Fleiri fréttir

Vill framleiðsluna í hendur fólksins

„Von mín er að draga fram hugmyndir um það hvernig valddreifing í samfélaginu er háð stjórnun á framleiðslugetu og vekja fólk til umhugsunar um það hvernig við getum komið henni í hendur almennings,“ segir Smári McCarthy, einn stofnenda og ritari Félags um stafrænt frelsi á Íslandi.

Skilanefndir bankanna - hvaða fyrirbæri eru þetta?

Skilanefndir og slitastjórnir gömlu bankanna hafa verið í kastljósinu allt frá því að þær tóku við stjórn bankanna í gjörningaveðri á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í október fyrir tæpum tveimur árum.

ESB mundar pennann

Viðræður standa nú yfir um leigu sendinefndar Evrópusambandsins (ESB) hér á landi á húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Stefnt mun að því að skrifa undir leigusamning í vikulokin og áætlar nefndin að opna upplýsingaskrifstofu fyrir gesti og gangandi sem vilja fræðast um ESB í nýju húsnæði á næsta ári.

Færðu 90 milljarða frá Englandsbanka

Skilanefnd og slitastjórn Landsbankans varð að semja við nokkra af stærstu bönkum Evrópu svo þeir tækju ekki innstæður hennar upp á jafnvirði níutíu milljarða króna upp í kröfur. Bankarnir eru margir hverjir kröfuhafar þrotabús Landsbankans.

Forstjóri rauk upp í tekjum

Urgur var meðal starfsmanna Símans eftir að álagningarskrár skattstjóra í sumar gáfu til kynna að forstjóri félagsins, Sævar Freyr Þráinsson, hefði rokið upp í launum milli 2008 og 2009, fengið 5,3 miljónir króna á mánuði í stað 2,5 milljóna áður. Starfsmenn Símans sem höfðu yfir 350 þúsund krónur á mánuði tóku á sig launalækkun eftir hrunið.

SA: Misvísandi skilaboð um hagþróun

Samtök atvinnulífsins vilja vekja sérstaka athygli á þýðingu fjárfestinga fyrir íslenskt samfélag nú þegar afar misvísandi skilaboð um hagþróun koma fram og skapa mikla óvissu um þróun atvinnulífsins og efnahags þjóðarinnar.

GAMMA: Skuldabréfavísitalan hækkaði lítillega

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 16,1 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 7,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,2% í 7,5 ma. viðskiptum.

Afkoma Íslandsbanka jákvæð um rúma átta milljarða

Afkoma Íslandsbanka á fyrsta árshluta 2010 var samkvæmt könnuðum árshlutareikningi jákvæð um 8,3 milljarða króna og er tekjuskattur tímabilsins áætlaður 2.347 milljónir króna. Frá þessu er greint á heimasíðu bankans en eiginfjárhlutfall hans var 21,5% sem er talsvert hærra en það 16% lágmark sem Fjármálaeftirlitið hefur sett bankanum. Arðsemi eigin fjár var 17,1%.

Samorka óttast spekileka í jarðhitanýtingu

Stjórn Samorku lýsir verulegum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin vegna tafa á verkefnum í jarðhitanýtingu hérlendis. Í tilkynningu frá Samorku segir að á örfáum misserum hafi orðið gríðarlegur tekjusamdráttur hjá lykilþjónustuaðilum orkufyrirtækja á borð við Jarðboranir, ÍSOR-Íslenskar orkurannsóknir og verkfræðistofurnar.

Raungengi krónunnar hefur hækkað um 12,5% í ár

Raungengi krónu hækkaði í ágústmánuði um 2,1% frá fyrri mánuði, sé miðað við hlutfallslegt neysluverð. Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans var vísitala raungengis á ofangreindan mælikvarða 76,6 stig í júlí. Það sem af er ári hefur raungengið hækkað um 12,5% á þennan mælikvarða.

Actavis haslar sér völl á sviði líftækni

Actavis ætlar að hasla sér völl á sviði líftækni og mun hefja áreiðanleikakönnun á svissneska líftæknifyrirtækinu Biopartners á næstunni. Ef af kaupunum verður eignast Actavis 51% hlut í Biopartners.

