Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Dökkar hliðar mannkyns og kona sem liggur banaleguna

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti í dag Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til tveggja höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Það eru þau Magnús Jochum Pálsson og Margrét Marteinsdóttir. Í umsögn segir að ljóðabók Magnúsar veki lesanda til umhugsunar um dökkar hliðar mannsins og fjallar skáldsaga Margrétar um 49 ára konu sem liggur banaleguna á elliheimili í Reykjavík.

Menning
Fréttamynd

Bjart fram­undan í Hafnar­firði

Það verður líf og fjör í Hafnarfirði allan júnímánuð, en þar eru að hefjast Bjartir dagar. Þriðju bekkingar settu hátíðina í morgun með söng en þétt dagskrá er framundan í bænum. 

Menning
Fréttamynd

„Við erum að tapa geðheilsunni“

Óhætt er að segja að það að keppa Kökukasti er enginn dans á rósum. Þetta vita frænkurnar Stefanía Rakel og Karen Gréta sem upplifðu mikið stress í undanúrslitum í nýjasta þætti Kökukasts. „Við erum að tapa geðheilsunni,“ segir Karen, móðursystir Stefaníu.

Lífið
Fréttamynd

Fjölbreyttar hugmyndir fyrir sumarfríið

Sumarið er tími margvíslegra og einstakra stunda og það getur með sanni verið áhugavert að heyra hvernig fólk ætlar að eyða sumarfríinu sínu, hvort sem það er að flýja land, eyða tíma úti í garði eða eitthvað þar á milli. Blaðamaður tók púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og fékk að heyra hvernig sumarið þeirra lítur út.

Ferðalög
Fréttamynd

Söngvari Ramm­stein sakaður um byrlun

Kona að nafni Shelby Lynn hefur sakað Till Lindemann, söngvara þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein, um byrlun. Í yfirlýsingu hljómsveitarinnar er ásökununum hafnað.

Erlent
Fréttamynd

Skólastjóri og mótorhjólatöffari í Hafnarfirði

Hann er ekki bara skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og annar af „Hundur í óskilum“ því hann er líka mótorhjóla töffari og elskar stangaveiði og fluguveiði. Hér erum við að tala um Eirík Stephensen, sem var gestur Magnúsar Hlyns í þættinum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Súkkulaðierfingi sem saknar ekki áfengisins

„Ég vaknaði bara einn daginn eftir djamm og það var eins og einhver hafi komið inn í svefnherbergið til mín í draumi eða eitthvað og sagt mér að hætta að drekka,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason sem sagði skilið við áfengi fyrir um ári síðan.

Lífið
Fréttamynd

Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka verður 70 ára 1. júní

Þann 1. júní næstkomandi eru liðinn 70 ár síðan farið var að skrá gripi til Byggðasafns Árnesinga og safn varð til. Það var Skúli Helgason frá Svínavatni sá um söfnunina og mótaði grunnsýningu safnsins sem var til 1995 á Selfossi en síðan í Húsinu á Eyrarbakka. Í aðfangabók Skúla eru fyrstu gripirnir skráðir 1. júní 1953 þegar hann tók við munum frá Arnarstöðum í Flóa. Stöðug söfnun hefur verið við safnið síðan og nálgast skráðir gripir á áttunda þúsund með undirsöfnum.

Innlent
Fréttamynd

Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur

Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan.

Innlent
Fréttamynd

Með hjartað í buxunum þegar verkið týndist í pósti

Listrænu feðgarnir Elli Egilsson og Egill Eðvarðsson eru kannski ekki alltaf sammála þegar það kemur að listinni en þeir opnuðu þó saman sýninguna SAMMÁLA í Gallery Porti. Með sýningunni segja þeir að það hafi sannarlega komið í ljós að þeir geti unnið saman og það sem eftir standi sé fyrst og fremst virðing og væntumþykja í garð hvors annars. Elli og Egill eru viðmælendur í þessum þætti af Kúnst.

Lífið
Fréttamynd

Fékk dul­úðugan Er­lend í Unu­húsi á heilann

Nafn Erlends í Unuhúsi þekkja margir en maðurinn sjálfur er minna þekktur. Þessa dagana getur fólk fengið rækilega innsýn inn í líf hans með útvarpsþáttunum Litli rauði trékassinn, sýningu um samband hans við Halldór Laxness á Gljúfrasteini og sögugöngu sem verður farin um Reykjavík 31. maí. Allt þrennt er afrakstur rannsóknar Sunnevu Kristínar sem fékk Erlend á heilann síðasta vor.

Menning
Fréttamynd

Anatomi­e d'une chute hlaut Gull­pálmann

Kvikmynd franska leikstjórans Justine Triet, Anatomi­e d'une chute, sem mætti útleggja sem Anatómía falls, hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem kvikmynd í leikstjórn konu hlýtur verðlaunin, sem eru ein þau eftirsóttustu í kvikmyndabransanum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn

Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 

Tónlist
Fréttamynd

Af­lýsir öllum tón­leikum vegna tauga­sjúk­dómsins

Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur aflýst öllum tónleikum sínum vegna ólæknandi taugasjúkdóms sem hún er með. Um er að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast á ensku stiff person syndrome. Dion segist þó ekki ætla að gefast upp, hún hlakki til að koma fram aftur á ný.

Lífið