Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Massa ánægður með stöðuna, Hamilton vígareifur

Felipe Massa varð í öðru sæti á seinni æfingu keppnisliða í dag, en Lewis Hamilton níundi. Sálfræðin hefur sitt að segja í yfirlýsingum beggja kappa og Hamilton ekki á því að draga úr þó honum hafi raunverulega ekki gengið vel. Hann er ánægður með bílinn.

Formúla 1
Fréttamynd

Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur heitið Felipe Massa í titilslagnum náði besta tíma á æfingum ökumanna í Brasilíu í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa á undan Hamilton

Brasilíumaðurinn Felipe Massa vann fyrsta bardagann í orusstunni við Lewis Hamilton um meistaratitilinn í Formúlu 1. Hann varð 0.190 sekúndum fljótari á fyrstu æfingu keppnisliða á Interlagos brautinni.

Formúla 1
Fréttamynd

FIA átelur níð í garð Hamilton

Forráðamenn FIA sáu ástæðu til þess í dag að gagnrýna vefsíðu sem birit fjölmargar níðgreinar um Lewis Hamilton, en 20.000 manns hafa ritað á síðuna. Hún er mjög gagnrýnin á Hamilton, en Spánverjar hafa mjög verið á móti Hamilton eftir það sem þeir telja slæma meðferð McLaren á Fernando Alonso í fyrra.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa byrjaði sem matarsendill

Brasilíumaðurinn Felipe Massa er að keppa að sínum fyrsta meistaratitli í Formúlu 1 á heimavelli um helgina. En fyrstu kynni hans af íþróttinni voru sem matarsendill fyrir keppnisliðin þegar þau heimsóttu Interlagos brautina.

Formúla 1
Fréttamynd

Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1

Ferrari liðið sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis í dag þar sem segir að vegna yfirlýsingar FIA, alþjóðabílasambandsins í dag muni Ferrari endurskoða þátttöku sína í Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Schumacher: Hamilton getur slegið metið mitt

Michael Schumacher segist hafa trú á því að Lewis Hamilton geti slegið metið hans yfir fjölda meistaratitla í Formúlu 1. Bretinn ungi getur tryggt sér sinn fyrsta titil í Brasilíukappakstrinum um næstu helgi.

Formúla 1
Fréttamynd

Samstarf Williams og Baugs í hættu?

Adam Parr hjá Williams segir að Formúlu 1 lið hafi sofnað á verðinum varðandi það að minnka kostnað keppnisliða í mótum. Hann segir stöðu Williams gagnvart Baugi óljósa sem stendur.

Formúla 1
Fréttamynd

Di Grassi kveðst líklegur arftaki Piquet

Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa lærði mikið af Schumacher

Brasilíumaðurinn Felipe Massa á möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1 þegar hann keppir á heimavelli um aðra helgi. Á fyrsta ári í Formúlu 1 þótti hann vilttur ökumaður en hann segist hafa lært mikið af læriföður sínum Michael Schumacher.

Formúla 1
Fréttamynd

Force India að semja við Mercedes

Milljarðamæringurinn Vijay Mallay segir að Force India lið sitt sé á góðri leið með að klára samning við Mercedes um vélakaup fyrir næsta ár. Force India hefur notað Ferrari vélar til þessa.

Formúla 1
Fréttamynd

Tímamótasamningur FIA og Formúlu 1 liða

FIA og forráðamenn Formúlu 1 liða gerðu tímamótasamning í dag til að draga verulega úr kostnaði vegna mósthalds og þátttöku í Formúlu 1. Stærstu keppnisliðin hafa kostað til allt að 400 miljónum dala á ársgrundvelli.

Formúla 1
Fréttamynd

McLaren kvartar ekki undan Ferrari

Martin Whitamarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir liðið ekki búið að tryggja sér né Lewis Hamilton meistaratitil ökumanna. Þrátt fyrir sjö stiga forskot Hamilton á Felipe Massa eftir mótið í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton þokast nær titli með sigri

Bretinn Lewis Hamilton vann kínverska kappaksturinn í Sjanghæa í dag á McLaren. Ferrari menn sáu aldrei til sólar og Hamilton er með sjö stiga forskot á Felipe Massa á Ferrari þegar einu móti er ólokið.

Formúla 1
Fréttamynd

Staða Kubica vonlítil í titilslagnum

Staða Robert Kubica í stigamótinu og titilslanum er harla vonlítill eftir tímatökuna í morgun. Hann náði aðeins tólfta besta tíma. Kubica er einn þriggja ökumanna sem á möguleika á titlinum.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fremstur á ráslínu

Bretinn Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Sjanghæ brautinni í Kína í dag. Kimi Raikkönen og Felipe Massa komu næstir og Fernando Alonso varð fjórði.

Formúla 1
Fréttamynd

Sálfræðistríð í Sjanghæ

Nokkuð hefur borðið á því að keppendur í titilslagnum í Formúlu 1 og utan hans hafi beitt fyrir sig fjölmiðlum síðustu daga til að koma högg á andstæðinginn. En í nótt kemur í ljós hver hefur munnin fyrir neðan nefið.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton mun klúðra titilslagnum aftur

Ítalinn Flavio Briatore telur að Lewis Hamilton muni klúðra málum í meistarabaráttunni í lokamótunum tveimur, rétt eins og í fyrra. Hvort ummælin eru sálfræðibrella er óljóst, en hann lét þessi ummæli falla í ítölsku dagblaði í dag.

Formúla 1