Listir, stjórnmál og atvinnulíf mætast í tökum BBC í Tjarnarbíói Fjölbreytt blanda merkra Íslendinga munu sitja fyrir svörum við upptökur á útvarpsþætti breska ríkisútvarpsins „World Questions“ í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Menning 31. janúar 2023 09:42
Söngkeppnin sem olli straumhvörfum í lífi Birgittu Haukdal Birgitta Haukdal var gestur í þriðja þætti af Körrent þar sem hún ræddi meðal annars um dómarastarfið í Idolinu og söngferilinn. Þá var hún meðal annars spurð hvað hefði skipt sköpum í hennar ferli. Lífið 30. janúar 2023 20:00
Tíu ár af Fáðu já Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Skoðun 30. janúar 2023 17:01
Jóhanna Guðrún og Þórdís frumsýndu Chicago á Akureyri Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, frumsýndi um helgina söngleikinn Chicago í Samkomuhúsinu. Lífið 30. janúar 2023 15:03
„Þetta er náttúrulega bara rugl“ Hinn 24 ára gamli Guðjón Smári kvaddi Idol keppnina á föstudag. Hann heillaði dómara og áhorfendur strax frá fyrstu prufu. Lífið 30. janúar 2023 13:31
Uppgötvaði líkamann sinn upp á nýtt „Innblásturinn fyrir verkið er þessi magnaði líkami sem við eigum,“ segir dansarinn Þyri Huld Árnadóttir, sem frumsýnir verkið Hringrás næstkomandi föstudag. Er um að ræða dansverk til heiðurs kvenlíkamanum en verkið samtvinnar myndlist, tónlist og dans, sem mynda heildræna hringrás. Menning 30. janúar 2023 12:00
„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“ Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu. Menning 30. janúar 2023 08:46
Leikkonan Lisa Loring úr Addams-fjölskyldunni látin Bandaríska leikkonan Lisa Loring, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk Wednesday Addams í sjónvarpsþáttum um Addams-fjölskylduna frá árinu 1964, er látin. Hún varð 64 ára gömul. Lífið 30. janúar 2023 07:47
Leikkonan Annie Wersching er látin Leikkonan Annie Wersching lést í dag aðeins 45 ára gömul. Hún var þekktust fyrir leik sinn í þáttunum 24, Bosch og Timeless. Dánarorsök var krabbamein. Lífið 29. janúar 2023 21:16
„Það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara“ Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum. Lífið 29. janúar 2023 16:51
Forsprakki hljómsveitarinnar Television er látinn Tom Verlaine, söngvari og gítarleikari bandarísku hljómsveitarinnar Television, er látinn. Verlaine lést 73 ára eftir skammvinn veikindi. Lífið 28. janúar 2023 23:25
Þetta eru lögin í Söngvakeppninni Ríkissjónvarpið hefur nú formlega kynnt lög og flytjendur sem keppa í Söngvakeppninni. Meðal flytjenda er hljómsveitin Celebs, Langi Seli og skuggarnir og Kjalar. Lífið 28. janúar 2023 20:33
Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. Tónlist 28. janúar 2023 17:00
„Þetta breytir algjörlega sýn manns á lífið“ Hinn fjölhæfi Rúrik Gíslason ber marga hatta. Síðustu fjögur ár hefur hann gegnt hlutverki velgjörðaherra SOS Barnaþorpa. Hann segir starfið hafa gjörbreytt sýn sinni á lífið og nýtir hann hvert tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í þágu samtakanna. Lífið 28. janúar 2023 11:00
„Ég kann ekki á neitt nema blokkflautu og finnst það alveg ferlegt!“ Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist einbeitt og ákveðin og því hafi hún alltaf náð markmiðunum sínum. Fyrir utan þau reyndar að verða skautadrottning eða fljúga eins og Súperman. Brynhildur er með einfalda reglu um skipulagið: Að vaða í verkefnin og klára þau. Atvinnulíf 28. janúar 2023 10:01
Tóku lagið í flugvélinni og dreymir nú um að halda tónleika á Íslandi Kanadíska tríóið Jessica Pearson and the East Wind vakti mikla athygli hér á landi á dögunum fyrir það að blása til tónleika um borð í Icelandair flugvél. Farþegar vélarinnar voru fastir um borð vegna veðurs og hvatti áhöfnin hljómsveitina til að taka nokkur lög. Tónlist 28. janúar 2023 10:01
