Myndaveisla: Aron Can, Issi og Patti í tískupartýi ársins Síðastliðinn fimmtudag kynnti 66°Norður nýju samstarfslínu sína við íslenska fatamerkið Reykjavik Roses. Tilhlökkun tískuunnenda var gríðarleg og mikil röð myndaðist upp Laugarveginn fyrir opnun. Tíska og hönnun 8. júlí 2024 20:00
„Leiðin verður að vera óviss svo vel sé“ „Verklag mitt er samfellt flæði. Öllu skiptir að vera stöðugt að og leitandi,“ segir myndlistarkonan Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Hún opnaði einkasýninguna Hornafjöldi í hættu í Ásmundarsal á dögunum en sýningin fylgir gestum inn í sumarið og stendur til 6. ágúst næstkomandi. Menning 8. júlí 2024 16:38
„Í upphafi var tribal teknóið vinsælast en svo týndu menn því” Arnviður Snorrason hefur unnið sem plötusnúður og tónlistarmaður í fjölda ára. Eflaust þekkja flestir hann betur undir nafninu Addi Exos. Hann spilar teknó og hefur komið að skipulagningu fjölda viðburða á Íslandi. Lífið 8. júlí 2024 15:11
„Ég lofa miklu blóði“ „Ég fékk mikið vampíruæði fyrir nokkrum árum og það mætti segja að þetta hafi verið besta útrásin,“ segir tónlistarmaðurinn, handritshöfundurinn og leikstjórinn Egill Gauti Sigurjónsson. Hann frumsýnir verkið Velkom Yn á morgun. Menning 8. júlí 2024 13:06
Margot Robbie ólétt Ástralska leikkonan Margot Robbie á von á sínu fyrsta barni með kvikmyndagerðarmanninum Tom Ackerley. Lífið 7. júlí 2024 21:26
Gera grín að bransanum með „virtustu verðlaunum heims“ Verðlaunahátíðin Strandgate Film festival verður haldin í Háskólabíó í kvöld. Þar munu stærstu myndir ársins keppast um ein virtustu verðlaun heims - að minnsta kosti að sögn skipuleggjenda. Menning 7. júlí 2024 20:43
Jon Landau er látinn Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og Óskarsverðlaunahafinn Jon Landau er látinn 63 ára að aldri. Hann framleiddi myndir á borð við Titanic og Avatar á löngum og margverðlaunuðum ferli. Bíó og sjónvarp 7. júlí 2024 10:46
Mikil stemning á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum Það iðar allt af lífi og fjöri í Vestmannaeyjum um helgina því þar stendur Goslokahátíð yfir þar sem Eyjamenn og gestir þeirra halda upp á lok gossins í Vestmannaeyjum í byrjun júlí 1973. Innlent 6. júlí 2024 13:05
Munir safnsins geyma merkilega sögu Óvenjulegt safn sem legið hefur í kössum í nokkur ár er nú aftur sýnilegt almenningi í Borgarnesi. Munir safnsins geyma merkilega sögu svæðisins en safnstjórinn heldur mest upp á muni frá ömmu og afa. Um er að ræða Hérumbilsafn Gunna Jóns í Borgarnesi en þar er meðal annars atvinnulífs- og íþróttasaga Borgarness varðveitt í ýmsum munum. Lífið 6. júlí 2024 09:53
Eins söguleg og skáldsaga getur orðið „Þetta einvígi lifir með þjóðinni og mun gera það áfram,“ segir Sigurbjörn J. Björnsson gæðatryggingastjóri hjá Algalif og rithöfundur. Lífið 6. júlí 2024 07:00
Brad Pitt í mynd um Formúlu 1 í framleiðslu Hamilton Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt fer með aðalhlutverk í bíómynd um Formúlu 1 sem er meðal annars framleidd af formúlukappanum Lewis Hamilton. Myndin er í bígerð og stefnt er á frumsýningu í júní á næsta ári. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2024 23:25
Óbirt myndefni úr Snertingu í nýju tónlistarmyndbandi Högna Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson og Rvk Studios hafa gefið út tónlistarmyndband í flutningi Högna við lokalag kvikmyndarinnar Snertingar, sem nú er í sýningu í kvikmyndahúsum landsins. Lífið 5. júlí 2024 18:05
Kvikmyndastjarna slær í gegn á Landsmóti hestamanna Hornfirðingurinn Ída Mekkín Hlynsdóttir fer nú mikinn á Landsmóti hestamanna. Hún er í fjórða sæti í unglingaflokki eftir keppni í milliriðlinum, og hefur tryggt sér sæti í úrslitum. Ída Mekkín var ellefu ára þegar hún var í burðarhlutverki í kvikmyndinni Hvítur hvítur dagur, og lék einnig í myndinni Volaða land, en hún er dóttir leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar. Lífið 4. júlí 2024 20:00
Herbert og Patrik leika við hvern sinn fingur í nýju myndbandi Tónlistarmennirnir Herbert Guðmundsson, Prettyboitjokko og Bomarz hafa gefið út skemmtilegt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra „Annan hring.“ Mikill 80's fílingur er í myndbandinu sem og í laginu sem þeir gáfu út saman í vikunni. Tónlist 4. júlí 2024 16:14
Neil Gaiman sakaður um kynferðisofbeldi Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér. Erlent 4. júlí 2024 07:54
