Fleiri fréttir

Verslað fyrir 44 milljónir á dag

Heildarviðskipti með hlutabréf í nýliðnum mánuði námu rúmum 935 milljónum króna, eða 44 milljónum að meðaltali á dag. Þessu til samanburðar nam hlutabréfaveltan 661 milljón, eða 30 milljónum króna á dag, í mánuðinum á undan.

Bylting í manneldisvinnslunni

Skip HB Granda hafa landað rúmlega 27 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld og makríl á Vopnafirði á þessu ári. Í fyrra hafði tæplega 41 þúsund tonnum af þessum tegundum verið landað á Vopnafirði. Vinnsla til manneldis hefur stóraukist á milli ára og er aukningin rúmlega þreföld ef miðað er við afurðamagn.

Allar persónulegar ábyrgðir BTB á Íslandi felldar niður

Íslenskir kröfuhafar Björgólfs Thors Björgólfssonar felldu niður allar persónulegar ábyrgðir á hendur honum og var það hluti af samkomulagi um allsherjaruppgjör sem leitt var af Deutsche Bank, stærsta kröfuhafa Actavis, en íslensku bönkunum var stillt upp við vegg af þýska bankanum.

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti á inn- og útlánum frá og með deginum í dag, 1. september 2010.

HS Veitur skila hagnaði

135 milljón króna viðsnúningur varð á rekstri HS Veitna miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður janúar til júní 2010 er 91 milljón á móti tapi fyrir sama tímabil 2009 upp á 43 milljónir.

Gjaldeyriskaup höfðu engin áhrif á krónuna

Kaup Seðlabankans á gjaldeyri á millibankamarkaði sem hófust að nýju í gær höfðu engin sjáanleg áhrif á gengi krónunnar. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þetta sé í samræmi við það sem bankinn hafði að leiðarljósi, það er að segja, að umfang viðskiptanna yrði með þeim hætti að áhrif á gengið yrðu sem minnst.

Vísitölur GAMMA hækkuðu mikið í ágúst

Skuldabréfavísitölur GAMMA hækkuðu mikið í ágúst og hefur mánaðarhækkun ekki verið meiri frá maí 2009. GBI vísitalan hækkaði um 5,04%. GAMMAxi óverðtryggð vísitala hækkaði um 5,59% en GAMMAi, verðtryggt, hækkaði um 3,64%. GBI vísitalan hefur hækkað um 14,85% það sem af er ári.

Fjölskyldan er búin að missa allt - og fallið er hátt

„Fjölskyldan hefur misst allt erlendis sem og á Íslandi. Fallið er hátt,“ er haft eftir einstaklingi sem stendur nærri Jóhannesi Jónssyni, áður eiganda Bónus, á bresku fréttasíðunni The Daily Telegraph.

Kaffi gæti hækkað um allt að 30 prósent

Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað um 33 prósent frá því í júní sökum uppskerubrests og breytinga á kaupháttum. Kaffiverð hefur ekki verið hærra í 13 ár og segja íslenskir kaffiframleiðendur að verðhækkanir séu óhjákvæmilegar hér á landi.

Leitað að kaupendum að Magma-bréfinu

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur grennslast fyrir um áhuga mögulegra innlendra kaupenda að skuldabréfi á Geysi Green Energy vegna kaupanna á HS Orku. Uppreiknað virði bréfsins er um sjö milljarðar og er langstærsta peningalega eign bæjarfélagsins, sem á í töluverðum fjárhagskröggum og hefur ekki getað greitt af 1,8 milljarða erlendu láni sem fallið er í gjalddaga. Nú er unnið að færslu skuldabréfsins frá Geysi til Magma Energy.

Hreiðar Már og Kristján Ara sleppa líklega undan ábyrgð

Allt útlit er fyrir að Hreiðar Már Sigurðsson, Kristján Arason og fleiri yfirmenn í Kaupþingi sleppi undan persónulegri ábyrgð vegna hlutabréfakaupa þar sem eignarhaldsfélög þeirra utan um bréfin voru stofnuð nógu snemma til að erfitt verði að rifta flutningnum. Búast má við að öðrum yfirmönnum sem stofnuðu félög sín síðar verði stefnt í haust náist ekki samkomulag um greiðslu.

GAMMA: GBI hækkaði í um hálft prósent

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 8,8 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,7% í 5,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 2,2 ma. viðskiptum.

HS Orka stórtapar

HS Orka talaði tæplega tveimur milljörðum króna á fyrri hluta ársins. Á sama tíma á síðasta ári skilaði HS Orka 612 milljóna króna hagnaði.

Jóhannes keypti eitt stærsta smásölufyrirtæki Færeyja

Færeyska smásölufyrirtækið sem Jóhannes Jónsson keypti helmingshlut í af Högum er eitt stærsta smásölufyrirtækið í Færeyjum með veltu upp á rúmlega sjö milljarða króna og átta verslanir. Þá keypti Jóhannes þrjár tískuvöruverslanir. Samningur Jóhannesar við Arion banka gerir ráð fyrir að kaupverðið verði greitt með reiðufé.

