Fyrirtæki og launþegar gæti hófsemi til að ná niður verðbólgu Fjármálaráðherra hefur miklar áhyggjur af hárri verðbólgu en varar við vítahring launahækkanna sem leiti aftur út í verðlag. Forsætisráðherra biðlar til fyrirtækja að gæta hófsemi í arðgreiðslum og álagningu. Húsnæðiskostnaður heimilanna hækkar gríðarlega vegna samspils stýrivaxtahækkana og verðbólgu. Innlent 28. febrúar 2023 20:01
Neyðast til að fresta þingveislu vegna verkfallsins Halda átti þingveislu á Grand hótel næstkomandi föstudag. Vegna yfirstandandi verkfalls hótelstarfsfólks í Eflingu var tekin sú ákvörðun að fresta veislunni. Innlent 28. febrúar 2023 18:32
Framúrkeyrsla stofnana mikið áhyggjuefni Hækkun verðbólgu umfram allar spár er mikið áhyggjuefni segir fjármálaráðherra. Hann gagnrýnir framúrkeyrslu stofnanna og segir að tekið verði á því í næstu fjármálaáætlun. Engar auðveldar leiðir séu í boði þegar mönnum hafi mistekist á ná tökum á verðbólgunni. Innlent 28. febrúar 2023 16:40
Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. Innlent 28. febrúar 2023 15:22
Ráðherra sagður hunsa fyrirmæli sem miði að skilvirkari ríkisrekstri Fyrsti minni hluti fjárlaganefndar Alþingis hefur gert þá kröfu að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, virði sjö ára gömul fyrirmæli um að setja reglugerð sem ætlað er að „takmarka sóun og stuðla að hagkvæmum ríkisrekstri.“ Innherji 28. febrúar 2023 15:01
Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. Innlent 28. febrúar 2023 13:51
Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar. Innlent 28. febrúar 2023 11:46
Boðaðar ráðstafanir leiði til tug milljarða tjóns Stærstu eigendur skuldabréfa ÍL-sjóðs telja það að ekki vera grundvöllur fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins. Þeir segja fulltrúa ráðuneytisins ekki hafa komið til móts við kröfur lífeyrissjóðanna. Viðskipti innlent 28. febrúar 2023 11:38
Heilsugæslu skellt í lás Það er algerlega ólíðandi að eitt af stærstu hverfum borgarinnar, Grafarvogur í Reykjavík, þar sem búsett eru um 18 þúsund manns, séu án heilsugæslustöðvar. Eins og ekki hefur farið fram hjá íbúum þar, þá var skellt í lás á Heilsugæslustöð Grafarvogs í þessum mánuði vegna mygluskemmda og raka í húsnæði heilsugæslunnar. Skoðun 28. febrúar 2023 09:00
Hárið hans Halldórs og skapið hennar Sólveigar Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Skoðun 28. febrúar 2023 08:31
Raunhagkerfið, landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið Við þingmenn Framsóknar nýttum nýliðna kjördæmaviku vel og fórum í góða fundarferð um landið þar sem við héldum fjölda opinna funda ásamt því að heimsækja fólk og fyrirtæki um allt land. Skoðun 28. febrúar 2023 06:02
„Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“ Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans. Innlent 27. febrúar 2023 23:58
Tilgangurinn með húsnæðisstuðningi ekki að „fita leigufélögin“ Stjórnvöld hækkuðu ekki húsnæðisstuðning til að fita tiltekin leigufélög. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í svari sínu við fyrirspurn sem Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar lagði fyrir hana á Alþingi í dag. Innlent 27. febrúar 2023 17:23
Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ Innherji 27. febrúar 2023 15:08
Vill svör um mikla notkun þunglyndislyfja og Covid-tengda vanlíðan Notkun þunglyndislyfja eykst enn og er aukningin hlutfallslega mun meiri hér á landi en annars staðar í heiminum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skoða þurfi rót vandans og grípa til umfangsmikilla aðgerða til að stemma stigu við vanlíðan þjóðarinnar. Innlent 27. febrúar 2023 12:31
Kristrún búin að eiga Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn. Lífið 27. febrúar 2023 11:33
Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. Innlent 27. febrúar 2023 10:09
Getum við stjórnað fortíðinni? Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt. Skoðun 26. febrúar 2023 07:01
Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. Innlent 25. febrúar 2023 21:01
Um endurskoðun samgöngusáttmálans Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið. Skoðun 25. febrúar 2023 15:31
„Ef að samfélagið fer að stöðvast þá verða stjórnvöld að grípa inn í“ Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand. Innlent 25. febrúar 2023 14:09
Kyrrstaðan niðurstaðan? Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans. Skoðun 25. febrúar 2023 09:30
„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“ Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“ Innlent 25. febrúar 2023 09:01
Að skjóta niður skjólstæðinga sína Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: „um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði“. Tillagan er eftirfarandi: Skoðun 25. febrúar 2023 07:00
Munu aldrei gefa föngum hugvíkkandi efni án samþykkis allra Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast. Innlent 24. febrúar 2023 21:01
Varðstaða um sérhagsmuni aldrei birst eins skýrt og nú Formenn félaga Alþýðusambands Íslands segja að sjaldan hafi varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum eins skýrt og nú. Ríkisstjórninni hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. Innlent 24. febrúar 2023 15:55
Meðalbiðtími eftir afplánun rúm tvö ár Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir algert ófremdarástand blasa við í fangelsismálum landsins og á því hljóti ráðherra og ríkisstjórn að bera ábyrgð. Innlent 24. febrúar 2023 14:10
Það er munur á Tene og Tortóla Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Skoðun 24. febrúar 2023 14:01
Samgöngusáttmáli á gatnamótum Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi. Skoðun 24. febrúar 2023 13:00
Vilja göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt tillögu þess efnis að sveitarfélagið óski eftir viðræðum við Vegagerðina varðandi uppbyggingu á göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar á Selfossi. Ráðið hefur falið bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðin um mögulega uppbyggingu göngubrúar yfir Ölfusá. Innlent 24. febrúar 2023 10:08