Sicko opnar Bíódaga Græna ljóssins Sicko, nýjasta mynd Michael Moore leikstjóra myndanna Bowling for Columbine og Fahrenheit 9/11 verður opnunarmynd tveggja vikna kvikmyndaveislu Græna Ljóssins, sem stendur dagana 15. - 29. ágúst í Regnboganum. Bíó og sjónvarp 14. júní 2007 10:19
Erfiðasta talsetning sem ég hef stjórnað Talsetning Simpsons-kvikmyndarinnar er nú í fullum gangi í Sýrlandi talsetningu. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson segir verkefnið sitt það erfiðasta til þessa. Bíó og sjónvarp 14. júní 2007 10:00
Hef alltaf gert kröfur til mín Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson er kominn í sumarfrí frá Danska kvikmyndaskólanum og hyggst nota hluta af fríinu til að taka upp nýja stuttmynd hér á landi yfir verslunarmannahelgina. Bíó og sjónvarp 14. júní 2007 09:00
Hvíti víkingurinn verður Embla „Eftir fimmtán ár er Hvíti víkingurinn loksins orðin að þeirri mynd eins og ég vildi hafa hana," segir Hrafn Gunnlaugsson en á vefsíðunni logs.is kemur fram að leikstjórinn hyggst frumsýna kvikmyndina á nýjan leik í haust. Um mánaðarmótin september, október. Bíó og sjónvarp 14. júní 2007 08:00
Er ekki með svo stórt nef Ungur og tiltölulega óþekktur leikari, Víðir Guðmundsson, hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk Gosa í samnefndum barnasöngleik sem sýndur verður á fjölum Borgarleikhússins í haust. Bíó og sjónvarp 13. júní 2007 02:00
Ocean"s 13 vinsælust Framhaldsmyndin Ocean"s 13 var vinsælasta myndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þénaði hún rúmlega 37 milljónir dollara í aðganseyri, jafnvirði rúmlega 2,3 milljarða króna. Bíó og sjónvarp 13. júní 2007 02:00
Biðin eftir Simpsons styttist Biðin eftir komu vinsælustu fjölskyldu heims á hvíta tjaldið styttist óðum, en myndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd um allan heim þann 27. júlí næstkomandi. Til að auðvelda biðina, hefur verið gefið út kort af bænum og íbúum hans. Bíó og sjónvarp 12. júní 2007 11:51
Kvikmyndar söngelska karlmenn Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á nýja mynd sem heitir The Boheminas. Myndin fjallar um félagsskap karla í Dublin sem hittast einu sinni í viku í þeim tilgangi að syngja hver fyrir annan. Félagsskapurinn var stofnaður árið 1897 og skipar um 150 manns, flesta á áttræðis eða níræðis aldri. Bíó og sjónvarp 11. júní 2007 08:30
Endalok Sopranos Lokaþáttaröðin af Soprano-fjölskyldunni var sýnd í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þættirnir verða ekki sýndir hér á landi fyrr en í byrjun október. Til að hita upp fyrir hana hefur Rúv endursýningar á síðustu þáttaröð um miðjan júlí. Bíó og sjónvarp 11. júní 2007 06:00
Heiðrar hermenn Leikstjórinn Spike Lee ætlar að gera kvikmynd til heiðurs þeim þeldökku bandarísku hermönnum sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni. Bíó og sjónvarp 10. júní 2007 13:00
Connery sagði nei við Spielberg Sean Connery hefur endanlega staðfest að hann muni ekki taka að sér hlutverk föður Indiana Jones í fjórðu kvikmyndinni um fornleifafræðinginn en tökur á henni hefjast í næsta mánuði. Connery sló í gegn sem Henry Jones í þriðju myndinni sem sýnd var fyrir 18 árum en skoska sjarmatröllið tilkynnti nýlega að hann væri hættur kvikmyndaleik. Bíó og sjónvarp 10. júní 2007 10:00
Engin samkeppni hjá hjónunum Rúnar Freyr Gíslason mun leika eitt af aðalhlutverkunum í stóra barnasöngleik Þjóðleikhússins í vetur, Skilaboðaskjóðu Þorvalds Þorsteinssonar. Á sama tíma leikstýrir eiginkona hans, Selma Björnsdóttir, uppfærslu Borgarleikhússins á Gosa. Bíó og sjónvarp 9. júní 2007 07:00
Dansleikhús /samkeppnin í kvöld Hin árlega Dansleikhússamkeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Að þessu sinni tóku sex hópar dans-, og leikhúshöfunda þátt. Bíó og sjónvarp 8. júní 2007 23:35
Sigursælir sjóræningjar MTV-kvikmyndaverðlaunin voru afhent í Los Angeles um helgina. Eins og venjan er vantaði ekki stórstjörnurnar á hátíðina. Johnny Depp, Cameron Diaz, Victoria Beckham og Paris Hilton voru á meðal gesta. Bíó og sjónvarp 5. júní 2007 09:00
Roth kastaði upp yfir Alien Íslandsvinurinn Eli Roth ákvað að gerast kvikmyndagerðarmaður eftir að hafa farið með foreldrum sínum að sjá hryllingsmyndina Alien, þá sjö ára gamall. Roth kastaði upp yfir hryllingnum sem hann varð vitni að en ákvað um leið að hann vildi starfa við að láta aðra upplifa viðlíka hrylling. Bíó og sjónvarp 5. júní 2007 05:30
Græna ljósið tryggði sér sigurmyndina á Cannes Ísleifur B. Þórhallsson hjá dreifingarfyrirtækinu Græna Ljósið gerðu góða ferð til Cannes en þar tryggðu þeir sér sýningarrétt á mörgum af eftirtektarverðustu kvikmyndum hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp 1. júní 2007 09:00