Þurfti að vinda skyrtuna eftir tryllt gigg í Víetnam „Markmiðið með ferðinni var að jarðtengjast, endurnærast og jafnvel endurfæðast,“ segir plötusnúðurinn Margeir sem nýtur lífsins í Víetnam. Hann var að senda frá sér einstaka útgáfu af Frank Ocean slagaranum Pink Matter ásamt tónlistarkonunni Matthildi og kom fram á trylltu giggi í Víetnam á dögunum. Blaðamaður ræddi við Margeir. Tónlist 3. júlí 2024 20:01
Biden móment hjá Nick Cave í Eldborg „Er einhver með lausa miða á Nick Cave?“ Svona færslur hafa vart farið fram hjá Facebook-notendum undanfarna daga. Vinsældir Ástralans hafa verið miklar á Íslandi undanfarna áratugi enda seldist upp á þrenna tónleika í Eldborg á nokkrum mínútum. Lífið 3. júlí 2024 13:01
Ekki náttúruspjöll heldur forvarnir Fréttastofu barst í gær ábending um tilvik um náttúruspjöll á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Þungarokkssveitin austfirska Chögma birti myndband á reikning sinn á samfélagsmiðilinn TikTok þar sem tveir meðlimir sveitarinnar sjást velta óstöðugum grjóthnullungum fram af klöpp sem hröpuðu og skullu í fjöruborðið með tilheyrandi látum. Innlent 3. júlí 2024 11:31
Herbert Guðmunds og Prettyboitjokko gefa út lag Á föstudag kemur út nýtt lag þar sem Patrik og Hebbi leiða saman hesta sína til að flytja lagið Annan hring sem er eftir Patrik og Bomarz. Hægt er að hlusta á lagið að neðan en í upphafi þess má heyra stefið úr vinsælu lagi Herberts, Svaraðu. Lífið 3. júlí 2024 11:25
Íris segir RÚV henda blautri og kaldri tusku í andlit sjómanna Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir sérdeilis ólíðandi að sjómenn þurfi að greiða afnotagjöld af RÚV ohf., en séu hins vegar sviptir möguleikum á að ná sjónvarps og útvarpssendingum. Innlent 3. júlí 2024 09:43
Leysir frá brandaraskjóðunni Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi. Lífið 2. júlí 2024 22:26
Íslenskir dansarar sópa til sín verðlaunum á heimsmeistaramóti Íslenska landsliðinu í listdansi hefur gengið einstaklega vel á heimsmeistaramótinu í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands. Um tvö hundruð íslenskir keppendur taka þátt á mótinu og hefur hópurinn sópað til sín verðlaunum. Lífið 2. júlí 2024 16:27
Lætur langþráðan draum rætast og gefur út óð til grínsins „Maður má ekki vera of afslappaður og maður þarf að reyna að elda eitthvað nýtt,“ segir ástsæli grínistinn Vilhelm Neto, betur þekktur sem Villi Neto. Hann gefur út langþráða grínplötu næstkomandi föstudag. Platan ber heitið Portú Galinn og er gefin út af plötuútgáfufyrirtæki Priksins, Sticky Records. Tónlist 2. júlí 2024 15:48
Hugmyndin var að kveikja bókstaflega í Emmsjé Gauta „Við áttuðum okkur fljótt á að það væri ekki skynsamlegt að kveikja í mér,“ segir tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti, sem sendir frá sér sína áttundu breiðskífu næstkomandi föstudag. Platan heitir „Fullkominn dagur til að kveikja í sér“ og þar má finna ellefu lög sem eru að sögn Gauta blanda af dægurlögum og rappi. Tónlist 2. júlí 2024 11:30
Vann til margra verðlauna fyrir stól sem slær í gegn „Eftir margra ára erfiðisvinnu og enn meiri ákefð síðasta árið þar sem nærri hver dagur, kvöld og oft nótt hefur verið eytt í þetta er það bara frábært að fá viðurkenningu úr mismunandi áttum. Við erum bæði svo þakklát að hönnunargeirinn sjái okkur og vinnuna sem við höfum lagt í þetta,“ segir húsgagnasmiðurinn Jón Hinrik Höskuldsson sem var að ljúka meistaranámi í Kaupmannahöfn og vann til eftirsóttra verðlauna. Tíska og hönnun 2. júlí 2024 09:47
Lesbíska dragdrottningin sem er að sigra tónlistarheiminn Tónlistarkonan Chappell Roan kom sem stormsveipur inn í tónlistarheiminn í fyrra þegar hún gaf út plötuna The Rise And Fall of a Midwest Princess. Tvö lög af plötunni klífa nú vinsældarlista um allan heim og Chappell, sem á mjög áhugaverða sögu, skín skærar en nokkru sinni fyrr. Tónlist 2. júlí 2024 07:00
Akureyringar komast loksins á Prikið „Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent. Lífið 2. júlí 2024 07:00
Stúlkur úr Listdansskóla Íslands hrepptu heimsmeistaratitil Hópur stúlkna út Listdansskóla Íslands hreppti heimsmeistaratitil á heimsmeistaramóti í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands, í dag. Lífið 1. júlí 2024 19:53
Fjöldamet á stærstu listasýningu í sögu Hornafjarðar Föstudaginn 28. júní opnaði sýningin Nr. 5 Umhverfing með pompi á prakt á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði. Sýningin er með 52 listamönnum og nær yfir meira en 200 kílómetra svæði með fjölda listaverka bæði innanhúss og utandyra. Menning 1. júlí 2024 15:58
Cara í kossaflensi á Glastonbury Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. Lífið 1. júlí 2024 12:48