Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Hliðarævintýri Spider-Man jólamynd fjölskyldunnar

Spider-Man: Into the Spider-Verse verður frumsýnd annan í jólum. Sérstök Nexusforsýning fer fram í kvöld. Í myndinni kynnist Miles Morales framandi Spider-Man víddum þar sem kóngulóarmenn, kóngulóarkonur og kóngulóardýr hafast við. Öll eru þau gædd einhverskonar ofurhæfileikunum.

Lífið kynningar
Fréttamynd

Sjáðu fyrstu stikluna úr Tryggð

Kvikmyndin Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur leikstjóra í fullri lengd. Myndin er byggð á Tryggðarpanti, skáldsögu Auðar Jónsdóttur, sem tilnefnd var til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2006 í flokki fagurbókmennta, en kvikmyndin verður frumsýnd almenningi í febrúar 2019.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Búist við stórtapi á stórmynd Heru

Fastlega er gert ráð fyrir því að kvikmyndaverið og aðrir fjárfestar á bak við stórmyndina Mortal Engines, þar sem Hera Hilmars leikur eitt aðalhlutverkið, muni stórtapa á framleiðslu myndarinnar. Aðsókn á myndina á flestum mörkuðum hefur verið dræm.

Lífið
Fréttamynd

Ritstjórinn og skáldið slást um tímann

Mynd Erlendar Sveinssonar og Sigurðar Sverris Pálssonar um Matthías Johannessen, skáld og ritstjóra, Þvert á tímann, verður frumsýnd í Háskólabíói 16. desember. Hún gerist á einum degi en framleiðslusagan er löng.

Menning