C-riðill á HM í Katar: Svanasöngur Messis og Ernir á sveimi Lionel Messi er á síðasta séns til að verða heimsmeistari. Spennandi lið Póllands og Mexíkó berjast um að fylgja Argentínu upp úr riðlinum og Sádar eru svo að segja á heimavelli. Fótbolti 11. nóvember 2022 11:01
Heimsmeistaramótið þrengir að framboði flugvélaeldsneytis Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Katar og hefst eftir rúma viku hefur stóraukið eftirspurn eftir flugvélaeldsneyti við Persaflóa. Það hefur aftur haft þær afleiðingar að minna af eldsneytinu fer til Evrópu en ella. Innherji 11. nóvember 2022 09:28
FIFA bannar Dönum að klæðast æfingafatnaði til stuðnings mannréttindum Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur hafnað beiðni danska knattspyrnusambandsins um að landslið Danmerkur fái að klæðast æfingatreyjum sem á stendur „Mannréttindi fyrir alla“ á HM 2022 í Katar. Fótbolti 11. nóvember 2022 07:00
Lagði landsliðsskóna á hilluna í febrúar en er á leiðinni á HM Hakim Ziyech var fyrr í kvöld valinn í marokkóska landsliðshópinn sem fer á heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem hefst eftir rúma viku. Fótbolti 10. nóvember 2022 23:31
Hommapar í kynningu Sviss fyrir HM í Katar Svisslendingar nýttu fólkið í landinu til að kynna í myndbandi hópinn sem fer á heimsmeistaramótið í fótbolta síðar í þessum mánuði. Í myndbandinu er meðal annars hommapar en samkynhneigð er ólögleg í Katar, þar sem HM fer fram. Fótbolti 10. nóvember 2022 15:30
Meiddur Paul Pogba dansar um stofuna sína og vildi sýna heiminum það Paul Pogba hefur verið meiddur allt þetta tímabil og hann hefur enn ekki spilað með Juventus eftir að ítalska félagið fékk hann frá Manchester United. Fótbolti 10. nóvember 2022 15:01
Segir að valið á Gabriel Martinelli í HM-hópinn sé vanvirðing við fótbolta Fyrrverandi landsliðsmaður Brasilíu í fótbolta segir að landsliðsþjálfarinn Tite hafi sýnt fótboltanum vanvirðingu með því að velja Gabriel Martinelli í HM-hóp Brassa. Fótbolti 10. nóvember 2022 14:30
Walker, Wilson og Maddison fara allir með Englandi á HM í Katar Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst eftir aðeins tíu daga. Fótbolti 10. nóvember 2022 14:05
Sautján ára nýliði fer með Þjóðverjum á HM og Götze snýr aftur Youssoufa Moukoko, sautján ára framherji Borussia Dortmund, í HM-hópi Þýskalands þrátt fyrir að hafa aldrei spilað landsleik. Fótbolti 10. nóvember 2022 11:33
B-riðill á HM í Katar: Fótboltinn ennþá „týndur“ eða ratar hann loksins heim? Öll liðin í B-riðlinum eru í hópi tuttugu bestu knattspyrnulandsliða heims samkvæmt nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusamnbandsins. Fótbolti 10. nóvember 2022 11:01
Ógnarsterk framlína Frakklands á HM Landsliðshópur Frakklands fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Katar hefur verið tilkynntur. Sóknarlína liðsins er vægast sagt ógnvænleg. Fótbolti 9. nóvember 2022 23:30
Bale bannað að spila golf í Katar Gareth Bale, skærasta stjarna velska fótboltalandsliðsins, dvelur langtímum saman úti á golfvelli. Hann verður hins vegar að finna sér eitthvað annað að gera milli leikja á HM í Katar því honum hefur verið bannað að spila golf. Fótbolti 9. nóvember 2022 16:01
Corona missir af HM í Katar Mexíkó verður án öflugs leikmanns á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar. Kantmaðurinn Jesus „Tecatito“ Corona missir af mótinu vegna meiðsla. Fótbolti 9. nóvember 2022 14:31
A-riðill á HM í Katar: Heimamenn fallbyssufóður eða gerist eitthvað óvænt? Hungraðir Hollendingar eru í riðli með heimamönnum á HM í Katar en þar eru líka áhugaverð lið Senegals og Ekvador. Fótbolti 9. nóvember 2022 11:00
L'Équipe: Mane missir af HM Franska stórblaðið L'Équipe hefur heimildir fyrir því að meiðsli Sadio Mané séu það alvarleg að hann missi af heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 9. nóvember 2022 10:26
