Sagði nafnið sem mátti ekki nefna og fékk ekki að lýsa seinni hálfleik Alper Bakircigil missti starfið sitt í gær en hann hefur í mörg ár starfað sem fótboltalýsandi í Tyrklandi. Ástæðan er þó afar furðuleg í augum flestra. Hann nefndi á nafn knattspyrnugoðsögn Tyrkja. Fótbolti 2. desember 2022 13:00
Kynþokkafullur Kóreumaður leikur sama leik og Rúrik Fjöldi fylgjenda suður-kóreska framherjans Cho Gue-sung á Instagram hefur margfaldast síðan að HM í Katar hófst, ekki ósvipað því sem gerðist hjá Rúrik Gíslasyni á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fótbolti 2. desember 2022 11:01
Arnar ætlar að taka niður myndirnar af börnunum sínum og setja plakat af meistara Moriyasu í staðinn Japanski landsliðsþjálfarinn Hajime Moriyasu er ekki bara elskaður í heimalandi sínu eftir frábæran árangur japanska liðsins á HM í Katar heldur á hann einn mikinn aðdáanda í einum besta þjálfara Bestu deildar karla. Fótbolti 2. desember 2022 10:31
Segir að Spánverjar hafi ekki reynt að tapa Sergio Busquests, fyrirliði spænska fótboltalandsliðsins, segir ekkert til í því að Spánverjar hafi reynt að tapa fyrir Japönum til að fá auðveldari leiki í útsláttarkeppninni á HM í Katar. Fótbolti 2. desember 2022 10:00
Pulisic segir að pungurinn hafi sloppið ómeiddur Christian Pulisic, stærsta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, segist ekki hafa fengið högg í punginn þegar hann skoraði sigurmark Bandaríkjanna gegn Íran á HM í Katar. Með sigrinum komust Bandaríkjamenn áfram í sextán liða úrslit mótsins. Fótbolti 2. desember 2022 09:30
Segir klúðrið hjá Þjóðverjum algjöra kata(r)strófu Thomas Müller segir að klúður Þjóðverja að komast ekki upp úr sínum riðli á HM í Katar sé algjör katastrófa. Fótbolti 2. desember 2022 08:30
Voru Þjóðverjar rændir sæti í 16-liða úrslitum? Dramatíkin í E-riðli heimsmeistaramótsins var mikil í kvöld. Þjóðverjar féllu úr leik þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka þar sem Japanir lögðu Spánverja á sama tíma og tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Mikil umræða fer nú fram um hvort sigurmark Japana hafi verið löglegt. Sport 1. desember 2022 23:31
Lukaku klúðraði öllu og braut síðan varamannaskýlið Belgíski framherjinn Romelu Lukaku mun eflaust eiga erfitt með svefn í nótt eftir að hafa misnotað fjölmörg færi þegar Belgía féll úr leik á heimsmeistaramótinu eftir jafntefli gegn Króatíu. Fótbolti 1. desember 2022 22:32
Japan hirti efsta sætið af Spáni og skildi Þjóðverja eftir með sárt ennið Japan tryggði sér efsta sætið í E-riðli heimsmeistaramótsins með mögnuðum 2-1 sigri á Spánverjum í kvöld. Japan endar því með sex stig í efsta sæti en Spánn fer einnig áfram með jafn mörg stig og Þjóðverjar en betri markatölu. Fótbolti 1. desember 2022 21:05
Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. Fótbolti 1. desember 2022 21:00
Martinez hættur með Belga eftir vonbrigðin í Katar Jafnteflisleikur Belga gegn Króatíu í dag var síðasti leikur Roberto Martinez sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hann tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur en jafnteflið þýddi að Belgar féllu úr leik á heimsmeistaramótinu. Fótbolti 1. desember 2022 19:49
Marokkó vann Kanada og F-riðilinn í leiðinni Marokkó er komið í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í Katar eftir 2-1 sigur á Kanada þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleiknum. Fótbolti 1. desember 2022 16:56
Belgar úr leik eftir klúður Lukaku Króatía, silfurlið síðasta HM, komst í dag áfram í 16-liða úrslit HM í fótbolta í Katar en sendi um leið Belga heim. Belgar fengu dauðafæri til að komast yfir í seinni hálfleiknum. Fótbolti 1. desember 2022 16:52
3,4 milljónir í laun á tímann allan sólarhringinn Góður átta tíma svefn gæti gefið Cristiano Ronaldo 27 milljónir í aðra hönd. Sænska Sportbladet hefur reiknað út möguleg ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá sádí-arabíska félaginu Al Nassr. Fótbolti 1. desember 2022 16:31
