Efsti maður heimslistans greindist aftur með veiruna og missir af Ólympíuleikunum Spánverjinn Jon Rahm þarf að hætta við þáttöku á Ólympíuleikunum eftir að hann greindist með kórónaveiruna í annað sinn á tveimur mánuðum. Golf 25. júlí 2021 23:05
Golfklúbbur Reykjavíkur Íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, fagnaði í gær tvöföldum sigri á Íslandsmóti golfklúbba. Þetta var 24. titill karlaliðsins og kvennaliðið var að vinna titilinn í 22. sinn. Golf 25. júlí 2021 08:01
Kylfingar keppa um golfferð til Portúgal Enn er hægt að taka þátt í Meistaramótinu í Betri bolta og freista þess að vinna sæti á lokamótinu en sigurlið lokamótsins fær ferð til Portúgal. Samstarf 22. júlí 2021 14:30
„Hann er framtíðin í golfinu“ Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi í frumraun sinni á mótinu um helgina. Þorsteinn Hallgrímsson, fyrrum Íslandsmeistari í golfi og golfsérfræðingur Stöðvar 2 Sport, segir að um verðandi stórstjörnu sé að ræða. Golf 19. júlí 2021 19:16
Morikawa kom, sá og sigraði á lokahringnum Collin Morikawa reyndist öflugastur á lokahring Opna breska meistaramótsins í golfi í dag og vann mótið með tveggja högga mun. Golf 18. júlí 2021 18:24
Oosthuizen leiðir fyrir lokahringinn á opna breska Louis Oosthuizen leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer í Englandi um helgina. Golf 17. júlí 2021 21:32
Blótaði og braut kylfuna í bræðikasti Tyrrell Hatton á yfir höfði sér sekt eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu á Opna breska mótinu í golfi í dag. Hann er úr leik á mótinu. Golf 16. júlí 2021 16:53
Hársbreidd frá vallarmeti og er með þriggja högga forskot Hinn 24 ára gamli Collin Morikawa er kominn í baráttuna um að vinna sitt annað risamót á ferlinum eftir stórkostlega spilamennsku á öðrum degi Opna breska meistaramótsins í golfi í dag. Golf 16. júlí 2021 12:10
Segir að DeChambeau sé martraðarviðskiptavinur og líkir honum við frekt barn Starfsmenn golfkylfuframleiðandans Cobra segja að Bryson DeChambeau sé martraðarviðskiptavinur og líkja honum við frekt barn eftir að hann sagði að sérhannaður dræver hans frá fyrirtækinu væri ömurlegur. Golf 16. júlí 2021 08:01
Oosthuizen leiðir og hamfaradagur Phil Mickelson á fyrsta degi Opna breska Hið sögufræga Opna breska meistaramót í golfi hófst á Royal St George's vellinum í dag. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen leiðir á sex höggum undir pari, á meðan að Phil Mickelson fann engan veginn taktinn og rekur lestina. Golf 15. júlí 2021 19:39
Fyrrverandi meistarar í efstu sætum Tveir fyrrverandi meistarar eru í toppsætunum eftir að hafa lokið fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. Fjöldi kylfinga á þó eftir að ljúka leik í dag. Golf 15. júlí 2021 15:30
Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. Golf 15. júlí 2021 13:00
Draumabyrjun hjá Harman og Spieth fer vel af stað Hið sögufræga Opna breska meistaramót í golfi hófst á Royal St George's vellinum í dag. Golf 15. júlí 2021 10:29
Strangar reglur fyrir keppendur en fjöldi áhorfenda á The Open Eftir langa bið vegna kórónuveirufaraldursins verður The Open, eitt risamótanna og elsta golfmót heims, haldið á Englandi um helgina. Keppni hefst í fyrramálið en kylfingar þurfa að gæta þess að fylgja ströngum sóttvarnareglum ella eiga á hættu að vera dæmdir úr keppni. Golf 14. júlí 2021 17:01
Vann Opna skoska eftir bráðabana Ástralinn Min Woo Lee fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi í dag eftir gríðarjafna keppni. Þrír kylfingar voru jafnir á toppnum og bráðabana þurfti til að útkljá úrslit mótsins. Golf 11. júlí 2021 18:30