Mané meiddist þrettán dögum fyrir HM: Í myndatöku í dag Sengalska þjóðin er örugglega mjög áhyggjufull eftir fréttir gærkvöldsins frá Þýskalandi. Stærsta stjarna landsliðsins fór þá meiddur af velli eftir aðeins tuttugu mínútna leik. Fótbolti 9. nóvember 2022 09:16
Sex þúsund argentínskir fótboltaáhugamenn á bannlista á HM í Katar Argentínumenn ætla að passa upp á það að argentínskar fótboltabullur verði hvergi sjáanlegar þegar heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar. Fótbolti 8. nóvember 2022 23:30
Markahæsti Brassinn skilinn eftir heima Brasilíumenn völdu í gær HM-hópinn sinn og það var hægt að sjá hvert dramatíska myndbandið á fætur öðru þar sem leikmönnum fögnuðu því að vera valdir í hópinn. Enski boltinn 8. nóvember 2022 14:00
Sepp Blatter segir að FIFA hafi gert mistök með því að láta Katar fá HM Fyrrum forseti FIFA og sá sem sat í forsetastólnum þegar Katar fékk heimsmeistaramótið í fótbolta viðurkennir nú tólf árum seinna að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi gert mistök. Fótbolti 8. nóvember 2022 11:45
Stoltur andstyrktaraðili HM í Katar Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi. Viðskipti erlent 8. nóvember 2022 10:59
Bað kærustunnar eftir að hann var valinn í HM-hópinn Mánudagurinn 7. nóvember 2022 var sannkallaður draumadagur í lífi brasilíska fótboltamannsins Pedros Guilherme. Fótbolti 8. nóvember 2022 09:00
Brasilíski hópurinn fyrir HM klár: Enginn Firmino á meðan Antony fagnaði gríðarlega Landsliðshópur Brasilíu fyrir HM í fótbolta hefur verið tilkynntur. Athygli vekur að Roberto Firmino, sóknarmaður Liverpool, er ekki í hópnum. HM í Katar hefst þann 20. nóvember næstkomandi og lýkur þann 18. desember. Fótbolti 7. nóvember 2022 18:01
Neville segir að Alexander-Arnold eigi ekki að fara á HM Gary Neville segir að slakur varnarleikur Trents Alexander-Arnold gæti kostað hann sæti í HM-hópi Englands. Enski boltinn 7. nóvember 2022 07:31
Chelsea staðfestir að Chilwell missi af HM Chelsea hefur staðfest að Ben Chilwell verði ekki með enska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Qatar en vinstri bakvörðurinn meiddist í leik gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni. Fótbolti 5. nóvember 2022 11:59
Klopp um HM í Katar: „Öllum er sama um leikmennina“ Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, segir það gjörsamlega galið að HM í Katar hefjist aðeins viku eftir að enska úrvalsdeildin fer í frí. Enski boltinn 5. nóvember 2022 09:00
FIFA sendi bréf á allar þátttökuþjóðir á HM: „Einbeitið ykkur að fótboltanum!“ Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur sent bréf á öll 32 þátttökuliðin á HM í Katar þar sem þau eru beðin að einbeita sér að fótboltanum en ekki siðferðislegum álitamálum. Fótbolti 4. nóvember 2022 12:31
Utan vallar: Er KSÍ að taka brýnt samtal eða blóðuga seðla? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar í Abú Dabí á sunnudaginn kemur við landslið Sádi-Arabíu og hjálpar Sádum þannig við undirbúning sinn fyrir HM í Katar sem hefst 20. nóvember. Í því samhengi er vert er að spyrja: Hvað liggur þar að baki? Fótbolti 4. nóvember 2022 08:00
Timo Werner meiddur og verður ekki með á HM Þjóðverjar þurfa að spjara sig án framherjans Timo Werner á heimsmeistaramótinu í Qatar. Werner meiddist á ökkla í leik með liði sínu Red Bull Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 3. nóvember 2022 17:54
Enginn Son í Katar? Svo gæti farið að Heung-Min Son missi af Heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Tottenham í gær. Fótbolti 2. nóvember 2022 23:46
Ekki orðið var við að auglýsendur séu hikandi vegna HM í Katar Framkvæmdastjóri RÚV sölu segist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara hafi reynst að fá aðila til að auglýsa í tengslum við útsendingar RÚV frá heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar síðar í mánuðinum. Staðan á sölunni muni þó koma betur í ljós þegar nær dregur mótinu. Viðskipti innlent 2. nóvember 2022 14:01
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti