Fleiri fréttir

Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4%

Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,3 prósent í virði í dag í 778 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli.

Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild

Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum.

Landsbréf hagnast um 702 milljónir

Sjóðastýringarfyrirtækið Landsbréf var rekið með 702 milljóna króna hagnaði á árinu 2016 samanborið við 616 milljónir árið á undan. Hreinar rekstrartekjur jukust um 86 milljónir milli ára og námu 702 milljónum í árslok 2016.

Margir boltar á lofti og hlutabréfin lækka

Sérfræðingur á hlutabréfamarkaði segir ekki koma á óvart að fjárfestar stígi varlega til jarðar í kjölfar uppgjörsfundar Icelandair Group. Félagið íhugar að breyta fargjöldum á Saga Class og vöruframboði til að mæta samkeppni.

Investor ehf. kaupir Kornið

Kaupsamningur var undirritaður í upphafi ársins en Investor tekur yfir allan rekstur bakarísins, vörumerki og útsölustaði.

Með um 900 fasteignir skráðar í íbúðaskipti

Forstjóri Homeexchange.com vill fjölga íslenskum íbúðum sem eru á skrá bandaríska fyrirtækisins. Ísland í hópi fimmtán eftirsóttustu viðkomustaða þeirra sem skráðir eru á vefsíðunni. Tengir aukna eftirspurn við ferðir WOW air.

Icelandair greiði 565 milljónir í arð

Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna.

Hagnaður Virðingar meira en fjórfaldaðist á árinu 2016

Hagnaður Virðingar á árinu 2016 nam liðlega 460 milljónum króna borið saman við 104 milljónir árið áður. Þá jukust hreinar tekjur verðbréfafyrirtækisins um 43 prósent á milli ára og voru samtals 1.275 milljónir króna í fyrra.

Tryggvi Þór seldi sig út úr veitingastaðnum Bazaar

Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar.

Björgvin Skúli hættir hjá Landsvirkjun

Björgvin Skúli Sigurðsson hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar lausu. Þetta staðfestir Björgvin í samtali við Markaðinn en vill ekki segja til um ástæðu þess að hann sagði upp. Óvíst sé hvað taki við þegar hann lætur af störfum samkvæmt starfslokasamningi síðar á árinu.

Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu

Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Ice­landair og hluthafa fyrirtækisins.

Fjárfestir frá Sviss kaupir hlut í Omnom Chocolate

Svissneska fjárfestingafélagið Quadia, sem hefur aðsetur í Genf, hefur keypt tólf prósenta hlut, og samið um kauprétt á 18 prósentum til viðbótar, í íslenska súkkulaðiframleiðandanum Omnom Chocolate

Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu

Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018.

Blönduð einkavæðing

Um áramót stóðu hreinar skuldir ríkissjóðs í rúmum 750 milljörðum króna samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Heildarskuldastaðan var hins vegar um 1.100 milljarðar króna.

Svipmynd Markaðarins: Hleypur á eftir sonunum og bolabítnum

Guðríður Svana Bjarnadóttir var nýverið ráðin rekstrarstjóri Marorku. Hún er 38 ára gömul, lögfræðingur að mennt, með bakgrunn í fjármálum og viðskiptum, og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegum skattarétti og viðskiptum frá New York University School af Law.

Grásleppa gaf tvo milljarða

Útflutningsverðmæti grásleppu á liðnu ári varð um 2,1 milljarður. Er það annað árið í röð sem verðmæti grásleppuafurða losar tvo milljarða.

Hlutabréf Icelandair lækkuðu þriðja daginn í röð

Gengi hlutabréfa Icelandair Group var 15,95 krónur á hlut við lokun markaða í dag og lækkuðu þau því í verði þriðja daginn í röð. Veltan með bréf flugfélagsins í dag var þó talsvert minni en dagana á undan, eða um 401 milljónir króna, og lækkuðu bréfin um 1,54 prósent.

Magnús Óli kjörinn formaður FA

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildsölunnar Innness, var kjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í gær.

Sjá næstu 50 fréttir