Deila forystunni fyrir lokahringinn Belginn Thomas Detry og Englendingurinn Matt Fitzpatrick leiða Opna skoska meistaramótið í golfi fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun. Búast má við mikilli spennu á toppnum. Golf 10. júlí 2021 17:45
Rekinn í burtu eftir að hafa nappað kylfu af McIlroy Áhorfandi á Opna skoska golfmótinu hefur verið rekinn af svæðinu eftir að hafa tekið kylfu úr poka Rory McIlroy, sem var að stilla sér upp á teig, og tekið nokkrar sveiflur. Golf 9. júlí 2021 11:00
Fyrrum meistari á Mastersmótinu fékk fangelsisdóm Argentínumaðurinn Angel Cabrera eyðir næstu árum á bak við lás og slá í heimalandi sínu. Cabrera, sem er orðinn 51 árs gamall, vann á sínum tíma bæði Mastersmótið og Opna bandaríska risamótið. Golf 8. júlí 2021 10:30
Ólafía Þórunn í skýjunum með frumburðinn Sonur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur atvinnukylfings og Thomas Bojanowski kom í heiminn þann 29. júní og er parið í skýjum með frumburðinn. Frá þessu greinir Ólafía í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún birtir glæsilega mynd af nýburanum. Lífið 7. júlí 2021 00:01
Vann sinn fyrsta PGA-sigur eftir dramatískan bráðabana Ástralinn Cameron Davis fagnaði sigri á Rocket Mortgage Classic-mótinu í Detroit í Bandaríkjunum. Um er að ræða fyrsta sigur kappans á PGA-mótaröðinni og hann var torsóttur. Golf 4. júlí 2021 23:10
Allt í vaskinn á 15. braut Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk í dag leik á Kaskáda Golf Challenge-mótinu í Tékklandi. Ein einkar slæm hola fór illa með annars góðan hring kylfingsins. Golf 4. júlí 2021 21:01
Dagskráin í dag: Nóg um að vera í golfinu Golfið er í fyrirrúmi í beinum útsendingum á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Úrslitin ráðast á þremur mótum. Golf 4. júlí 2021 06:00
Missti naumlega af niðurskurðinum eftir strembinn dag Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurð á Big Green Egg-mótinu á Rosendaelsche-vellinum í Hollandi í dag. Mótið er hluti Evrópumótaröð kvenna. Golf 1. júlí 2021 20:32
Græddi 169 milljónir á pútti Harris English Bandaríski kylfingurinn Harris English fagnaði auðvitað mikið þegar hann vann í bráðabana á Travelers Championship golfmótinu um síðustu helgi en það líka einn ágætur maður honum óskyldur sem fagnaði einnig gríðarlega. Golf 1. júlí 2021 11:01
Átta holu umspil þurfti til á PGA mótaröðinni í nótt Bandaríkjamaðurinn Harris English fagnaði í nótt sigri á Travelers Championship á PGA mótaröðinni í golfi. Golf 28. júní 2021 16:02
Nelly Korda sigraði KPMG risamótið Nelly Korda sigraði KPMG risamótið á LPGA mótaröðinni í golfi í dag. Korda var jöfn Lizette Salas fyrir lokahringinn. Korda spilaði lokahringinn á fórum höggum undir pari og lék samtals á 19 höggum undir pari vallarins. Golf 27. júní 2021 23:01
Besti árangur Íslendings á Evrópumóti einstaklinga Aron Snær Júlíusson, 24 ára kylfingur úr GKG, náði um helgina besta árangri sem Íslendingur hefur nokkurn tímann náð á Evrópumóti einstaklinga hjá áhugakylfingum í Frakklandi. Golf 27. júní 2021 19:30
Salas og Korda efstar fyrir lokahringinn Lizette Salas og Nelly Korda eru jafnar í efsta sæti fyrir lokahring KPMG risamóts kvenna í golfi. Þær eru báðar 15 höggum undir pari, eða fimm höggum á undan næstu kylfingum. Golf 26. júní 2021 23:01
Lizette Salas brosir á ný og er efst á KMPG: „Mér líkaði ekki við mig sjálfa 2020“ Bandaríski kylfingurinn Lizette Salas er á toppnum eftir fyrsta daginn á KPMG risamóti kvenna í golfi. Hún talaði um andlega heilsu sína eftir hringinn. Golf 25. júní 2021 11:31
Vann sitt fyrsta risamót tveimur vikum eftir að hafa greinst með veiruna Jon Rahm hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Þetta var fyrsti sigur hans á risamóti á ferlinum. Golf 21. júní 2021 07:30