Raunlækkun á innlendri greiðslukortaveltu

Kreditkortavelta heimila jókst um 7,7% í janúar-júlí í ár miðað við janúar-júlí í fyrra. Debetkortavelta jókst um 3,5 % á sama tíma. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 9,8% (miðað við meðaltal vísitölunnar í janúar-júní) sem veldur 3,8% raunlækkun á innlendri greiðslukortaveltu.

Vöruskiptin hagstæð um 2,4 milljarða í ágúst

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir ágúst 2010 var útflutningur 41,8 milljarður króna og innflutningur 39,4 milljarðar króna. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um 2,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Telur líkur á að Seðlabanki sporni við frekari styrkingu krónunnar

Leiða má líkur að því að Seðlabankinn kunni að sporna við frekari styrkingu krónunnar með kaupum sínum á gjaldeyri á markaðinum hérlendis. Ástæðan er sú að með sterkari krónu veikist samkeppnisstaða innlendra atvinnuvega sem myndi draga úr afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum.

KB ráðgjöf hættir með Vista sparnað

Arion banki og KB ráðgjöf hafa hætt að bjóða upp á nýja samninga í lífeyrissparnaðarleiðinni Vista á meðan bankinn endurskoðar reglur um upphafsþóknun í kaupsamningunum.

Þingið ræðir söluna á Vestia

Utandagskrárumræða um þátttöku lífeyrissjóðanna í endurreisn atvinnulífsins fer fram á Alþingi á morgun. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er málshefjandi en til andsvara er fjármálaráðherra.

Deutsche Bank tilkynnti ESB um yfirtökuna á Actavis

Actavis samheitalyfjafyrirtækið lýtur fullkomnum yfirráðum Deutsche Bank, ef eitthvað er að marka tilkynningu Deutsche Bank til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Björgólfur Thor taldi fyrir réttu ári að Actavis væri yfirskuldsett og gæti ekki geta staðið undir greiðslum á lánum. Þá taldi hann eigið fé uppurið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum.

Landinn drakk minna í sumar

Sala áfengis dróst örlítið saman yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst miðað við sömu mánuði í fyrra. Á heimasíðu ÁTVR kemur fram að sala á rauðvíni, hvítvíni og freyðivíni hafi verið meiri en sömu mánuði 2009, en sala á bjór og sterkum vínum var minni.

Dró stórlega úr innflutningi á hráefni til fiskvinnslu

Innflutt hráefni til fiskvinnslu dróst saman um 66 prósent á milli áranna 2008 og 2009. Þetta kemur fram á vef Hagstofunanr en út er komið ritið Innflutt hráefni til fiskvinnslu 2009. Í ritinu kemur fram að innflutt hráefni til fiskvinnslu var 43.866 tonn árið 2009 og dróst saman í magni um tæp 87 þúsund tonn frá fyrra.

Seðlabankinn í óreglulegum kaupum á gjaldeyri

Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að ekki sé rétt að bankinn hafi byrjað boðuð gjaldeyriskaup sín á gjaldeyrismarkaðinum áður en Peningastefnunefnd ákvað upphafsdagsetningu slíkra kaupa.

Dregur úr tekjuhallanum

Tekjuhalli hins opinbera var 30 milljarðar á öðrum ársfjórðungi 2010 og hefur dregið úr tekjuhallanum miðað við sama tíma í fyrra þegar hallinn nam 42 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Hagstíðindum Hagstofunnar sem koma út í dag. „Sem hlutfall af landsframleiðslu ársfjórðungsins mældist tekjuhallinn 8,0% og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 18,6%. Á sama ársfjórðungi 2009 mældist tekjuhallinn 11,1% af landsframleiðslu og 28,3% af tekjum hins opinbera,“ segir á vef Hagstofunnar en að mati stofnunarinnar skýrist þessi bætta afkoma fyrst og fremst af auknum skatttekjum sem hækkað hafa verulega milli umræddra tímabila á sama tíma og dregið hefur verulega úr fjárfestingu hins opinbera eða um tæplega þriðjung.

Stórt gap í kröfum Lýsingar

Málflutningur fyrir hæstarétti hefst í vaxtamálinu svokallaða í fyrramálið. Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna segir stórt gap í kröfum Lýsingar sem þurfi að fylla.