Gosling yfirgefur Dag Kára „Við viljum ekkert tjá okkur málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi,” segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak . Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosling kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raunin eða ekki en imdb.com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum. Bíó og sjónvarp 1. júní 2007 08:00
Árviss eins og krían Eitt af kennileitum sumarsins er Brúðubíllinn sem hefur skemmt yngstu leikhúsgestunum frá árinu 1980 undir stjórn Helgu Steffensen. Sýningar Brúðubílsins eru sniðnar að þörfum yngstu borgaranna og eru oft þeirra fyrstu leikhúsferðir. Bíó og sjónvarp 1. júní 2007 06:15
Dagur vonar stendur uppúr Dagur vonar, Killer Joe, Leg, Mr. Skallagrímsson og Ófagra veröld eru tilnefndar sem bestu sýningar leikársins 2007. Athygli vekur að Benedikt Erlingsson leikstýrir tveimur sýninganna. Bíó og sjónvarp 1. júní 2007 05:00
Latibær á ferð og flugi Latibær er á miklu flugi og ekki sér fyrir endann á velgengni þessa fyrirtækis. Heilbrigðismálayfirvöld í þremur löndum eru áhugasöm um að taka þátt í að fá krakka heimsins til að hreyfa sig. Bíó og sjónvarp 31. maí 2007 09:30
Heiðursmaður kveður Paul Newman tilkynnti fyrr í þessum mánuði að hann væri hættur að leika. Þar með er einum merkasta kafla í sögu Hollywood lokið. Newman hafði gefið það út fyrir um ári síðan að hann hygðist hætta afskiptum af kvikmyndaleik þegar hann næði 82 ára aldri. Hinn 25. maí rann sú stund upp. Bíó og sjónvarp 31. maí 2007 09:00
Heimsendir í nánd Kvikmyndin 28 weeks later var frumsýnd í Háskólabíói, Regnboganum og Borgarbíói Akureyri í gær en hún er sjálfstætt framhald hryllingsmyndarinnar 28 Days Later. Með aðalhlutverkið fara þau Robert Carlyle og Catherine McCormack en leikstjóri er hinn spænski Juan Carlos Fresnadillo. Bíó og sjónvarp 31. maí 2007 08:00
Sannur sigurvegari Heimildarkvikmynd Þorsteins Jónssonar um Ástþór Skúlason verður sýnd í Háskólabíói á morgun klukkan sex. Myndin hefur vakið mikla athygli og var meðal annars sýnd á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg sem fram fór um helgina. Bíó og sjónvarp 31. maí 2007 08:00
Frumsýning í Japan Fimmta kvikmyndin um Harry Potter og ævintýri hans, The Order of the Phoenix, verður heimsfrumsýnd í Japan hinn 28. júní. Talið er að Japan hafi orðið fyrir valinu eftir að önnur framhaldsmynd, Spider-Man 3, var frumsýnd þar í landi og sló öll aðsóknarmet. Bíó og sjónvarp 26. maí 2007 14:00
Hjón í orði, á borði og á sviði Edda Arnljótsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson eru samferða í vinnuna þessa dagana. Þau leika hjón í sýningunni Yfirvofandi, í stofunni heima hjá leikskáldinu á Lokastígnum. Bíó og sjónvarp 26. maí 2007 12:00
Bíða íslenska afmælisins Aðdáendur hinna rómuðu Star Wars mynda söfnuðust saman víðsvegar um heim í gær, til að fagna því að þrjátíu ár væri liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar í bálkinum. Svo var ekki hér á landi. „Það er ekkert í gangi svo ég viti til. Og ég væri væntanlega búinn að heyra af því ef svo væri,“ sagði Gísli Einarsson, eigandi myndasögubúðarinnar Nexus, í samtali við Fréttablaðið í gær. Bíó og sjónvarp 26. maí 2007 11:00
Barbarella snýr aftur á næsta ári Leikstjórinn Robert Rodriguez, maðurinn á bak við Sin City, ætlar að endurgera kvikmyndina Barbarella. Jane Fonda fór með aðalhlutverkið í upphaflegu myndinni sem kom út árið 1968. Er hún byggð á myndasögubók Frakkans Jean-Claude Forest og fjallar um Barbarellu sem reynir að fletta ofan af áformum hins illa Duran-Duran í framtíðinni. Bíó og sjónvarp 26. maí 2007 10:00
Baksviðs í Cannes Kvikmyndahátíðin í Cannes er svo sannarlega hátíð fagfólksins. Fáir eru hins vegar uppátækjasamari en einmitt fólkið í kvikmyndabransanum, og því gerist ýmislegt á bak við tjöldin, á lystisnekkjum og á ströndinni. Hjartaknúsararnir úr Hollywood halda sínu striki þó í Suður-Frakklandi séu. Bíó og sjónvarp 26. maí 2007 10:00
Algjör alþýðuskemmtun Lýðræðið er mörgum ofarlega í huga þessi misserin, ekki síst félögum í leikfélaginu Gilligogg sem á rannsóknarstofu sinni hafa lagst í krufningu á heilbrigði þess og kröfum. Bíó og sjónvarp 26. maí 2007 08:00
Afturelding verður kvikmynduð Glæpasagan Afturelding, eftir Viktor Arnar Ingólfsson, verður kvikmynduð. Reykjavík Films samdi í gær við Viktor Arnar og Eddu útgáfu um kvikmyndaréttindi á bókinni og stendur til að gera þáttaröð fyrir sjónvarp. Bíó og sjónvarp 25. maí 2007 07:03