Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf

    Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Grealish og Messi „peð“ í pólitískri pissukeppni

    Nýleg kaup stórliðanna Manchester City og Paris Saint-Germain á Jack Grealish og Lionel Messi hafa vakið mikla athygli. Merkilegt þykir að félögin geti eytt eins miklum peningum og raun ber vitni á meðan önnur félög berjast í bökkum eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kepa kom inn fyrir vítakeppnina og tryggði Chelsea Ofurbikarinn

    Chelsea vann Villarreal 6-5 í vítaspyrnukeppni til að tryggja sér Ofurbikar Evrópu í fótbolta á Windsor Park í Belfast í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerði skiptingu undir lok framlengingar sem hafði mikið að segja um úrslitin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rúnar Már og félagar úr leik í Meistaradeildinni

    Rúnar Már Sigurjónsson og félagar hans í CFR Cluj frá Rúmeníu eru úr leik í Meistaradeildinni eftir 3-1 tap á útivelli gegn svissneska liðinu Young Boys. Fyrri leikurinn endaði 1-1 í Rúmeníu og samanlögð úrslit því 4-2, svissneska liðinu í vil.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    PSG fékk Messi frítt en greiðir himinhá laun

    Lionel Messi hefur samþykkt tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint Germain sem fær argentínska snillinginn á frjálsri sölu. PSG þarf hins vegar að borga honum stórar upphæðir fyrir þjónustu hans inn á vellinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Midtjylland þoldi stórtap án Mikaels

    Danska liðið Midtjylland tapaði 3-0 fyrir hollenska stórliðinu PSV Eindhoven í fyrri leik liðanna í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Mikael Anderson var ekki í leikmannahópi danska liðsins vegna COVID-smits.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“

    „Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Átján ára strákur í markinu fram yfir Ögmund

    Ögmundur Kristinsson sat á varamannabekk Olympiakos er liðið vann 1-0 sigur á FK Neftchi frá Baku í Aserbaídsjan í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Átján ára gutti var á milli stanganna hjá Olympiakos á kostnað Ögmundar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jafntefli í fjörugum leik í Skotlandi

    Mikael Anderson og félagar hans í Midtjylland frá Danmörku gerðu góða ferð til Glasgow þar sem að Celtic tók á móti þeim i fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.

    Fótbolti