Arion banki segir kyrrstöðusamninga daglegt brauð

Arion banki hefur tímabundið fryst lán hjá hundruðum viðskiptavina sinna, einstaklingum sem fyrirtækjum, á undanförnum mánuðum, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Það er í samræmi við skýringar aðstandenda fjárfestingarfélagsins Gaums.

Auðmenn virðast njóta sérkjara í bönkunum

Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga.

Nýtt heimsmet á smábáti er 1.729 tonn

Áhöfnin á Sirrý ÍS-84 frá Bolungarvík, sem er fimmtán tonna línubátur, færði að landi 1.729 tonn af blönduðum afla á síðasta fiskveiðiári. Vilja menn fyrir vestan meina að um heimsmet sé að ræða í aflabrögðum báts í þessum stærðarflokki.

3,1 prósents samdráttur milli ársfjórðunga

Landsframleiðsla dróst saman um 3,1 prósent að raungildi milli fyrsta og annars ársfjórðungs, að því er fram kemur í áætlunum sem Hagstofa birti í gær. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 7,4 prósent, einkaneysla um 3,2 prósent og fjárfesting um 4,7 prósent. Samneysla jókst um 1 prósent. Útflutningur jókst um 2,8 prósent og innflutningur dróst saman um 5,1 prósent.

Telur of snemmt að blása kreppuna af

Nýjar tölur um landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi þessa árs eru mikið áhyggjuefni, að mati Bjarna Más Gylfasonar hagfræðings Samtaka iðnaðarins. Þær gefa til kynna að hagkerfið sé enn í samdrætti og framleiðsla að minnka. Hann segir of snemmt að blása kreppuna af.

Högnuðust um rúmar 60 milljónir

Íslensk verðbréf högnuðust um 63 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt tilkynningu sem send hefur verið fjölmiðlum.

Rösklega 18 milljarða viðskipti með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI stóð í stað í dag í 18,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 9,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 6,9 ma. viðskiptum. Samtals hækkaði GAMMA: GBI um 2,42% í vikunni, GAMMAi: Verðtryggt um 2,97% og GAMMAxi: Óverðtryggt um 0,98%. Meðal dagsvelta í vikunni var 15,98 ma., þar af 9,39 ma. með verðtryggt og 6,59 ma. með óverðtryggt.

Mun færri sagt upp í ár

Mun færri starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum í hópuppsögnum í ár en í fyrra, eftir því sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.

Mesti samdráttur síðan 1945

Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 6,8% í fyrra samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2009, sem er um 0,3 prósentustigum meira en gert var ráð fyrir í áætlun frá því í mars síðastliðnum.

Samdráttur um 3,1%

Landsframleiðsla dróst saman um 3,1% að raungildi frá 1. ársfjórðungi til 2. ársfjórðungs, að því er bráðabirgðatölur Hagstofunnar benda til.

Eyjamenn vísa ásökunum um fjárhagsvandræði á bug

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega þau vinnubrögð Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, að setja Vestmannaeyjar í hóp sveitarfélaga í alvarlegum fjárhagsvanda, og hefur óskað eftir fundi með nefndinni til að leiðrétta það.

Stórir bankar eru hættulegir

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að stjórnvöld séu tilbúin að loka hreinlega stórum bönkum ef þeir standa á brauðfótum og gætu tekið fjármálakerfi landsins með sér í fallinu.

Peningastefnunefnd sammála um stýrivaxtalækkun

Peningastefnunefnd Seðlabankans var samhljóða í ákvörðun um eins prósentustigs lækkun vaxta á vaxtaákvörðunarfundi sínum þann 16. - 17. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í fundargerð Peningastefnunefndar sem birt var á vef Seðlabankans í gær.

Riftunarmál gegn fyrrverandi bankastjórum þingfest

Riftunarmál Landsbankans vegna uppgjörs á kaupaukasamningum upp á 400 milljónir króna rétt fyrir bankahrun voru þingfest í morgun. Riftunarmálin beinast gegn fyrrverandi bankastjórum Landsbankans og einum millistjórnanda.

Sjá næstu 50 fréttir