Fjárfestingar á Cayman eyjum jókst um sextán þúsund prósent

Bein fjárfesting Íslendinga í skattaskjólinu á Cayman eyjum jókst um tæplega sextán þúsund prósent milli áranna 2008 og 2009. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af því að Seðlabankinn hefur ekki haft aðgang að gögnum frá skattaparadísinni fyrr en nú.

Skuldir þjóðarbúsins minnka

Skuldir íslenska þjóðarbúsins umfram eignir nam 5.711 krónum í lok annars ársfjórðungs og lækkuðu nettóskuldir um 189 milljarða króna frá fyrsta ársfjórðungi. Við lok annars ársfjórðungs námu erlendar skuldir þjóðarbúsins 13.917 milljörðum króna en erlendar eignir voru 8.206 milljarðar króna, samkvæmt tölum Seðlabankans sem birtar voru í gær.

Íslendingar léttari í lundu

Væntingar Íslendinga hafa ekki verið eins miklar og nú frá bankahruni, ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var um hádegisbilið í gær.

Hátt í þrjátíu manns sagt upp hjá Avant

Bráðabirgðastjórn fjármögnunarfyrirtækisins Avant ákvað í gær að segja upp öllu starfsfólki fyrirtækisins. Helstu lánadrottnar Avatn hafa tekið vel í tillögu að nauðasamningum sem leggja á fyrir Héraðsdóm á næstunni.

Hagar: 44 milljónir í hagnað og engar arðgreiðslur

Hagar skiluðu 44 milljóna króna hagnaði rekstrarárið 2009/2010 en ársreikningur félagsins var birtur í gær en samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins 21. apríl 2010. Stjórnin hefur lagt það tl að ekki verði greiddur út arður til hluthafa að þessu sinni.

Landsbjörg og Skyggnir í samstarf

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við Skyggni um rekstur á upplýsingatækniumhverfi félagsins. Skyggnir mun annast rekstur lykilkerfa, vöktun á búnaði og neti Landsbjargar og afritun á tölvugögnum úr tölvukerfum þess.

FME hefði átt að banna kaup á NIBC

Fjármálaeftirlitið (FME) hafði efasemdir um það hvort skynsamlegt væri að gefa Kaupþingi leyfi til að kaupa hollenska bankann NIBC haustið 2007. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, þáverandi forstjóri FME. „Með því að samþykkja ekki umsóknina strax var komið í veg fyrir að bankakerfið hér yrði þriðjungi stærra,“ segir hann.

Hagnast á sterkara gengi krónu

Eignarhaldsfélagið Smáralind hagnaðist um 255 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári tapaði félagið rúmum einum milljarði króna.

Steinn Logi tekur við af Jóhannesi

„Það hefur verið ljóst að þetta gæti skeð,“ segir Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, sem í gær var vikið úr sæti stjórnarformanns Haga og tilkynnt að hann væri hættur afskiptum af félaginu. Réttur hans til að kaupa tíu prósent hlutafjár í Högum við sölu eða skráningu félagsins á markað var jafnframt felldur úr gildi. Kaupréttur stjórnenda Haga féll um leið niður.

Hægir á hjöðnun verðbólgu

Vísitala neysluverðs mun hækka um nærri eitt prósent í október, samkvæmt bráðabirgðaspá greiningardeildar Íslandsbanka. Ástæða hækkunarinnar er að langstærstum hluta hækkun Orkuveitu Reykjavíkur á gjaldskrá sinni og eru bein áhrif hennar metin um 0,39 prósent. Hækkunin mun hægja á hjöðnun verðbólgunnar næstu mánuði en ekki koma í veg fyrir hana. Má enn reikna með því að verðbólgan nái verðbólgumarkmiði Seðlabankans snemma á næsta ári, segir í Morgunkorni greiningardeildarinnar frá því í gær. Fyrir þau heimili sem kaupa veituþjónustu OR nemur hækkunin 0,7 prósentum af heimilisútgjöldum.

Sigurður krafinn um 600 milljónir

Slitastjórn Kaupþings hefur stefnt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni, til greiðslu á um 600 milljóna króna skuld sem stofnað var til vegna hlutabréfakaupa í bankanum.

Jóhannes fékk ekki lán hjá Arion banka

„Kaupverðið fékk hann ekki að láni hjá Arion banka,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, upplýsingafulltrúi Arion banka, í samtali við fréttastofu aðspurð hvort bankinn hafi lánað Jóhannesi Jónssyni fyrir kaupunum á SMS verslununum í Færeyjum og sérvörubúðunum Top Shop, Zara og All Saints. Kaupverð þessara eigna er 1.237,5 milljónir króna.

Jóhannes: Ætla að eignast Bónus aftur

Jóhannes Jónsson, kaupmaður, hefur fullan hug á að gera tilboð í Haga og þar með eignast Bónus aftur. Fyrr í dag var tilkynnt að Jóhannes hefði vikið úr stjórn Haga hf. og hætt störfum og afskiptum af félaginu. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir hagsmuni bankans og Jóhannesar ekki lengur fara saman.

