfluga vogin mín. Þú skalt vera þakklát fyrir alla þá heppni sem er að koma til þín og leysir upp leiðindi, ef þér finnst þau hafa verið hjá þér. Þú munt hægt en örugglega sjá að þú ert að gera rétt. Þú átt eftir að gera mjög gott samkomulag við einhvern náinn þér og þér á eftir að líða miklu betur með það.

Júlíspá Siggu Kling - Meyjan: Tímabil sameiningar

Elsku þrautgóða meyjan mín. Þetta er tímabil sameiningar. Þú munt ákveða að gifta þig eða ert jafnvel nýbúin að því. Það byrja ný sambönd hjá mörgum meyjunum og þú ert sko tilbúin að ganga inn í ljósið, en þú þarft bara að draga frá gardínurnar.

Júlíspá Siggu Kling - Ljón: Margt á döfinni hjá þér

Elsku einstaka ljón. Það væri líklega ekkert að gerast ef þú dveldir ekki á móður jörð. Að sjálfsögðu eru tilfinningarnar búnar að vera þandar eins og flottasta fiðlan í sinfóníunni. Þú hefur verið lítið í þér en einnig stórhuga og haft tröllatrú á öllu.

Shady Owens syngur inn á plötu Dr. Gunna

Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni nýtti tækifærið þegar hann fékk Shady Owens til landsins til að syngja inn á væntanlega plötu sína.

60% kaupenda útlendingar

Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí.

Feðraveldið rassskellt á Hvaleyrinni

Brynjar Níelsson og golfblaðamaðurinn voru teknir í bakaríið af vöskum FH-stelpum, þeim Þorgerði Katrínu og Kristínu Pétursdóttur í grátlegri golfkeppni um helgina.

BYRTA frumsýnir nýtt myndband

BYRTA frumsýndi um helgina tónlistarmyndband við lagið Aftur og aftur. Myndbandið var unnið af Louise McLaughin sem eitt af útskriftarverkefni hennar við Den Danske Filmskole.

Breaking Bad-stjarna sýnir föt

Leikarinn RJ Mitte, sem flestir þekkja sem Walter jr., kom fram á sinni fyrstu tískusýningu í Mílanó á dögunum.

Hjálpar fólki að hafa gaman

"Mig langar fyrst og síðast að hjálpa fólki að svara spurningunni "hvað eigum við að gera í kvöld?“,“ segir Kristján Aðalsteinsson, en hann opnaði fyrir skömmu vefsíðuna umadvera.is.

Sjá næstu 50 fréttir