Þessi keppandi var sendur heim úr Idolinu Fimm keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Þemað voru lög úr kvikmyndum og sungu keppendur lög hvaðanæva að. Lífið 27. janúar 2023 20:33
Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. Lífið 27. janúar 2023 16:28
Þakleki hefur áhrif á sýningaropnun Hönnunarsafns Íslands Á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar kl. 20:00, opnar ný fastasýning í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ. Ekki er hægt að opna alla sýningunna strax vegna þakleka. Lífið 27. janúar 2023 15:30
Fjólublátt mistur læðist yfir hjá Taylor Swift Nýtt tónlistamyndband söngkonunnar Taylor Swift við lagið „Lavander Haze“ kom út í morgun. Í myndbandinu má sjá fjólublátt mistur læðast yfir allt og gullfiska svífa um himingeiminn. Tónlist 27. janúar 2023 11:29
Þetta eru lögin sem Idol keppendur munu flytja í kvöld Spennan magnast því aðeins fimm keppendur standa eftir og keppast um það að verða næsta Idolstjarna Íslands. Í kvöld munu keppendur stíga á stokk í Idolhöllinni og að þessu sinni munu þeir flytja lög úr kvikmyndum. Lífið 27. janúar 2023 09:04
Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. Lífið 26. janúar 2023 14:54
Miley Cyrus, laukurinn og framhjáhöldin Miley Cyrus gaf út nýtt lag og myndband nú á dögunum sem hefur kannski ekki farið fram hjá mörgum. Æðislegt lag sem yfirfyllir Tiktok-ið mitt þessa dagana. Annað hvort myndband hjá mér núna er yfirfullt af einstaklingum í öllum sínum fjölbreytileika, dansandi að innlifun eftir takti lagsins. Það verður að segjast að þetta er skref upp á við frá brjáluðu lauk kerlingunni sem einhverra hluta vegna var alltaf að poppa upp hjá mér. Skoðun 26. janúar 2023 14:30
Allir reka Roiland eftir ákæru Flestöll þeirra fyrirtækja sem framleiða þætti sem Justin Roiland kemur að hafa slitið samstarfi sínu við hann. Roiland hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi en hann er þekktur fyrir þætti á borð við Rick and Morty og Solar Opposites. Erlent 26. janúar 2023 13:42
Svikakvendið segir eigin sögu við matarborðið í stofufangelsi Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey hefur nú landað sjónvarpsþáttasamning á meðan hún er í stofufangelsi. Bíó og sjónvarp 26. janúar 2023 12:33
Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Lífið 26. janúar 2023 10:47
„Hvaða blað er kötturinn að lesa?“ „Ég fékk bara hugdettu, hvaða blað er kötturinn að lesa?“ segir Grétar Þór Sigurðsson spurður út í kveikjuna að stórskemmtilegu tísti þar sem hann svarar því sem margir hafa eflaust velt fyrir sér: hvað skyldi kötturinn í tónlistarmyndbandi Bjarkar fyrir lagið Triumph of a Heart vera að lesa? Lífið 25. janúar 2023 22:44
„Snýst um að mjólka hverja einustu tilfinningu sem ég finn“ „Ég var búin að vera að ganga í gegnum ástarsorg og fannst þetta mjög erfitt allt saman. En á sama tíma var það líka pirrandi því ég nennti ekkert að mér liði illa lengur,“ segir tónlistarkonan Kristín Sesselja sem var að senda frá sér lagið „I'm Still Me“. Tónlist 25. janúar 2023 20:00
Kanónur raftónlistar sameinast í Reykjavík Öllu verður til tjaldað á Prikinu annað kvöld þar sem viðburðurinn Super Soaker verður haldinn í samvinnu við listasamlagið Post-dreifingu. Er um að ræða tvíþætta tónlistarveislu en fyrra kvöldið fer fram á Prikinu á morgun og það síðara í kjallaranum á 12 Tónum laugardagskvöldið 28. janúar. Tónlist 25. janúar 2023 16:31
Hvar verður þú 18. ágúst 2036? Söluhæsta bók síðasta jólabókaflóðs var glæpasagan Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttur og Ragnar Jónasson. Um er að ræða reyfara sem gerist í fortíðinni. Skoðun 25. janúar 2023 16:02