Davíð Smári: „Mér var vel tekið og fyrir það er ég ofboðslega þakklátur.“
Davíð Smári Lamude, þjálfari fótboltaliðs Vestra sem á dögunum tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fyrsta sinn í sögu félagsins, segist aldrei hafa órað fyrir því að hann myndi stýra liði á Laugardalsvelli í jafn stórum og mikilvægum leik og úrslitaleikur Vestra og Aftureldingar í umspili Lengjudeildarinnar á dögunum var. Hann er þakklátur Vestfirðingum fyrir góðar móttökur á hans fyrsta tímabili sem þjálfari Vestra.