Flugvöllur á Garðskaga sá fyrsti á Suðurnesjum
Garðskagi geymir mikla stríðssögu. Þar gerði breski herinn fyrsta flugvöll Suðurnesja. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 má sjá móta fyrir flugbrautinni. Siglingaleiðin fyrir Garðskaga var einn helsti vettvangur stríðsátakanna við Ísland og þar fyrir utan sökkti þýskur kafbátur skipi Eimskipafélagsins, Goðafossi. Garðmenn telja sig vita hvar skipið sökk en samt hefur flakið ekki fundist.