Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum“

Klara Elias eða Klara Ósk Elíasdóttir gaf á miðnætti út sína aðra smáskífu sem ber nafnið Champagne. Lagið Champagne samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og danska pródúsentinum David „Dehiro“ Morup sem sá einnig um að útsetja.

Tónlist
Fréttamynd

Gerður Kristný hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Gerður Kristný rithöfundur hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020, sem veitt eru í tilefni af degi íslenskrar tungu, sem er í dag. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hlýtur sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu íslensks máls.

Innlent
Fréttamynd

Hofsá líklega skosk og íslenska fjallasýnin stafræn

Atriði í Netflix-þáttaröðinni The Crown, sem sýna Karl Bretaprins í veiðiferð í Hofsá í Vopnafirði, er ekki tekið upp við ána – og að öllum líkindum ekki einu sinni tekið upp á Íslandi, að sögn framkvæmdastjóra veiðiklúbbsins sem rekur Hofsá.

Innlent
Fréttamynd

Lestur lands­manna eykst milli ára

Landsmenn virðast lesa og hlusta meira á bækur í ár en í fyrra samkvæmt niðurstöðum könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Meðalfjöldi lesinna bóka er nú 2,5 á mánuði samanborið við 2,3 í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Jón forseti með Covid grímu í Hafnarfirði

Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetja Íslendinga og forseti hangir nú upp á vegg í Íshúsinu í Hafnarfirði með Covid grímu. Myndina málaði Gunnar Júlíusson, listamaður en verkið kallar hann; "Ver mótmælum Covid".

Innlent
Fréttamynd

Lestur landsmanna hefur aukist í heimsfaraldri

Að meðaltali las hver þátttakandi í könnuninni 2,5 bækur á mánuði samanborið við 2,3 bækur í fyrra. Þá eru þeir sem segjast eingöngu eða oftar lesa á íslensku en öðru tungumáli fleiri nú en í fyrri könnun.

Innlent
Fréttamynd

Jólalögin eru komin í loftið

Jólalögin eru komin í spilun á útvarpsstöðvum núna, mörgum til mikillar gleði þó einhverjum þyki þetta of snemmt. Létt Bylgjan 96.5 er orðin að jólastöð líkt og á hverju ári. 

Lífið
Fréttamynd

„Draumurinn leiddi mig að hylnum“

Hinar myrku miðaldir eru undir í nýrri skáldsögu Þóru Karítasar. Í ítarlegu viðtali kemur meðal annars fram að hún rann á tímabili saman við aðalpersónu bókarinnar sem kvaddi sitt líf í Drekkingarhyl.

Menning
Fréttamynd

Hannar sínar eigin prjónauppskriftir á Hvolsvelli í Excel

Anna Kristín Helgadóttir á Hvolsvelli hefur slegið í gegn með bækurnar sínar "Prjónafjör" en hún var að gefa út þriðju bókina. Allar prjónauppskriftirnar hannar Anna í Word og Excel í tölvunni sinni, auk þess að taka myndirnar í bækurnar á símann sinn með fyrirsætum úr fjölskyldunni eða íbúum á Hvolsvelli.

Innlent