Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Sérefni um Kimi Raikkönen hjá Stöð 2 Sport

Sérstakur umræðuþáttur um Kimi Raikkönen og næsta Formúlu 1 mót er í undirbúningi um helgina hjá Stöð 2 Sport, en stöðinni áskotnaðist efni um kappan frá hans yngri árum. Efnið hefur aldrei verið sýnt hérlendis og á fimmtudaginn verða sérstakir aðdáendur Raikkönen hérlendis kallaðir til í þættinum Rásmarkið.

Formúla 1
Fréttamynd

Toyota nærri toppliðunum í Formúlu 1

Jarno Trulli telur að Toyota sé komið í þá stöðu að vera rétt á eftir toppliðunum í Formúlu 1. Hann varð í fjórða sætií Malasíu um helgina. Næsta mót er í Barein um aðra helgi og þar æfði Toyota í vetur ásamt Ferrari, sem gæti komið liðsmönnum til góða

Formúla 1
Fréttamynd

Eddie Jordan lagði stein í götu Force India

Írinn Eddie Jordan lét leggja steina í innkeyrsluna hjá Force India liðinu á Silverstone í Bretlandi. Hann segir liðið ekki hafa að fullu greitt skuldir sínar við sig. Hann seldi lið sitt til Midland, sem aftur seldi Force India. En allt hefur ekki verið gert upp.

Formúla 1
Fréttamynd

Kristján keppti í fyrsta Formúlu 3 mótinu

Kristján Einar Kristjánsson keppti í sinni fyrstu Formúlu 3 keppni á Bretlandseyjum í dag. Hann keppti í tveimur umferðum og varð í fimmt sæti í þeirri fyrri og sjötta sæti í þeirri seinni í sínum flokki.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkonen vann í Malasíu

Finninn og heimsmeistarinn Kimi Raikkönen fagnaði sigri í Formúlu 1-keppninni í Malasíu í morgun eftir að félagi hans, Felipe Massa, datt úr leik um miðja keppni.

Formúla 1
Fréttamynd

Dómarar refsa ökumönnum McLaren

Dómarar Formúlu 1 mótsins í Malasíu ákváðu í hádeginu að refsta Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton fyrir að hafa truflað Nick Heidfeld á BMW og Fernando Alonso á Renault í lokahring þeirra í tímatökunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Ökumenn McLaren kallaðir fyrir dómara

Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton voru kallaðir fyrir dómara mótsins á Sepang brautinni í dag, eftir athugasemd frá Nick Heidfeld og Fernando Alonso. Þeir töldu að McLaren hefðu sýnt vítavert gáleysi þegar þeir hægðu á bílnum sínum eftir að hafa lokið sínum hraðasta hring.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa fremstur á ráslínu í Malasíu

Félagarnir Felipe Massa og Kimi Raikkönen verða frremstir á ráslínu í malasíska kappakstrinum á aðfaranótt sunnudags. Massa náði besta tíma í tímatökum í nótt og Raikkönen kom honum næstur.

Formúla 1
Fréttamynd

24,1 % áhorf á Formúlu 1 á Stöð 2 Sport

Ljóst er að Formúlu 1 útsendingar á Stöð 2 Sport hafa fallið vel í kramið og íþróttin heldur sinni stöðu sem vinsælt sjónvarpsefni, þrátt fyrir að hafa skipt um umhverfi, horfið af RÚV yfir á Stöð 2 Sport.

Formúla 1
Fréttamynd

Lítill munur á Ferrari og McLaren

Ökumenn Ferrari og McLaren kepptust hvað mest um að ná bestum tíma á Sepang brautinni í nótt. Tvær æfingar fóru fram. Felipe Massa á Ferrari var langfljótastur á fyrri æfingunni, en Lewis Hamilton á Ferrari á þeirri síðari.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa fyrstur í Malasíu

Brasilíumaðurinn Felipe Massa á Ferrari náði langbesta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Malasíu í nótt. Hann varð sekúndu fljótari en KImi Raikkönen á samskonar bíl. Bíll Raikkönen bilaði á æfingunni og David Coulthard á Red Bull fékk nokkuð harkalegan skell.

Formúla 1
Fréttamynd

Rakst á takka sem takmarkaði hraða

Heikki Kovalainen lenti í því í kappakstrinum í Melbourne um helgina að hann rakst óvart á takka sem takmarkaði hraða hans á beina kaflanum. Hann hafði nýlega farið framúr Fernando Alonso þegar það gerðist.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton vann í viðburðarríkri keppni

Bretinn Lewis Hamtilon byrjaði titilsóknina eins og best verður á kosið í fyrsta Formúlu 1 móti ársins. Hann kom fyrstur í mark eftir viðburðaríka keppni þar sem aðeins 7 bílar af 22 komust á leiðarenda. Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg þriðji á Williams Toyota.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton ánægður með nýja útfærslu Formúlu 1

Bretinn Lewis Hamilton er ánægður gang mála hjá sér fyrir kappaksturinn í Ástralíu á morgun. Hann er fremstur á ráslinu og mjög sáttur við nýjar reglur um útbúnað bílanna. Hamilton keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu í nótt.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton fremstur á ráslínu í Melbourne

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma í fyrstu tímatöku ársins í Formúlu 1. Hún fór fram á götum Melborune í Ástralíu, en Finninn Kimi Raikkönen, heimsmeistarinn hjá Ferrari varð sextándi eftir að bíll hans bilaði í tímatökunni. Fernando Alonso á Renault er þrettándi á ráslínu.

Formúla 1
Fréttamynd

Hönnuður McLaren rekinn

McLaren liðið í Formúlu 1 hefur rekið bílahönnuðinn sem var í hringiðu njósnamálsins á síðasta tímabili. Hann heitir Mike Coughlan og það var á heimili hans sem 780 blaðsíðna skýrsla um starfsemi Ferrari fannst á sínum tíma.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton svaraði spretthörku Ferrari

Bretinn Lewis Hamilton á McLaren reyndist fljótastur á seinni æfingu keppnisliða í Melbourne í nótt. Mark Webber var lengst af með besta tíma, en Hamilton stal þeim heiðri af honum í lokin. Margir ökumenn misstu bíla sína í útaf.

Formúla 1
Fréttamynd

Barichello nálgast met

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello hjá Honda í Formúlu 1 ekur í sinni 250. keppni á ferlinum í Ástralíu á sunnudaginn. Hann vantar aðeins sjö keppnir í viðbót til að verða reyndasti ökuþór í sögu Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Ecclestone í deilum við Ástrali

Formúlueinvaldurinn Bernie Ecclestone stendur nú í deilum við mótshaldara í Ástralíukappakstrinum vegna tímasetningar keppninar. Vegna tímamismunar fer keppnin fram um nótt að evrópskum tíma og það þykir Ecclestone skemma fyrir í sjónvarpsmálunum í álfunni.

Formúla 1