Fór niður á hnén eftir tíu ára aðskilnað frá syninum
Það voru fagnaðarfundir þegar eldri kona í Úganda hitti íslensk ömmubörn sín í fyrsta skipti í sumar. Sonur hennar, sem sætti ofsóknum í heimalandinu og settist að á Íslandi, fann kjarkinn til að snúa til baka eftir tíu ára fjarveru og mætti óvænt í heimsókn til Úganda með fjölskyldu sína.