Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. Erlent 20. september 2021 14:55
Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. Viðskipti innlent 16. september 2021 13:36
„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. Atvinnulíf 13. september 2021 07:01
Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu. Innlent 11. september 2021 19:44
Lyftu líparíthaugum af veginum heim Grjóhrun hindraði för hópa Ferðamannafélags Íslands en göngugarparnir gerðu sér lítið fyrir og ýttu grjóthnullungum frá og út í á. Innlent 6. september 2021 10:23
Ferðamaður fylgdi Google Maps og lenti í ógöngum Erlendur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ þurfti aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í ógöngum sem meðal annars má rekja til Google Maps. Maðurinn hafði slegið áfangastað sinn inn í forritið og fengið upp styttri leið að hótelinu. Innlent 4. september 2021 07:42
Fagnar með nokkrum bjórum eftir að hafa hlaupahjólað í kring um landið Tuttugu og sex ára Breti kláraði hringferð um landið á hlaupahjóli í dag. Hann segist alsæll með ferðina og stefnir á að fá sér nokkra íslenska bjóra til að fagna árangrinum. Innlent 3. september 2021 14:00
FÍ og Heimsferðir leggja fram nýjar tillögur til að greiða fyrir samruna Ferðaskrifstofa Íslands hefur afturkallað samrunatilkynningu sína er varðar fyrirhuguð kaup á Heimsferðum. Samkeppniseftirlitið hefur haft mögulegan samruna til rannsóknar en lætur nú málinu lokið. Viðskipti innlent 2. september 2021 12:09
Kafaði ofan í hvað einkenni ferðir Íslendinga til Kanarí „Það er alveg skýrt að fyrir Íslendinga hefur Kanarí fyrst og fremst aðdráttarafl vegna sólarinnar og strandanna. Það er miklu minni áhugi á menningartengdri ferðaþjónustu og söfnin, heldur en ég hafði fyrirfram gert ráð fyrir.“ Viðskipti innlent 30. ágúst 2021 09:02
Útgjöld vegna ferðalaga erlendis jukust um 59 prósent Þjónustujöfnuður var jákvæður um 25,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi og batnar verulega milli ára samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Útflutningstekjur af ferðalögum jukust verulega milli ára eða um 19,3 milljarða. Á sama tíma jukust útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis um 5,7 milljarða. Viðskipti innlent 25. ágúst 2021 11:28
Strangari reglur fyrir ferðamenn hér en á hinum Norðurlöndunum Kröfur á ferðamenn, bæði íslenska og erlenda, sem koma hingað til lands eru mun harðari en á ferðamenn á hinum Norðurlöndunum. Bólusettir farþegar þar þurfa ekki að fara í skimun, hvorki fyrir heimferð eða eftir komuna til landsins. Innlent 24. ágúst 2021 22:22
„Einn allra fallegasti staður landsins“ Garpur I. Elísabetarson tók á dögunum einstakt myndband af svokölluðum Uppgönguhrygg, rétt hjá Grænahrygg sem þekktur er fyrir einstakan lit sinn. Lífið 19. ágúst 2021 15:30
Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. Neytendur 18. ágúst 2021 18:06
Nýlegs örvunarskammts ekki lengur getið í vottorðum Íslendingar á leið til útlanda geta nú fengið hefðbundið bólusetningarvottorð í Heilsuveru án þess að nýlegur örvunarskammtur raski vottorðinu. Innlent 14. ágúst 2021 10:18
Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. Innlent 13. ágúst 2021 16:34
95 komur og brottfarir í dag Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play. Innlent 12. ágúst 2021 07:34
Sjúkratryggingar greiða fyrir heilbrigðisþjónustu Íslendinga sem smitast erlendis Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í heilbrigðiskostnaði Íslendinga sem smitast af kórónuveirunni erlendis. Greiðsluþátttakan fer þó eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig. Innlent 11. ágúst 2021 20:00
