Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Mætt aftur á Austurvöll til að mótmæla

Mótmælendur sóttvarnaaðgerða eru samankomnir á Austurvelli til þess að lýsa yfir andstöðu við sóttvarnaaðgerðir. Þetta eru ekki fyrstu mótmælin, en vika er síðan hópurinn mótmælti síðast. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er áhættutími“

Sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins hér á landi ágæta en nú fari í hönd mikill áhættutími tengdur aðventunni. Fólk þurfi að passa sig vilji það ekki verja jólunum í veikindi

Innlent
Fréttamynd

Fimm greindust með covid-19 innanlands í gær

Fimm greindust með covid-19 innanlands í gær. Þar af voru þrír í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. Í uppfærðum tölum á covid.is kemur fram að nú séu alls 292 í sóttkví og 178 í einangrun. Fjölgar þannig um nokkra sem eru í sóttkví milli daga en þeim fækkar um tíu sem eru í einangrun. Rúmlega 1.200 sýni voru tekin í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu skammtar til heilbrigðisstarfsfólks

Um tíu þúsund manns munu að óbreyttu fá bóluefni við kórónuveirunni um áramót eftir samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Stærstur hluti þessarar fyrstu sendingar verður nýttur í að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk.

Innlent
Fréttamynd

Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin

Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn ná ekki saman um neyðarpakka

Vinna þverpólitísks hóps bandarískra þingmanna að 900 milljarða dala neyðarpakka virðist engum árangri ætla að skila. Þá helst vegna andstöðu Repúblikana við að veita ríkjum og borgum Bandaríkjanna fjárhagslega aðstoð og deilum þingmanna sín á milli.

Erlent
Fréttamynd

Klasasmitið gerði útslagið en erum þó á svipuðu róli

Sóttvarnalæknir segir klasasmit kórónuveirunnar sem kom upp í gær í búsetuúrræði fyrir hælisleitendafjölskyldur í Hafnarfirði hafa gert útslagið fyrir tölur gærdagsins. Þær séu þó á svipuðu róli og undanfarna daga en klasasmitið sýni hvað staðan sé viðkvæm.

Innlent
Fréttamynd

Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi

Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið

Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Hættan sem blasir við ferðaþjónustunni

Í ferðaþjónustu gildir að sjálfsögðu það sama og í öðrum viðskiptum, að mestu tekjurnar skila sér í beinu viðskiptasambandi milli þjónustuveitanda og viðskiptavinar. Með öðrum orðum, að gesturinn kaupi gistinguna, flugfarið, afþreyinguna eða veitingarnar beint af viðkomandi aðila.

Skoðun
Fréttamynd

Hóp­smit á höfuð­borgar­svæðinu og minnst átta smitaðir

Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil að­sókn í sund og snjall­lausnir í kortunum

Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Afríka slapp ekki

Fjölmiðlar á Íslandi og víðar á vesturlöndum hafa undanfarið fjallað um hversu vel Afríka hafi sloppið frá Covid-19 heimsfaraldrinum. Nýleg úttekt SOS Barnaþorpanna í austan- og sunnanverðri Afríku sýnir þó að ástandið er í raun grafalvarlegt og brothætt.

Skoðun