
Tekist á um vitneskju um hámarkshraða rafhlaupahjóls
Tekist var á um það í Héraðsdómstól Norðurland eystra á dögunum hvort að eigandi rafhlaupahjóls á Akureyri hafi mátt vita að rafhlaupahjól hennar kæmist á meiri hraða en 25 km/klst og væri þar af leiðandi skráningarskylt. Í prófunum lögreglu mældist hámarkshraði hjólsins á yfir 50 km/klst. Héraðsdómur taldi þó ekki sannað að eigandanum hafi mátt vera ljóst um þennan hámarkshraða.