Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Telur ein­kvæni vera ó­heil­brigt

Bandaríski þáttastjórnandinn Nick Cannon opnaði sig um ástarlíf sitt í hlaðvarpi í gær. Þar lýsti hann því meðal annars yfir að hann tengdi einkvæni við sjálfselsku og eignarhald.

Lífið
Fréttamynd

„Ef þið viljið fá alla söguna, þá verðið þið bara að kaupa bókina“

„Ég veit ekki hvað hefur ekki gerst hjá Kanye West í þessari viku!“ segir Birta Líf Ólafsdóttir. Vikan hefur verið viðburðarík í lífi tónlistarmannsins sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Það skal þó tekið fram að West er með geðhvarfasýki sem hann opnaði sig um fyrir fjórum árum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Kanye West og Julia Fox hætt saman

Tónlistar- og athafnamaðurinn Ye, sem almennt er þekktur sem Kanye West, og leikkonan og módelið Julia Fox, eru haldin hvort sína leið. Þau voru saman í um mánuð.

Lífið
Fréttamynd

Kardashian opnar sig um skilnaðinn: „Ég valdi sjálfa mig“

„Ég eyddi svo mörgum árum í það að reyna þóknast öðrum, en fyrir um tveimur árum síðan ákvað ég setja mína eigin hamingju í forgang. Þó svo að sú ákvörðun hafi kallað fram breytingar og orðið valdur að skilnaði, þá er mikilvægt að vera heiðarlegur við sjálfan sig,“ segir stórstjarnan Kim Kardashian í einlægu viðtali við bandaríska tískutímaritið Vogue.

Lífið
Fréttamynd

Hafa úr­skurðað um or­sök dauða Bob Saget

Fjölskylda bandaríska grínistans Bob Saget hefur nú greint frá því hvað það var sem dró Saget til dauða, en hann fannst látinn á hótelherbergi í Orlandi í Flórída í síðasta mánuði, 65 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Tileinkaði fyrrverandi eiginmanni sínum sigur skilnaðarplötunnar

Adele kom sá og sigraði á Brit verðlaunaafhendingunni í gær þegar hún sigraði þrjá af fjórum stóru flokkunum. Hún vann sem besti listamaðurinn, besta platan og besta lagið fyrir Easy on me. Einnig stal demantshringur á baugfingri hennar sviðsljósinu og eru margir að velta því fyrir sér hvort um trúlofunarhring sé að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Colbert grínast með McDonalds-borgarann hans Hjartar

Síðasti McDonalds hamborgarinn, sem keyptur var á Íslandi, hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna að undanförnu. Eftir að ferðatímaritið Atlas Obscura fjallaði um hamborgarann, sem var keyptur 31. október 2009, hefur borgarinn fangað athygli ýmissa framámanna.

Lífið
Fréttamynd

Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins

Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers.

Lífið
Fréttamynd

Mælirinn fullur hjá Kar­dashian sem á­kvað að svara fyrir sig

Fyrrverandi hjónin Kanye West og Kim Kardashian hafa staðið í opinberum deilum á samfélagsmiðlum undanfarna daga. West hefur ekki farið leynt með það að skilnaðurinn hefur reynst honum erfiður og hafa uppátæki hans verið eftir því. Kardashian hefur tekist að halda ró sinni í garð West, eða alveg þar til nú.

Lífið
Fréttamynd

Beyoncé tilnefnd til Óskarsins - Allar tilnefningarnar

Tilnefningar til Óskarsins voru gefnar út í dag og sáu þau Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan um að kynna þær. Hátíðin mun fara fram þann 27. mars og var spennan fyrir tilnefningunum gríðarlega sérstaklega þar sem Íslendingar áttu möguleika á tilnefningu fyrir Dýrið.

Lífið
Fréttamynd

Shay Mitchell á von á öðru barni

Leikkonan Shay Mitchell á von á sínu öðru barni með kærastanum Matte Babel en fyrir eiga þau eina dóttur. Shay er líklega þekktust fyrir leik sinn í Pretty Little Liars og You en hún stofnaði og rekur einnig fyrirtækið BÉIS.

Lífið
Fréttamynd

Amy Schumer er með stöðugt „mömmviskubit“

Leikkonan Amy Schumer deildi mynd af sér með syni sínum Gene David með texta sem lýsir öllum þeim flóknu tilfinningum sem hún er að upplifa í móðurhlutverkinu. Hún hefur verið dugleg að tala opinskátt um nýja hlutverkið síðan sonur hennar kom í heiminn fyrir tveimur og hálfu ári síðan og slær á létta strengi.

Lífið
Fréttamynd

Jack Whitehall skoðar Hallgrímskirkju

Leikarinn og grínistinn Jack Whitehall er staddur á Íslandi ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Roxy Hornes. Hann virðist njóta þess að prófa sig áfram með leiðir til að nota buff og skoða náttúruna.

Lífið
Fréttamynd

Gwyneth Paltrow sýnir heimilið sem inniheldur spa

Gwyneth Paltrow opnaði dyrnar að heimili sínu í Montecito fyrir Architectural Digest. Húsið byggðu þau fjölskyldan frá grunni og inniheldur það mikið af fallegum, einstökum munum og virðist sækja innblástur til Evrópu. Eins og sannri Hollywood stjörnu sæmir inniheldur húsið spa með handgerðum flísum sem hún segist nota daglega.

Lífið
Fréttamynd

Ri­hanna birtir nýja óléttu­mynd á Insta­gram

Tónlistarkonan og milljarðamæringurinn Rihanna deildi fallegri bumbumynd á Instagram í gær. Síðustu mánuði hefur verið hávær orðrómur um það að tónlistarkonan ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky en sá orðrómur var staðfestur nú í vikunni.

Lífið