Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Leiknir 3-2| Danmerkur drengirnir á skotskónum í kvöld

Það voru sannkallaðir danskir dagar er Fram tók á móti Leikni í fyrsta leik í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Nánast öll mörk leiksins komu frá dönskum leikmönnum. Leiknir skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en náðu Framarar að jafna stuttu seinna. Þrjú mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og endaði leikurinn 3-2 fyrir Fram. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sævar kom inn af bekknum og bjargaði stigi fyrir Lyngby

Sævar Atli Magnússon reyndist hetja danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby er hann kom inn af varamannabekknum og tryggði liðinu jafntefli gegn Bröndby. Lokatölur 3-3, en Sævar kom inn af bekknum fyrir Alfreð Finnbogason sem hafði lagt upp fyrsta mark liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðrún og stöllur juku forskot sitt á meðan Kristianstad tapaði stigum

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru nú með fimm stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-4 sigur gegn Örebro í dag. Á sama tíma þurfti Íslendingalið Kristianstad að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Eskilstuna og tapaði þar með dýrmætum stigum í toppbaráttunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Willum tryggði sínu liði stig gegn Ajax

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn fyrir Go Ahead Eagles þegar liðið heimsótti stórlið Ajax á Johan Cruijff leikvanginn í Amsterdam í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

West Ham innbyrti sinn annan sigur

Eftir þrjá leiki í röð án sigurs tókst West Ham að koma sér aftur á sigurbraut þegar liðið fékk Wolverhampton Wanderers í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft

Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð.

Íslenski boltinn