„Búnir að ala þá upp í að vera aumingjar“ Freyr Alexandersson starfaði í Katar og kynntist fótboltanum og fótboltamönnunum þar af eigin raun. Hann ræddi slakt gengi gestgjafa Katar á HM í fótbolta. Fótbolti 1. desember 2022 15:31
Luis Suarez neitar að biðjast afsökunar Úrúgvæ og Gana mætast annað kvöld í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar þar sem sæti í sextán liða úrslitunum er í boði. Fótbolti 1. desember 2022 15:00
Frakkar skiptu yfir í auglýsingar og héldu að þeir hefðu gert jafntefli Sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi héldu eflaust að sínir menn í franska landsliðinu hefðu farið taplausir í gegnum riðlakeppnina á HM í fótbolta, vegna afglapa í útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar TF1. Fótbolti 1. desember 2022 14:01
Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. Fótbolti 1. desember 2022 13:30
Mögulega vítakeppnir í riðlum á næsta HM FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, er með til skoðunar að notast við vítaspyrnukeppni verði jafntefli í leikjum í riðlakeppni á næsta heimsmeistaramóti karla, sem fram fer árið 2026. Fótbolti 1. desember 2022 13:00
Argentínski þjálfarinn hneykslaður á keppnisfyrirkomulaginu á HM í Katar Argentínski landsliðsþjálfarinn Lionel Scaloni var auðvitað ánægður með að vinna Pólverja sannfærandi og að vinna riðilinn en hann var líka mjög hneykslaður á keppnisfyrirkomulaginu á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 1. desember 2022 12:00
Danir vilja framlengja við Hjulmand þrátt fyrir klúðrið í Katar Þrátt fyrir að Danir hafi fallið úr leik á neyðarlegan hátt á HM í Katar ætlar danska knattspyrnusambandið að framlengja samning landsliðsþjálfarans Kaspers Hjulmand. Fótbolti 1. desember 2022 11:31
Frakkar klaga til FIFA Heimsmeistarar Frakka hafa sent kvörtun til FIFA vegna marksins sem var dæmt af Antoine Griezmann í uppbótartíma í leiknum gegn Túnisum á HM í Katar í gær. Þeir telja að dómurinn hafi verið rangur. Fótbolti 1. desember 2022 11:00
Biðst afsökunar á að hafa hótað Messi Mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Álvarez hefur beðist afsökunar á að hafa hótað argentínska fótboltasnillingnum Lionel Messi. Fótbolti 1. desember 2022 09:30
Konurnar græða miklu meira á HM karla í ár en þegar þær unnu HM sjálfar Nýr samningur við leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins sér til þess að landsliðskonurnar frá Bandaríkjunum græða miklu meira á góðum árangri karlalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Katar en þegar þær urðu sjálfar heimsmeistarar árið 2019. Fótbolti 1. desember 2022 09:30
Szczesny tapaði veðmáli við Messi áður en hann varði vítið Wojciech Szczesny veðjaði við Lionel Messi að hann myndi ekki fá vítaspyrnu í leik Argentínu og Póllands á heimsmeistaramótinu í Katar í gær. Hann segist skulda argentínska snillingnum hundrað evrur. Fótbolti 1. desember 2022 08:30
Leyndarmálið um stuðningsmenn Katar á HM Stuðningsmenn Katar á yfirstandandi heimsmeistaramóti hafa vakið töluverða athygli, þá sérstaklega fyrir þá gríðarmiklu stemningu sem þeim fylgdi. En hverjir eru þessir menn eiginlega? Fótbolti 1. desember 2022 08:01
Vlahovic segir fráleitt að hann hafi haldið við eiginkonu samherja síns Dusan Vlahovic, framherji Juventus, segir ekkert til í því að hann hafi haldið við konu samherja síns í serbneska landsliðinu. Fótbolti 1. desember 2022 07:31
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 1. desember 2022 07:00
Þjálfari Ástrala þakkar samfélagsmiðlabanni góðan árangur Graham Arnold er búinn að stýra Áströlum í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar í Katar eftir góðan sigur á Dönum í dag. Hann þakkar samfélagsmiðlabanni leikmanna því að liðið er komið svona langt í keppninni. Fótbolti 30. nóvember 2022 23:00
Ben White yfirgefur enska hópinn Ben White, leikmaður Arsenal og enska landsliðið, hefur yfirgefið enska landsliðshópinn í Katar og haldið heim til Englands. Ástæður brottfararinnar eru persónulegar ástæður og biður enska knattspyrnusambandið um að einkalíf leikmannsins sé virt. Fótbolti 30. nóvember 2022 22:16