Eftirlitsnefnd vissi ekki um vanskil hjá Reykjanesbæ

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hyggst senda bréf til þeirra sveitarfélaga sem skulda meira en 150% af heildartekjum á næstu dögum. Reykjanesbær hefur ekki greitt lán upp á 1,8 milljarða sem féll í gjalddaga í byrjun ágúst. Eftirlitsnefndin vissi ekki um það.

Þorskurinn skilar þriðjungi

Aflaverðmæti þorskafurða nam 36,9 milljörðum árið 2009. Heildaraflaverðmæti var 115 milljarðar svo 32 prósent þess liggja í þorskinum.

Fleiri 11-11 verslunum verður lokað

Kaupás hefur lokað þremur matvöruverslunum 11-11 á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið; einni við Skipholt og annarri við Kirkjustétt í Grafarholti. Um síðustu áramót lokaði fyrirtækið annarri 11-11 verslun við Skúlagötuna. Verslanir undir merkjum 11-11 eru nú fimm talsins.

Milljarða hagnaður OR

Orkuveita Reykjavíkur skilaði meira en fimm milljarða hagnaði á fyrri hluta ársins, þrátt fyrir að stjórn Orkuveitunnar telji hana ekki geta staðið undir endurgreiðslu lána að óbreyttu. Stjórnarformaðurinn segir hagnaðinn kunna að horfa einkennilega við almenningi.

Sitja uppi með hækkun á dreifigjaldi

Fjögurra manna fjölskylda getur mest sparað sér um hundrað krónur á mánuði með því að skipta við annan smásala eftir gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur. Þeir sitja hins vegar uppi með stórfellda hækkun á dreifigjaldi Orkuveitunnar.

Fasteignir seldar fyrir 1300 milljónir í síðustu viku

Heildarvelta á fasteignamarkaði nam tæplega 1,3 milljörðum króna í vikunni sem leið. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu dagana 20. ágúst til og með 26. ágúst 2010 var 55. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 8 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á samning 22,9 milljónir króna.

Engar afskriftir hjá Róberti Wessman

Róbert Wessman segir að engin lán Glitnis til hans verði afskrifuð, allar lánveitingar bankans til hans verði gerðar upp og hann hafi ekkert að fela.

Róbert Wessman meðal stærstu skuldara Glitnis

Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, var með 22 milljarða króna útistandandi lán hjá Glitni banka, rétt fyrir hrunið, en aðeins ári áður seldi hann hluti sína í Actavis til Novators fyrir um það bil 11 milljarða króna. Stærstur hluti lánsins er að öllum líkindum glatað fé.

Sigurður Einarsson neitar að biðja þjóðina afsökunar

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings banka, segist ekki ætla að biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu þar sem hann hafi ekki haft neitt umboð frá henni, aðeins hluthöfum Kaupþings. Honum þykir samt leitt að starfsemi bankans hafi bitnað á fólkinu í landinu.

Bjarni Ármanns: Átti ekki íbúðina í Noregi

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, segist ekki hafa átt íbúð í Noregi sem hann dvaldi í meðan hann var bankastjóri. Þá segir hann að kostnaður sem bankinn greiddi vegna dvalar hans hafi verið hluti af rekstrarkostnaði bankans, enda var íbúðin eign bankans.

Nýskráningum einkahlutafélaga fækkar

Í júlí 2010 voru skráð 103 ný einkahlutafélög samanborið við 208 einkahlutafélög í júlí 2009, sem jafngildir rúmlega 50% fækkun milli ára. Á sama tíma voru 39 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 35 fyrirtæki í júlí 2009. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Vísitala framleiðsluverðs lækkar

Vísitala framleiðsluverðs í júlí lækkaði um 3,3% frá júní. Miðað við júlí 2009 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 6,1%, að því er fram kemur á veg Hagstofu Íslands.

Öllum framkvæmdastjórum Landsbankans sagt upp

Öllum núverandi framkvæmdastjórum Landsbankans, átta að tölu, verður sagt upp og stöður þeirra auglýstar lausar til umsóknar. Þetta er á meðal þess sem kom fram þegar Steinþór Pálsson bankastjóri kynnti í gær nýtt skipurit fyrir starfsmönnum í gær.

ÍLS tapar 1,7 milljarði, sjóðurinn á nú 739 íbúðir

Tapið af rekstri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á fyrstu sex mánuðum ársins nam tæpum 1,7 milljarði kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sjóðsins í lok júní nam 8.4 milljörðum kr. og er eiginfjárhlutfallið því komið niður í 2,1%. Sjóðurinn á nú orðið 739 íbúðir sem hann hefur leyst til sín.

Fyrstu skref í átt að stórframkvæmdum

Tilboð í byggingarhluta Búðarhálsvirkjunar voru opnuð í dag þrátt fyrir að alger óvissa ríki um fjármögnun verksins. Þetta eru fyrstu skref að því að koma stórframkvæmdum í gang eftir efnahagshrunið sem varð haustið 2008.

Sjá næstu 50 fréttir