„Maður skynjar ósamstöðu milli ráðuneytis og almannavarna“ Fjöldi ferðamanna hefur leitað til flugfélagsins Play undanfarið með fyrirspurnir um reglur á landamærum. Forstjóri Play segir að mikil óvissa ríki um aðgerðirnar og gagnrýnir hann ósamræmi á landamærum. Innlent 11. ágúst 2021 12:00
Furðar sig á því að hafa ekki þurft að sýna rándýrt vottorð á landamærunum Ómar Úlfur Eyþórsson, útvarpsmaður á X-977, borgaði 34 þúsund krónur fyrir hraðpróf á Gardermoen, flugvellinum í Osló, þar sem hann taldi sig munu þurfa að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu Covid-19 sýnatöku. Þegar á hólminn var komið reyndust útgjöldin óþarfi. Innlent 9. ágúst 2021 20:59
Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. Innlent 4. ágúst 2021 20:00
Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel? Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár. Neytendur 4. ágúst 2021 10:36
Bíða eftir hver áhrif mannamóta helgarinnar verða Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, gerir fastlega ráð fyrir því að smittölur gærdagsins verði á svipuðu róli og undanfarna daga. Hann segir að það verði áhugavert að sjá hvaða áhrif ferðalög og mannamót verslunarmannahelgarinnar muni hafa á faraldurinn. Innlent 3. ágúst 2021 09:10
„Það er náttúrulega verslunarmannahelgi og maður á að hafa það örlítið gaman“ Gestir tjaldsvæða halda nú heim á leið eftir vel heppnaða verslunarmannahelgi. Þetta segir umsjónarmaður tjaldsvæðis á Suðurlandi sem kveðst ánægður með helgina. Rólegra var á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri í gær en dagana á undan. Innlent 2. ágúst 2021 17:44
Reyndu að smygla sér inn á fullt tjaldsvæði Þrátt fyrir að verslunarmannahelgin hafi verið óvenjuleg í ár virðast Íslendingar hafa skemmt sér vel á tjaldsvæðum víða um land. Umsjónarmaður á tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri segir talsverðan eril hafa verið þar í gærkvöldi og í nótt. Innlent 1. ágúst 2021 13:31
Umferðin þung á landinu en víða eru tjaldstæði enn laus Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þung í dag, eftir að hafa verið stigvaxandi alla vikuna. Stærsta ferðahelgi ársins er gengin í garð og stríður straumur bíla hefur verið á leið úr Reykjavík, um Vesturlandsveg og austur fyrir fjall. Ferðalög 30. júlí 2021 23:20
„Við stöndum betur að vígi en meirihluti mannkyns“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk þurfi að sýna sóttvarnayfirvöldum biðlund. Verið sé að fylgjast með þróun fjórðu bylgjunnar hér á landi og um tíu dagar séu þar til framhald sóttvarnaaðgerða skýrist. Innlent 30. júlí 2021 22:01
Segir ferðahug í fólki þrátt fyrir uppsveiflu Margir hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna breytinga eða afpöntunar utanlandsferða. Samskiptastjóri Play segir fólk hikandi við að bóka flug en að ferðahugur sé í fólki þrátt fyrir uppsveiflu í faraldrinum. Innlent 30. júlí 2021 21:00
Ofnæmistíminn í hámarki en varanleg lækning möguleg Landsmenn hafa kannski margir tekið eftir asparfræjum á sveimi um landið en þau líkjast helst snjókornum, stór og hvít. Fræin eru þó enginn ofnæmisvaldur, eins og margir hafa kannski haldið, heldur eru það frjóin sem ráðast á ónæmiskerfi fólks. Innlent 30. júlí 2021 19:47
Setur sér ekki háleit uppeldismarkmið á ferðalögum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur verið á ferðalagi með fjölskyldunni sinni um landið undanfarnar vikur og segir hann fjölskylduna hafa notið mikillar veðurblíðu. Hann segist þó ekki setja sér of háleit uppeldismarkmið á ferðalögum og leyfi börnunum að vera í símanum eins og þau vilja. Takmarkaður skjátími sé ekki á dagskrá í fríi. Ferðalög 30. júlí 2021 17:38