Sporvagn keyrði inn í byggingu í Osló

Sporvagn fór út af sporinu á Stórugötu í Osló í morgun. Vagninn endaði inni í verslun og eru fjórir sagðir hafa slasast, þó enginn alvarlega. Talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu. Um tuttugu voru í vagninum þegar slysið varð klukkan ellefu í morgun að staðartíma.

79
00:33

Vinsælt í flokknum Fréttir